Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010 Stjórnmálaflokkum leiðist ekki að setja reglur. Oft er það gert í nafni jafnréttis og lýðræðis en höggva svo þar sem síst skyldi. Fjölmargar reglur eru gallaðar, ekki hefur verið nægilega til þeirra vandað og dómstólar hafa jafnvel túlkað lög á annan veg en höf und ar þeirra og má þá oft um kenna óná kvæmu orðalagi. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sett sér prófkjörsreglur þar sem m.a. segir: „Auglýsingar frambjóðenda í ljósvakamiðlum, prent miðl um og vefmiðlum eru óheimilar og mælst er til þess að fram bjóðendur gæti hófs í kynningarstarfi. Kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í prófkjörinu má ekki fara yfir 250 þúsund krónur.“ Gott og blessað að takmarka kostnaðinn en að heimila prentun kynningarrita og dreifa þeim með póstinum á sama tíma og frambjóðendum er bannað að kaupa birtingu á samskonar efni í Fjarðarpóstinum og spara fé, er með ólíkindum og er dæmi um óvandaðar reglur og miðstýringu. Á sama tíma ætlast fram­ bjóðendur til að Fjarðarpósturinn birti greinar þeirra endur­ gjaldslaust, sem blaðið hefur gert í fjölmörg ár og jafnvel stækkað blaðið til að koma öllum greinum fyrir. Þannig er Samfylkingin að velta kostnaði við prófkjör sitt yfir á sjálfstæðan fjölmiðil á sama tíma og flokkurinn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn sker niður aug lýsinga kostnað til bæjarblaða um yfir 60% á milli ára. Það væri bænum kostnaðarsamt ef ekkert væri bæjarblaðið og mun erfiðara að koma upplýsingum til skila til bæjarbúa. Hins vegar er gaman að sjá að fjölmargir taka nú þátt í próf­ kjörum flokkanna en minna gaman að sjá að sitjandi bæjarfulltrúar hafa greinilega sameinast í fylkingu við „röðun“ í sæti til að freista þess að tryggja sér örugg sæti. Spyrjum þó að leikslokum. Guðni Gíslason Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Ragnar og Ingunn sýna í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg. Á efri hæð sýnir Ragnar Kjartansson afrakstur sýningar Íslands í Fene­ yjatvíæringnum 2009 og nefnist sýningin Endalokin. Tónlistar­ og mynd bandsverkinu, Endalokin ­ Kletta fjöll, er varpað á fimm tjöld sam tímis. Á hverju þeirra leikur Ragnar á ólíkt hljóðfæri ásamt tón­ listarmanninum Davíð Þór Jónssyni. Verkið var tekið upp um hávetur úti undir berum himni í ægifegurð hins kanadíska Banff þjóðgarðs. Á neðri hæð sýnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir inn setninguna Ljós­ brot. Innsetningin fyllir allan sýn­ ingarsalinn með marg litum strengj­ um sem minna á geisla úr óskil­ greindum ljósgjafa. Verkið er eins­ konar völundarhús gagnsærra lita­ flata sem áhorfandinn hefur yfirsýn yfir um leið og litaspil þeirra blandast saman og úr verður heild. Prjónakaffi í kvöld Prjónakaffi Kvenfélags Hafnarfjarðar­ kirkju verður haldið í Vonarhöfn, Hafnarfjarðarkirkju, gengið inn frá Suð urgötu, kl. 20-22 í kvöld fimmtu dag. Allir eru velkomnir. Sýningar í Bæjarbíói Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvikmyndasafn Íslands myndina Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason í leikstjórn Ævars Kvaran. Myndin var tekin á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjós. Í mynd­ inni bregður fyrir tæknibrellum sem á þeim tíma þóttu nýstárlegar og gáfu henni aukið gildi, að minnsta kosti fyrir yngstu áhorfendurna. Loftnets og símaþjónusta Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma­ og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+ í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar umræður um fjölbreytt málefni. Allir velkomnir Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Sími 565 9775 - ALLAN SóLARhRiNgiNN - uth.iS Eldsneytisverð 13. janúar 2010 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 194,6 193,3 Atlantsolía, Suðurhö. 194,6 193,3 Orkan, Óseyrarbraut 194,5 193,2 ÓB, Hólshrauni 194,6 193,3 ÓB, Melabraut 194,6 193,3 ÓB, Suðurhellu 194,6 193,3 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur www.fjardarposturinn.is Tölvuþjónusta Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 Sunnudagur 17. janúar Messa kl. 11 Fermingarbörn aðstoða. Báðir prestar kirkunnar þjóna. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn leiðir söng. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu. Gregorgs morgunmessa alla miðvikudaga kl. 8.15 Víðistaðakirkja sunnudagurinn 17. janúar Sunnudagaskólinn kl. 11 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram í loftsal kirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is TÖLVUHJÁLPIN Viðgerðir, vírushreinsanir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús. Sanngjarnt verð Sími 849 6827 Nú hafa 12.000 manns tekið þátt í hjónanámskeiðum Hafn­ ar fjarðarkirkju. Og enn fjölgar þeim sem taka þátt. Því fullt er að verða á næstu námskeið nú á vorönn. Námskeiðin byggja á fræðslu, verkefnum og heimavinnu. Þau eru öllum opin og henta sér­ staklega vel þeim hjónum sem vilja gera gott hjónaband betra ­ en ennig hinum sem eiga í erfiðleikum. Þó þau heiti hjónanámskeið eru pör í óvígðri sambúð einnig velkomin. Leiðbeinandi á námskeið­ unum frá upphafi hefur verið sr. Þór hallur Heimisson, sóknar­ prestur. Nánar á hafnar­ fjardarkirkja.is 1200 á hjónanámskeiðum Það er alltaf gaman að fyljast með ungu handbolta mönn un um okkar. Hér í leik FH og Hauka. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.