Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 7
Hafnarfjarðarkirkja 7Fimmtudagur 14. janúar 2010 Hafnarfjarðarkirkja Þjóðkirkja í Þína Þágu 1. tbl. 31. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: sr. Þórhallur Heimisson — 14. janúar 2010 Lifandi kirkjustarf Um 10 þúsund manns komu í kirkju og safnaðarheimili í desember Nú er reglubundið safnaðarstarf hafið á nýju ári og að venju er starfið lifandi og fjölbreytt. Í desember komu hátt í 10 þúsund mann í kirkju og safnaðarheimili enda var í nógu að snúast í kirkjunni. M.a. komu um 1800 skólabörn í heimsókn í kirkjuna fyrir jólin. Er ánægjulegt að kirkjan nýtist svona vel til fjölbreyttra athafna. Nýr æskulýðsfulltrúi Framundan er öflugt og gefandi starf og nú verður sérstök áhersla lögð á æskulýðsstarfið. Auglýst hefur verið eftir æskulýðsfulltrúa í fullt starf. Söfn uðurinn vill efla barna­ og æsku lýðsstarfið á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. Markmiðið er að æsku lýðsfulltrúinn haldi utan um barna og æskulýðsstarfið með þeim starfs mönnum sem fyrir eru og nú þegar sinna hver sínum hóp. Í hans yfirumsjón yrði sunnudagaskólinn, sex til níu ára starf, tíu til tólf ára starf, æskulýðsfélögin, foreldramorgnar og samskipti við skóla og leikskóla. Auglýst er eftir einstaklingi með mikla reynslu af barna­ og æsku­ lýðsstarfi innan kirkjunnar, guð­ fræðiprófi og helst kunnáttu á hljóð­ færi. Hádegistónleikar í Hafnar fjarðar­ kirkju hefjast á ný í febrúar. Þriðjudaginn 23. febrúar leika Gunn ar Gunnarsson flautuleikari og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari fjölbreytta efnisskrá, þriðjudaginn 30. mars leikur Douglas Brotchie organisti Háteigskirkju á bæði org el kirkjunnar og 27. apríl leikur Guð­ mundur Sigurðsson á orgelin. Barbörukórinn undirbýr þessa dag ana upptökur á útsetningum Smára Ólasonar þjóðlagafræðings á íslensk um tónlistararfi. Kórinn flutti útsetningar Smára á tónleikum sl. október og hyggur á útgáfu efnis­ ins á geisladiski á árinu. Sumardaginn fyrsta kl. 17 heldur kórinn svo tónleika með íslenskri kirkjutónlist í Hafnarfjarðarkirkju. Kammerkór Hafnarfjarðar flyt ur Sálumessu Gabriels Fauré í kirkj ­ unni á uppstigningardag kl. 17 und­ ir stjórn Helga Bragasonar. Á tón­ leikunum koma einnig fram Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur og flytur kórinn Messe basse eftir Fauré ásamt Kammerkórnum. Á orgel leikur Guðmundur Sigurðsson. Öflugt tónlistarlíf Hádegistónleikar, upptökur og sálumessa Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.