Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. september 2009 Þá ætlar að takast að ganga frá samningnum við OR þó það verði ekki útséð með það jafnvel ekki fyrr en í desember. Ég er ánægður með að við eigum áfram 15% hlut í HS-veit - um en fullyrt er að verðgildi hans sé svipað og verðgildi dreifikerfisins í Hafnarfirði. Vonandi hjálpar uppgjörið að létta aðeins á skuldastöðu bæjarins sem hefur verið afar slæm og kvarta kröfuhafar undan því að fá mjög seint borgaða sína reikninga. Um þetta körpuðu menn í bæjarstjórn og Sjálfstæðismenn og VG voru andsnúnir samningnum við OR. Þetta minnir mig svolítið á Icesave samninginn og segir að það borgar sig ekki að skipta bæjarstjórn upp í meiri- og minnihluta. Nær væri að hafa alla með. Reyndar held ég að nú sé með þessum fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir langt sumarfrí runninn upp kosningatíminn. Nú þarf að marka sér stöðu fyrir kosningar. Reyndar held ég að „fúll á móti“ taktar séu ekki vænlegir, menn hafa séð hvernig komið er fyrir Steingrími sem allt í einu og óvart fékk að vera með. Nú vil ég fara að sjá stjórnmálamenn í Hafnarfirði, bæjarfulltrúa sem aðra, viðra sínar skoðanir um bæjarmálefni á bloggsíðum, í blöðum, á fundum og víðar. Nú dugar ekki bara að prjóna. Nú viljum við Hafnfirðingar sjá að þeir sem eftir flokkslínum ganga hafi skoðanir sem við getum metið í kosningunum í vor. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 6. september Messa kl. 11 Prestur: Dr. Kjartan Jónsson Barbörukór Hafnarfjarðar leiðir söng. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Sunnudagaskóli haustsins hefst Víðistaðakirkja sunnudagur 6. september Messa kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson miðvikudagur 9. september Kyrrðarstund kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Kór Víðistaðasóknar Söngfólk óskast. Áhugasamir hafi samband við Arngerði Maríu organista í síma 565-2053 eða 690-6586 www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Málþing um hafið Í tengslum við sýninguna Lífróður- Föðurland vort hálft er hafið heldur Þjóðfræðistofa í samstarfi við Hafnar - borg málþing í dag kl. 13-15.30 um hafið í orðræðu og sjálfsmynd Íslend - inga. Þar munu fræði- og lista menn koma saman og ræða inntak sýning - ar innar. Kurt Fundinger sýnir Á laugardaginn kl. 14 opnar Kurt Fun d inger sýningu á nýjum mál - verkum hjá Málaranum við höfnina, Fornubúðum 8. Kurt Fundinger er fæddur í Þýskalandi en hefur búið á Menorca undanfarin 30 ár. Hann hefur rekið Galleri del Sol undanfarin 11 ár ásamt sambýliskonu sinni, Jóhönnu Gunnarsdóttur sem á ættir að rekja til Árnakots á Álftanesi. Kurt er sjálfmenntaður listamaður og hefur haldið fjölda einka- og sam - sýn inga og hefur vakið athygli fyrir ákveði nn stíl þar sem náttúran í allri sinni litadýrð heillar hann mest. Sýningin stendur til laugardags og er opið kl. 14-18. Listamaðurinn situr sjálfur yfir sýningunni. Sýningar í Bæjarbíói Laugardaginn 5. sept kl. 16 verður endursýnd myndin Strategia del ragno (1970). Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Björgunarafrekið við Látra - bjarg (1949) eftir Óskar Gíslason. Þann 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frum sýningu heimildarmyndar Ósk - ars Gíslasonar ljósmyndara og kvik - myndgerðarmanns sem segir frá fræki legri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skip brotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. des. 1947. Einn heima - manna á Vestfjörðum, hafði sam - band við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. TÖLVUHJÁLPIN Viðgerðir, vírushreinsanir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús. Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Óskilamunir frá leikjanám - skeiðum Fjöldi óskilmuna eftir leika - námskeið sumarsins liggur á skrifstofu Vinnuskóla Hafnar - fjarðar v/ Hrauntungu. Þetta er myndarleg hrúga af fatnaði og öðru dóti og eru forráðamenn hvatt ir til að kíkja við og athuga hvort eitthvað af dótinu gæti tilheyrt þeirra barni. Eftir 15. september verður þeim fatnaði/dóti sem ekki kemst ekki skila afhent Rauða Krossi Íslands. Powertalk Samtökin Powertalk Inter - national eru að hefja starf sitt aftur eftir sumarleyfi félags - manna. Deildin ITC Íris, sem starfar í Hafnarfirði, fundar í Hafnar - fjarðar kirkju, Odda, kl. 20, fyrsta og þriðja mánudag í mán uði. Félagsmenn æfa sig í að standa upp og halda stuttar og langar ræður, þeir læra fundarsköp og fundarstjórn. Allir eru velkomnir að sitja fundi með áður en ákvörðun er tekin um hvort fólk vilji ganga til liðs við félagið. Fyrsti fundur félagsins verður mánudaginn 7. sept. kl. 20. Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudaginn 7. september Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Sunnudagaskólinn hefst í vetur með samveru fyrir alla fjölskylduna. Margt um dýrðir, nýtt efni kynnt og orð Jesú til umræðu: Elska skaltu óvin þinn. Yfir í safnaðarheimilinu verður síðan litað og nýja kirkjuverkefnið unnið. Foreldrar og börn fá kaffi, te, djús og ávexti. Vertu velkomin/n og finndu þig í fjölskyldu Guðs. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Átta sækja um í Hafnar - fjarðarkirkju Alls sækja 8 prestar og guðfræðingar um stöðu prests í Hafnarfjarðarkirkju: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir cand. theol., Arndís B. Bern - harðsdóttir Linn, Sr. Ása Björk Ólafsdóttir, cand. theol. Bryn - dís Valbjarnardóttir, sr. Guð - björg Jóhannesdóttir, cand. theol., Haraldur Örn Gunnars - son, sr. Yrsa Þórðardóttir og sr. Þór hildur Ólafs, fv. prestur við kirkjuna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.