Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 9
Hafnarfjarðarkirkja 9Fimmtudagur 3. september 2009 Sunnudagaskóli kirkjunnar byrjar sunudaginn 6. september kl. 11. Öll börn ásamt foreldrum eru boðin hjartanlega velkomin. Í sunnudagaskólanum hitta börn - in gamla vini, syngja og skemmta sér og eiga góðar stund ir. Þá verður líka afhent nýtt og spennandi sunnu daga skóla - efni. Sunnudagaskólinn hefst í mess unni en eftir fyrsta sálminn fara börnin yfir í safnaðar heim - ilið þar sem sunnudaga skól inn heldur áfram. Svo þegar messu og sunnudagaskóla er lokið hitt - ast allir yfir hressingu áður en hald ið er heim. Einu sinni í mán - uði er fjölskyldumessa þar sem barna- og unglingakórar kirkj - unnar leiða sönginn og helgi - haldið. Allir með í fjörið! 3. tbl. 30. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: sr. Þórhallur Heimisson — 3. september 2009 Sunnudagaskólinn kallar Öll börn ásamt foreldrum eru velkomin á sunnudaginn kl. 11 Messuhópar Nýbreytni í kirkjunni Í haust munu taka til starfa við Hafnarfjarðarkirkju „messu - hópar“, en messuhópar eru sjálf - boðaliðar sem taka þátt í að und - ir búa messurnar og að stoða síð an við helgihaldið. Einn hóp ur að - stoðar við hverja messu og geta menn valið hversu mörgum mess um þeir vilja taka þátt í. Hver hóp ur hittir prest og organ - ista í vik unni fyr ir viðkomandi messu og undir býr sig fyrir helgi - haldið með þeim. Messuhóparnir eru opn ir öllum sem láta sig helgi hald ið og kirkjuna sína varða. Sér staklega er upplagt fyrir vina hópa að taka sig saman um að að stoða við ákveðnar mess ur og geta slíkir hópar tekið frá ákveðn ar messur yfir vet ur - inn. All ir sem hafa áhuga á að taka þátt í messuhóp eru hvattir til að hafa samband við sóknarprest. Að venju hófst ferm ingar starf - ið um miðjan ágúst þegar sumar - hópurinn, um 90 börn, fór ásamt presti á þriggja daga fermingar - nám skeið í Vatnaskóg. Ferðin tókst í alla staði vel og var „geggj - uð“ eins og eitt fermingar barnið orðaði það við móður sína. Sumarhópurinn mætir til fræðslu á ný um miðjan októ ber en fermingarbörn eru hvött til að taka þátt í helgihaldi kirkj unnar með foreldrum sín um. Hausthópurinn sækir ferm - ingar fræðslu frá byrjun sept em - ber, annað hvert þriðju dags - kvöld. Hann fer síðan í Vatna - skóg 22. október í hálfan annan sólahring. Foreldrafundur allra fermingarbarna verður haldinn eftir messu þann 13. september næstkomandi. Ef fermingarbörn hafa af einhverjum ástæðum misst af skráningunni geta þau skráð sig með því að senda upplýsingar á thorhallur33@gmail.com eða með því að hringja í sr. Þórhall í síma 891 7562. Fermingarstarfið hafið Frá ferð sumarhóps fermingarbarna í Vatnaskóg. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: Þ ó rh a ll u r H e im is s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.