Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 27.11.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. nóvember 2008 1983-2008 Með einum eða öðrum hætti hefur íslenska þjóðin eins og margar fleiri þjóðir dansað kring um gullkálfinn. Kannski hef ur okkar fámenna þjóð dans - að sínum mest. Nú er gull kál f - urinn horfinn af stalli. Ýmsir Íslendingar kalla á hefnd. Talað er um að fórna þurfi einhverjum þar sem áður stóð gullkálfurinn, átrúnaðargoð í sýndarmennsku góðæri. Ísland hefur tekið mikl - um breytingum á síðustu árum og stendur þrátt fyrir allt með fremstu þjóðum í menningu og listum og á mörgum sviðum með al siðmenntaðra þjóða. Í dag eru erfiðir tímar og marg - ir á þessu landi og á ótal öðrum stöðum á þessari jörð eiga erfitt þegar þannig árar má enginn missa trúna á land vort og þjóð. Ég hef bjargfasta trú á þjóð minni og fósturjörð. Í gegnum tíð ina hefur Íslendingurinn oft þurft að berjast áfram við erfið skilyrði, vosbúð, kulda mann - skæða sjúkdóma, atvinnuleysi, náttúru hamfarir og vályndi af ýmsu tagi. Ef við köstum kærleikanum og Hinum hæsta höfuðsmið, þá er myrkur framundan. Ef við sáum hatri og taumlausri reiði þá verð - ur árangurinn sviðin jörð. Á slíkum stað býr sundruð þjóð sem nærist á hatri en ekki kær - leika og samstöðu um endur - reisn. Ég trúi því að ef rétt er á haldið fái blómleg byggð að vaxa og dafna og að landið sem við unum af heilum hug fái að ala heilbrigt og gott fólk um aldir. Í ljóði Gunnars Dal „Trú mín“ segir m.a. En í hverju er þátttaka okkar þá falin, sem erum á jörðinni manneskjur talin? Við spyrjum, hvað er hér hlutverk manns- og hvernig þjónum við vilja hans. Sú þátttaka okkar er illu að hafna, að elska og bæta og deilur að jafna. Í verki sýna okkar virku ást, og vinna honum sem aldrei brást. Hún felst í að skapa en ekki að eyða. Hún er það að lífga og neita að deyða. Og hverju lífgrasi hlúa að og heiminn gera að betri stað. Að starfa svo allstaðar upplausnin víki. Að allstaðar samræmi og stjórnin hans ríki, á jörðu eins og á himni hans. Það hlutverk stærsta er sérhvers manns. Ef þessari trú aðeins flónskir menn flíka í fylkingu þeirra ég standa vil líka. En hugsun margra ég hafna enn, Sem heimurinn kallar vitra menn. Að lokum Örfáar línur frá ungri konu sem stundar nám erlendis þar sem margir Íslendingar eru um þessar mundir við erfiðar að - stæður Peningar eru ekki allt Peningar geta keypt rúm en ekki svefn. Peningar geta keypt klukku en tíma. Peningar geta keypt bækur en ekki þekkingu. Peningar geta keypt stöðu en ekki virðingu. Peningar geta keypt lyf en ekki heilsu. Peningar geta keypt blóð en ekki líf. Sýnum kærleika og samstöðu í verki. Aldraður Hafnfirðingur Hugrenningar Jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar verður haldinn í Skútunni, sunnudaginn 30. nóvember kl. 20 Skemmtidagskrá: • Guðrún Helgadóttir les úr nýjustu bók sinni. • Kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg syngur. • Kaffiveitingar • Jólahappdrætti • Hugvekja: Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Félagskonur! Takið með ykkur gesti. Stjórnin. A u ð u n n B j ö r g v i n H ö r ð u r G o l f k e n n a r a r H r a u n k o t s Nánari upplýsingar í Hraunkoti í síma 565-3361 524 524 2978 1143 Nú á dögunum heimsóttu félagar úr Íslenska flautukórnum Tónlistarskólann í Hafnarfirði og afhentu Gunnari Gunnars syni, skólastjóra veglega geisla diska - gjöf frá flautuleikurunum Will - iam og Michie Bennett. Geisladiskarnir, sem eru 16 að tölu, innihalda ýmsar upptökur af flautuleik Williams Bennetts, en hann hefur verið leiðandi í þverflautuleik og -kennslu í um hálfa öld. Þau heiðurshjón vildu þannig þakka móttökur og að - stöðu sem skólinn lagði til í september sl. þegar haldin var heil mikil flautuhátíð og tón leikar, þar sem íslenskir flautu leikarar og yfir eitt hundrað nem endur á öllum aldri og víðs vegar að af landinu komu saman. Veg og vanda af hátíðinni, og komu þeirra hjóna frá Englandi, hafði Íslenski flautukórinn sem auk þess að halda reglulega tón - leika hefur nú staðið fyrir komu erlendra listamanna til landsins í þrígang Færðu Tónlistarskólanum gjöf Frá afhendingu gjafarinnar. Auglýsingasíminn er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.