Fjarðarpósturinn - 02.10.2008, Blaðsíða 1
Gríðarleg spenna var fyrir
síðustu umferð í Íslandsmóti
karla í knattspyrnu, Keflavík var
með pálmann í höndunum en
FH-ingar áttu líka möguleika á
að verða Íslandsmeistarar.
Spenn an var mikil og vonin fjar -
lægðist þegar Keflvíkingar
skoruðu gegn Fram. En Fram
jafnaði stuttu síðar og á sömu
mínútunni skoraði FH gegn
Fylki og var Matthías Vil -
hjálmsson að verki, Guðmundur
Sævarsson bætti svo öðru marki
við og FH í góðum málum.
Framarar tryggðu svo stöðu
FH enn fremur stuttu síðar með
marki gegn Keflavík og FH-
ingar sungu á hliðarlínunum í
Árbænum. Glæsilegur árangur,
fjórum sinnum Íslandsmeistarar
á fimm árum.
ISSN 1670-4169
Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
37. tbl. 26. árg. 2008
Fimmtudagur 2. október
Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi
www.as.is
Sími 520 2600
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH hampar Íslandsmeistarabikarnum.
FH Íslands meist ari
í fjórða sinn
Rosalegur endasprettur og félagið Íslandsmeistari í fjórða sinn á fimm árum