Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 1
Það ætti að kæta bæjarbúa í allri neikvæðri umræðunni þegar jólaþorpið verður opnað á laugar daginn og kveikt verður á jólatrjánum frá Frederiksberg og Cuxhaven. Kveikt verður á Cux - haven trénu kl. 15 við Óseyrar - bryggju og á danska trénu á Thorsplani kl. 17. Mikið verður um dýrðir, leik - atriði, söngur og tónlist á Thors - plani auk þess sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá víða um bæinn. Upplestur verður í bóka safn - inu, Ellen og KK verða í bæjar - bíói, tónleikar verða í Hafn ar - borg, í Tónkvísl við gamla Lækj - ar skóla og víðar. Flest ir við - burðir eru kynntir hér í blaðinu og dagskrá jólaþorpsins má finna á bls. 5. Þetta er í sjötta sinn sem jóla - þorpið er starfrækt og nú hefur verið sköpuð götu stemmn ing þar sem húsunum er raðað á nýjan hátt. Gott pláss er í miðjunni og opið út á Strand götuna. Það verður því nóg pláss fyrir útijóla - ballið sem verður kl. 15 á sunnu - daginn en áður getur fólk hlýtt á Samúel Aron Laufdal, sigur - vegar ann í hæfi leikakeppni félags miðstöðva, atriði úr Bugsy Malone og Naflakusk svo eitt - hvað sé nefnt. ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 45. tbl. 26. árg. 2008 Fimmtudagur 27. nóvember Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.as.is Sími 520 2600 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Jólin komin í Fjörðinn Kveikt á tveimur jólatrjám á laugardaginn siggaljosmyndari.is Opið kl. 8-18 símsvari kvöld og helgar Jólahandbók fylgir blaðinu 4. desember! Starfsmenn bæjarins hafa sett upp jólaþorpið eins og venjulega.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.