Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.06.2008, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 26.06.2008, Blaðsíða 1
Fjölmenni í Hellisgerði og á Víðistaðatúni Það eru engin lát á hátíðar - höldunum í Hafnarfirði frekar en góða veðrinu. Jónsmessuhátíðin í Hellisgerði var vel sótt og þúsundur manns hafa tekið þátt í Gospelhátíðinni á Víðistaðatúni sem stendur fram á sunnudag. Sennilega hafa margir Hafn - firðingar ekki áttað sig á því hvað mikið er um að vera í bænum því þátttaka er í litlu samræmi við fjölda bæjarbúa og við það sem í boði er. Hins vegar er margt í boði, tvær glæsilegar sýningar í Hafnarborg sem enginn Hafn - firðingur ætti að missa af og nýjar sýningar í Beggubúð, í Bungalowinu og í Gúttó. Dagskrá Gospelhátíðarinnar er fjölbreytt, tónleikar, fyrirlestrar, barnastarf og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 26. tbl. 26. árg. 2008 Fimmtudagur 26. júní Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.as.is Sími 520 2600 Bacon Club Chalupa Stökk Taco með nautahakki Bauna Burrito Cinnamon Twists Stór drykkur Taco Bell Hjallahrauni 15 Sími: 565 2811 www.tacobell.is Opið frá 11:00 22:00 Fólk skemmti sér vel í Hellisgerði og tók þátt í skemmtilegum ratleik. Hafnfirðingar í hátíðarskapi í góða veðrinu L j ó s m . : K r i s t j a n a Þ ó r d í s Á s g e i r s d ó t t i r Veiðidagur fjölskyldunnar á sunnudag Frí veiði er á sunnudaginn í Kleifarvatni í boði Stanga veiði - félags Hafnarfjarðar og í Vífilsstaðavatni í boði Garða - bæjar eins og í fjölda vatna víðs vegar um land á árlegum veiði - degi fjöl skyldunnar. Þessir dagar hafa notið mikilla vinsælda og Hafn - firðingar eru hvattir til þátttöku en veiði hefur verið góð í Kleifarvatni í sumar. Bæjarstjórnin farin í sumar frí til hausts Síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarfrí var á þriðjudag. Þá vantaði 5 aðalbæjarfulltrúa ýmist vegna sumarleyfa eða barnsburðarleyfis og tóku varabæjarfulltrúar sæti þeirra á meðan. Bæjarráð annast nú fulln að - arafgreiðslu allra mála á meðan bæjarstjórnin er í sumarfríi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.