Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. nóvember 2008 1983-2008 Heillandi jólahlaðborð 13. desember Okkar árlega og stórglæsilega jólahlaðborð fyrir hópa og einstaklinga. Lifandi tónlist. Munið að panta tímanlega í síma 555 1810 Húsið opnað kl. 19 Hólshrauni 3, Hafnarfirði • 555 1810 www.veislulist.is Það væri fróðlegt að gera skoðanakönnun í Hafnarfirði um hug bæjarbúa til hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík í ljósi breyttra að stæðna. Eins og öllum er í fersku minni treysti meirihluti Sam - fylk ingarinnar í bæjar - stjórn sér ekki til að taka afstöðu í málinu og lagði því til íbúa - kosningu. Þar var stækk uninni naumlega hafn að. Íbúakosningin sem fór fram vorið 2007 bar keim af þeirri þenslu og góðæri sem ríkti í þjóðfélaginu. Þá voru álver ,,ekki í tísku‘‘ og bent var á að einhver önnur at vinnutækifæri kæmu upp. Nú er öldin önnur og afstöðuleysi þeirra sem kosnir voru til að stjórna bænum er Hafnfirðingum dýrkeypt. Miklir hagsmunir í húfi Stækkun álversins í Straums - vík var gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæjarfélagið. Hefði Sam - fylk ingin í bæjarstjórn verið vandanum vaxin og samþykkt stækk un álversins (eftir að hafa unnið að undirbúningi stækk - unar innar með álverinu um ára - bil) hefði störfum fjölgað um 300 í álverinu og líklega um annað eins í öðrum fyrirtækjum bæjarins sem hafa beinan hag af starfsemi álversins. Yfir þúsund manns hefðu unnið við fram - kvæmdir við stækkunina, hátt í milljarður króna hefði fengist í viðbót við þær tekjur sem Hafnarfjarðarbær hef ur af starfsemi álvers ins, stækkunin hefði haft afar mikilvæg áhrif á starfsemi ann arra fyrirtækja í bæn um sem álverið á í við - skiptum við og gjald - eyristekjur þjóðar bús - ins hefðu aukist um - talsvert. Bæjarstjórn taki málið upp St u ð n i n g s m e n n álvers stækk unarinnar töldu að starfsemi ál - vers ins væri til fram - tíðar mikið hags - munamál fyrir bæjar - búa jafnvel þótt góðæri ríkti þá í þjóðfélaginu, og fyrirtækinu bæri að fá að stækka og dafna. En um 80 atkvæði skildi í milli í íbúa kosningunni. Þetta var í mars 2007. Nú er nóvember 2008. Engan grunaði að slíkur við snúningur yrði í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar sem raun ber vitni. Við blasir mikill tekju - samdráttur hjá sveitarfélögunum og taka þarf erfiðar ákvarðanir um niðurskurð í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2009. Því skora Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á meirihluta bæjarstjórnar að bæta fyrir mistök sín. Tökum þetta mál upp aftur! Við höfum hvorki nú né fyrr efni á að gera upp á milli fyrirtækja og atvinnugreina í landinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Höfum ekki efni á afstöðu - leysi Samfylkingar? Rósa Guðbjartsdóttir Hver er tilgangur þinn? Ef þú veist það ekki þá er tilgangs leysið tilgangur þinn. Þar af leiðandi er algengt að við viljum sofa lengur þegar vekjara klukkan hringir, jafnvel leitum við eftir afsökun og ástæðu til þess að geta tilkynnt okkur veik í vinnuna. Þegar við höfum ákveðið per - sónu legan tilgang okkar endur - heimtum við stærsta hlutann af orku okkar aftur. Við vöknum á morgn anna ástríðufull og orku - mikil og við erum tilbúin að fara á fætur og upplifa ævintýri dags - ins. Við ákveðum tilgang með öll - um þáttum lífs okkar, t.d. með líkamanum, heilsunni, fjöl skyld - unni, vinnunni og tóm stundum. Tilgangur er forsenda eða sökk - ull hamingjunnar. Markmið Markmið er draumur með dagsetningu. Markmið verða allt af að vera mælanleg, tímasett, ná kvæm, framkvæmanleg og trú verðug. Áhrifaríkasta leiðin til þess að ná markmiðum sínum er að skrifa þau niður og heitbinda sig markmiðunum og standa svo við gefin loforð. Einnig er nauð - synlegt af skrifa niður leiðina að markmiðinu og hafa það í huga að ferðalagið sjálft skiptir meira máli en niðurstaðan. Það sem við veitum athygli vex og dafnar. Eingöngu 3% mannkynsins eiga sér skrifleg markmið, 97% af þeim ná markmiðum sínum. Flestir eru logandi hræddir við að skrifa niður markmið sín. Hvers vegna erum við hrædd við að skrifa niður markmiðin okkar? Ástæðan er sú að við er - um hrædd við að ná mark miðum okkar, já hrædd við að ná þeim, ekki að ná þeim EKKI. Við þekkj um mjög vel að ná ekki mark miðum okkar – hve oft för - um við í megrun og hættum við á miðri leið, hve oft ætlum við að hætta að reykja en hættum svo eftir nokkrar vikur og förum í sama gamla farið aftur? Við setj - um okkur ótal markmið en treystum okkur svo ekki til að skrifa þau niður því við vitum að ef við skrifum þau niður þá munum við ná þeim. „Dýpsti ótti okkar er ekki að við séum ófullnægjandi. Dýpsti ótti okkar er sá að við séum ómælanlega kraftmikil. Það er ljósið okkar, ekki myrkrið, sem hræðir okkur mest.“ Úr vígsluræðu Nelson Mandela, árið 1994. Flestir vita hvað þeir vilja ekki og veita því ómælda athygli og þar af leiðandi fá þeir það sem þeir vilja ekki. Þegar við berj - umst gegn einhverju fáum við meira af því. Það er mjög mikilvægt að vita hvað við viljum vegna þess að allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Ef við vitum ná kvæm - lega hvað við viljum mun um við laða að okkur allt það sem að hjarta okkar girnist. Með skýrum markmiðum, hreinum ásetningi og trúfestu, hollustu og tryggð verðum við ástríðufull og löðum að okkur af meiri krafti það sem við viljum. Þá er fátt eða ekkert sem getur komið í veg fyrir að við náum markmiðum okkar. Ásetningur Nauðsynlegt er að hafa skýran ásetning með markmiðum okkar svo að markmiðin byggist ekki á ótta, eins og ótta við að verða veik, feit, fátæk, einmanna o.s. frv. Byggjum markmið okkar á því sem að við viljum fá. Hvað vilt ÞÚ? Höfundarnir eru rope yoga kennarar hjá elin.is Elín Sigurðardóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Heilsuþáttur í boði Fjarðarpóstsins og Elín.is Tilgangur, markmið og ásetningur Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Óhapp varð í iðnaðarhverfinu við Rauðhellu á mánudaginn þegar hjólagrafa, sem var verið að aka upp á flutningsvagn, valt á leið uppá vagninn. Valt grafan utan í vörubíl sem stóð við hliðina og varð talsvert tjón á gröfunni og vörubílnum. Öku maður gröfunnar slapp með minniháttar eymsli og kúlu á höfði. Slapp með kúlu á höfði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.