Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Blaðsíða 2
Samningur um sölu á vatni hefur verið bitbein stjórnmálamanna hér í bæ undanfarið. Ein helstu rök andstæðinganna eru að vatnið sé selt allt of ódýrt, helmingi ódýrara en til almennings. En hvað borgar almenningur fyrir vatnið? Það er óvitað því það er engin leið að greina mun á notkun heimila og fyrirtækja (ef frá eru taldir stórnotendur) og leki í kerfinu er alltaf einhver og erfitt að segja til um hversu mikill hann er. Vitað er hversu miklu magni er dælt frá vatnsbólunum. Vitað er hversu mikið stórnotendur kaupa skv. mæli. Restin er svo í einum pakka og því vonlítið að reyna að reikna úr lítraverð á köldu vatni til hafnfirskra heimila. En hvernig er svo greitt fyrir vatnið? Stór fjölskylda sem byggir skv. staðli utan um fjölskyldu sína þarf að byggja stórt hús. Fasteignamat slíks hús fer eftir stærð hússins, staðsetningu, aldri og fleiru. Vatnsgjaldið er ákveðið hlutfall af þessu mati á húsinu. Það skiptir því máli með hverju húsið er klætt að utan, hversu mikið fjölskyldan borgar fyrir lítrann af kalda vatninu. Er eitthvað vit í þessu? Lengi vel var innheimtur viðbótar vatns - skattur sem úrskurðaður var óleglegur og nokkuð víst að fleiri krónur hafa runnið í bæjarsjóð en til öflunar og dreifingar vatns í gegnum tíðina. Gaman væri ef einhverjir húseigendur tengdu mæli við vatnsinntakið hjá sér svo hægt væri að átta sig á því hversu hátt verð þeir greiða fyrir hvern lítra af vatni. Væri eðlilegra með tilliti til fjölskyldustefnu bæjarins að gjaldið væri fast á fjölskyldu? Eða fast á hverja íbúð? Núverandi gjaldstofn er í engu samræmi við notkun á kalda vatninu enda alls ekkert sjálfgefið að stór fjölskylda í stóru húsi hafi auka krónur til að greiða hærra vatnsgjald en fólk í minna húsi. Guðni Gíslason Dreifikerfi hitaveitu eflt Heitavatns laust á laugardag Nú er að ljúka stórum áfanga í eflingu dreifikerfis hita - veitunnar í Hafnarfirði. Sam - hliða samgöngu fram kvæmd - um hefur verið unnið að sver - un flutningsæða sem auka munu afhendingaröryggi í suður hluta bæjarins að miklum mun. Tengivinna kallar á lokun fyrir heitt vatn í hluta bæjarins í hálfan sólarhring nú á laugardaginn. Lokað verður fyrir kl. fimm að morgni og kemst heitt vatn á aftur um miðjan dag, gangi tengivinnan að óskum. Mest uppbygging í Hafnarfirði Gríðarlega hröð uppbygging hef ur verið í syðri hluta Hafnar fjarðar á síðustu árum, sú mesta á Höfuð borgar - svæðinu öllu, ef miðað er við fjölda nýrra heimæða sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt. Tvær aðalæðar flytja vatn til Hafnarfjarðar; Hafnar fjarðar - æð og Suðuræð. Auk þess sem flutningsgeta Suðuræðarinnar hefur verið aukin með sverari lögn um, hafa nýjar dælu - stöðvar einnig verið teknar í notkun. Kostnaður við verkið á þessu ári nemur um 150 milljónum króna. Á næsta ári verð ur áfram unnið að styrk - ingu kerfisins og nemur áætl - aður heildarkostnaður Orku - veitu Reykjavíkur við fram - kvæmdirnar um hálfum millj - arði króna. Lokun vegna tenginga Á næstu dögum verður lokið við tengingar nýrra og sverari flutningsæða. Sú vinna tekur um hálfan sólarhring og meðan á henni stendur þarf að loka fyrir Suðuræðina, sem sér syðri hluta Hafnarfjarðar fyrir heitu vatni. Mun lokunin ná til Ásahverfis og Valla, Kald ár - sels vegar og efstu gatna í Set - berginu. Þá mun lokunin ná til Hvaleyrarholtsins og Byggða. Nærri lætur að endur bæt - urnar á dreifkerfinu nái til um helmings Hafnfirðinga. Ein af þremur sundlaugum í bænum, nýja Ásvallalaugin verður verður lokuð vegna þessarar vinnu. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. september 2008 1983-2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 28. september Guðsþjónusta kl. 11:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Fundur með foreldrum fermingarbarna í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sunnudagaskólinn kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri 8-9 ára starf á mánudögum kl. 15:30 10-12 ára starf á mánudögum kl. 17:00 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. Sunnudagurinn 28. september Messa kl. 11 á 10 ára afmæli Hásala Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: „Þjóðkirkja - til hvers?“ Kantor: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn leiðir söng Sunnudagaskóli fer fram á sama tími í safnaðarheimilinu Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Bridge Næstu tvo mánudaga eru eins-kvölds tvímenningar hjá Bridgefélagi Hafnar - fjarðar og eru allir velkomnir, bæði gaml ir og nýir félagar. Spilað er á Flatahrauni 3 og er byrjað kl. 19 stund víslega. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands franska kvikmynd, Belle de Jour (1967) eftir Luis Bunuel. Hún segir frá ungri konu, Severine, sem virðist hafa allt til alls í lífinu, búin að vera gift ungum, myndarlegum og tillitssömum lækni í eitt ár, þegar hún lætur undan ómótstæðilegri löngun sinni og ræður sig á snyrtilegt hóruhús í París milli kl. tvö og fimm á daginn. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd sovéska kvikmyndin Grimmileg ásta - rsaga (1967) eða Zhestokiy romans í leikstjórn Eldar Ryazanov. Grimmileg ástarsaga er háðsdeila á yfirstéttina í Rússlandi á 19. öld og byggir á leikriti Aleks andr Ostrovsky. Hún segir frá Madame Ogudalova, yfirstéttarkonu, sem reynir að bjarga sér frá fjár - hagslegu falli með því að gifta dætur sínar ríkum mönnum. Ragnarök sýnd í Fjörukránni Frumsýning verður á kvikmyndinni Ragnarök, Myths and Sagas of the North á föstudagin kl. 18. Myndin, Goðsagnir og Íslendingasögur, er 90 mínútna löng og að sögn höfunda „Docu-drama“ mynd en útgafandinn er Wokafilm í Austurríki. Sætafjöldi er takmarkaður og nauðsynlegt er að panta með því að send póst á netfangið booking@vikingvillage.is 8+8, sýning í Dverg Sýning á verkum 8 alþjóðlegra hönnuða og 8 hafnfirskra iðnfyrirtækja í Dverg, Lækjargötu 2. Verkefnið sýnir fram á þá ónýttu möguleika sem felast í samstarfi hönnuða við fyrirtæki. Sýningin er opin virka daga frá kl. 14- 19 og um helgar frá kl. 12-17 til 5. október. www.hafnarfjardarkirkja.is Nýjar heimæðar OR 2007 Hálfdán Kristjánsson Alhiða flutningar 896 7730 kaldeyri@simnet.is 

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.