Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 14. janúar 2010 Við berju m niður verðið! 30-40 % AFSL ÁTTU R AF ÖLLUM INNI- OG ÚTILJÓSUM 20-70%AFSLÁTTUR 15% AFSL ÁTTU R AF ÖLLUM BÚSÁHÖLDUM AF HITACHI OG B&D RAFMAGNSVERKFÆRUM 25-50 % AFSL ÁTTU R 20% AFSL ÁTTU R 40% AFSL ÁTTU R AF ÖLLUM DAMIXA BLÖNDUNARTÆKJUM AF ÖLLUM HEIMILISTÆKJUM ALLT AÐ AF ÖLLUM SMÁRAFTÆKJUM Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana AÐEINS BROT AF ÚRVALINU !!!útsalan er hafin Húsasmiðjumálning 10 ltr. 7119961 10 ltr. 5.999 6.995 Horfumst í augu við staðreyndir. Samfylkingunni hefur mistekist. Var ekki lakastur í sínum bekk Varabæjarfulltrúi Eyjólfur Sæmundsson gerir í grein sinni í Fjar ð arpóstinum fimmtudaginn 8 janúar síðastliðinn mátt vana tilraun til að fegra fjár hagslega stöðu Hafn ar fjarðar bæj­ ar. Hann ber skuldastöðu bæjarins sam an við stöðu Álfta ness sem berst í bökk um og Reykjavík sem hann velur að hafa til við miðunar vegna gríð­ ar legra skulda Orkuveitu Reykja víkur. Vara bæjar­ fulltrúinn fer með rangar tölur um skuldastöðu Álfta nes því að samkvæmt endur­ skoðaðri fjár hagsáætlun fyrir 2009 eru skuldir sveitafélagsins rúmir 4,2 milljarðar eða um 1.600.000 kr. pr. íbúa, en skuldir Hafnarfjarðabæjar eru um 38.000.000 eða 1.480.000 á hvern íbúa í Hafnarfirði. Á þessu sést að ekki munar miklu á skulda­ stöðu pr. íbúa í þessum sveitar­ félög um enda hafa bæði sveitar­ félögin fengið að vörunarbréf frá eftirlitsnefnd sveit ar félaga vegna mikilla skuld setninga. Horfur um greiðslu skulda Útkomuspá fyrir 2009 sýnir að Hafnarfjörður verður 44 ár að greiða sínar skuldir en ekki 20 ár eins og Eyj ólfur heldur fram. Etv. reynir hann að lesa annað út úr áætlun fyrir árið 2010, en það eru ekki annað en draumórar Sam­ fylkingarinnar og mun því miður ekki stand ast frekar en aðrar áætlanir þeirra. Í sept. 2010 er á gjald daga kúlu­ lán í erlendri mynt að upphæð 6,5 milljarðar kr. Að óbreyttu ástandi á fjár mála mörk uð um er ósennilegt að nýtt lán fáist til að greiða það, frekar en lán sveitar­ félagsins með gjalddaga 2011 og 2012 að svip­ uðum fjárhæðum. Það nýjasta úr her búð­ um Sam fylkingarinnar er að leggja til að fasteignir Hafnarfjarðabæjar verði endurmetnar til að auka svig rúm til meiri lántöku. Það verður þess vegna að spyrja er ekki nóg komið af skuldum, og hafa menn ekkert lært á banka hrun inu. Eins verður að geta þess, að svo illa er komið fyrir Hafnarfirði að venju legar ábyrgðir sveitafélagsins duga ekki til, heldur krefjast lánadrottnar fasteignaveðs. Nokkrar staðreyndir um lélega fjármálastjórn Samfylkingarinnar. - Frá árinu 2002, þegar Sam- fylkingin tók við stjórn bæj ar- ins, hafa skuldir bæjarins nær þrefaldast og það er nap ur sannleikur að skuldir Hafnar fjarðar í hlutfalli við tekj ur eru nú 275%. - Skuldir Hafnarfjarðarbæjar eru 1,480.000 milljónum króna á hvern íbúa en að meðaltali eru skuldir sveitarfélaga í land- inu 770 þús. kr á íbúa. Tekjur bæj arfélagsins hafa rétt dugað fyrir rekstri en fjármagns kostn- að ur og nýjar fram kvæmd ir ver- ið fjármagnaðar með nýjum lánum. - Verstu mistök sem gerð hafa verið í fjármálastjórn bæjarins voru þegar tillögu Sjálf stæðis- flokksins í september 2007 um að selja strax hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja var hafn- að. Ef Samfylkingin hefði ekki þjáðst af ákvarðanafælni væru skuldir bæjarins í dag um 15 millj örðum króna lægri. Þess í stað fóru peningarnir sem Orku veitan greiddi nú í des em- ber í hítina til að greiða yfir- drátt í banka og viðskiptaskuldir sem stofnað var til á árinu 2009. Samfylkingunni er ekki treystandi. Það er ótrúverðugt þegar vara­ bæjarfulltrúinn Eyjólfi Sæ munds­ son reynir að réttlæta afleidda stöðu Hafnarfjarðar með því að benda á að það finnist dæmi um önnur sveit ar félög sem séu ver stödd. Þá er það hvimleitt þegar ekki eru not­ aðar nýjustu tölur úr reikningum bæj arfélagsins til viðmiðunar þegar fjall að er um stöðu bæjarins, en ósk hyggja og draumórar látnir ráða ferð. Það er nefnilega staðreynd að það skiptir máli hverjir stjórna Hafn arfirði, og væntanlega bæjar­ búum orðið ljóst að Samfylkingin ræður ekki við það hlutverk, og fylkjast því um Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnakosningunum í vor. Höfundur er oddviti Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Fjármál Hafnarfjarðar Haraldur Þór Ólason Halldór Guðjónsson á lag í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem keppt er um framlag Íslands til Söngva­ keppni evrópskra sjónvarps­ stöðva sem haldin verður í Olsó í maí. Halldór hefur verið ötull að senda lög í keppni og er lagið „I belive in angels“ tólfta lag Halldórs í úrslitum á 8 árum í ýmsum keppnum. Hann hefur m.a. tvisvar átt sigurlag í keppninni um Ljósalagið. Halldór segist hafa góða trú á laginu sem Selfyssingurinn Sigrún Vala syngur gullfallega. Hvetur hann fólk til að fylgjast með laginu og líki því vel við þá hvetur hann fólk til að taka þátt í kosningunni og gefa því atkvæði sitt. Hægt er að hlusta á lögin á vef RÚV, http://dagskra.ruv.is/ songvakeppnin Alls eru 15 lög kynnt í keppninni, þegar hafa 3 fallið út í fyrstu keppni og á laugardaginn verða kynnt 5 lög og aðeins tvö komast áfram. Áhorfendur geta kosið í símakosningu. Úrslita­ þátturinn verður svo í beinni útsendingu 6. febrúar nk. Eurovision Lag Halldórs keppir á laugardag Halldór Guðjónsson þegar hann var í dúettinum Gunni og Dóri. Söngkonan Sigrún Vala.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.