Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 5
1. janúar 1909 gekk í gildi hafnarreglugerð fyrir hið nýja sveitarfélag Hafnarfjörð og var með henni lagður grunnar að hafnarframkvæmdum á vegum bæjarins því tekjur af legu og annari þjónustu runnu í hafnarsjóð. Öll skip, átta smá - lestir og stærri áttu að greiða gjöld af öllu farmrýminu í hvert sinn sem þau lögðust við akkeri og aðrar festar fyrir innan línu sem afmarkaðist af Balakletti og Hvaleyrarhöfða. Auk þess áttu skip sem lagt var í lengri tíma svo sem að vetri að greiða legugjald. Aðstöðuleysi í höfninni var hins vegar mikið. Á bæjar - stjórn arfundi 10. ágúst 1909 var lögð fram tillaga um að byggð yrði hafskipabryggja og var hafnarnefnd skipuð. Fyrsti fundur hennar var haldinn 9. september 1909 og var það fyrsti vísirinn að hafnartjórn. www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 3. september 2009 Hrafna - Flóki Vilgerðarson, sem fyrstur norrænna manna sigldi til Íslands, kom í Hafn - ar fjörð í leit að skipverjum sín um sem hrakist höfðu á báti sem slitnaði frá skipi hans. Við eyri eina í Firðinum fundu Flóki og hans menn rekinn hval, og kölluðu Hvaleyri. Þar fann Flóki menn sína í höfn og hafa menn leitt getum að því að höfnin sé Hval eyrarlón. Þessi fyrsta frásögn af Hafnar - firði er geymd í Land námu. Hrafna-Flóki sigldi til Hafnarfjarðar L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Sá maður sem gaf Hafnar firði nafn, hefur verið bæði glögg - skyggn og smekkvís og um leið og það er þjált er það hár rétt lýs - ing á firðinum. Nafn ið gaf fyrir - heit en enginn getur sagt til um, hversu mikið það hefur átt þátt í því að laða far menn til bæjarins. Þó Hafnarfjörður hafi verið verslunarstaður um aldir fékk bærinn fyrst kaupstaðarréttindi 1. júní árið 1908. Lítið er skráð um Hafnarfjörð fyrstu aldirnar og það er svo ekki fyrr en um 1400 sem Hafnarfjarðar er getið í skriflegum heimildum þegar skreið verður helsta útflutn - ingsvara landsmanna. Eftir það var mikið um skipa komur, enskir kaup menn sigldu hingað oft og Hansa kaupmenn fóru að senda skip sín hingað. Upp úr sauð á milli þeirra ensku og þýsku um 1490 er þeir þýsku hröktu þá ensku úr bænum og er örnefnið Ófriðarstaðir, nú Jó - fríð arstaðir, rakið til þess tíma. Þýsku kaupmennirnir komu einkum frá Hamborg og voru vel þokkaðir af íbúum enda fóru þeir með friði og vöruframboð þeirra meira en landsmenn áttu að venjast. Við verslunar stað inn Fornubúðir sem stóð á Háa - granda, ysta tanga Hvaleyrar, reistu þeir timburhús og einnig kirkju, fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi. Er talið að hún hafi stað - ið nálægt þeim stað sem lista - verk Lupus-Hartmut Wolf stend ur við Flensborgarhöfn. Sökum góðra hafnarskilyrða var Hafnarfjörður ein helsta fiskveiði- og verslunarhöfn lands ins, og var svo í nærri þrjár aldir, þegar Reykjavík tók for - ystuna. Það var einkum léleg mótekja í landi Hafnarfjarðar og slæmar samgöngur um úfið hraunið sem varð til þess að verslun færðist meir til Reykja - víkur. Ákvörðun Skúla fógeta að staðsetja innréttingar sínar í Viðey 1750 rak svo smiðs högg - ið þar á. Með tilkomu einokunar versl - unar 1602 var Hafnarfjörður enn mikilvægasti verslunar stað ur landsins en minnkandi frelsi í verslun hafði mjög nei kvæð áhrif á byggðaþróun við fjörð - inn. Hólmarnir juku hins vegar forskot sitt verulega þeg ar Reykjavík fékk kaupstaðar - réttindi ásamt fimm öðrum árið 1786. Öll skilyrði til kaup staðar - réttinda fyrir Hafnarfjörð voru þó til staðar ekki síst eftir að Bjarni Sívertsen hóf verslun í Hafnarfirði 1794. Bjarni stóð fyrir þróttmiklum atvinnu rekstri í bænum því auk versl un ar - rekstr ar á Akur gerðislóð hóf hann þilskipasmíði á jörð sinni á Jófríðarstöðum, en hann keypti einnig hinar gömlu bújarðirnar í firðinum, Óseyri og Hvaleyri. Bjarni hóf um fangs mikla þil - skipa útgerð, svo vafalaust hefur hann einnig tekið til hendinni um umbætur við lendingu báta sinna og skipa. Upp gangstími Bjarna, sem gjarnan er nefndur faðir Hafnarfjarðar, stóð allt of stutt því hann flutti til Kaup - mannahafnar og seldi allan sinn rekstur í Hafnarfirði. Það reyndist Hafnfirðingum þrautin þyngri að öðlast kaupstaðar réttindi en tókst þó að lokum árið 1908. Hafnarfjörður Nafn sem gaf fyrirheit fyrir farmenn Upphaf nýrra tíma Strandgata, næst Reykjavíkurvegi. Húsið lengst til vinstri er neðsta húsið vestan Reykjavíkurvegar. Hafnarfjörður upp úr aldamótunum 1900. Leiðin í gegnum Hafnarfjörð var um Strandgötu og Suðurgötu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.