Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. september 2010 Allt ætlaði um koll að keyra þegar færeyskur lögþingsmaður upplýsti að hann vildi ekki snæða með forsætisráðherra Íslands og maka. Hafði hann fyrir því rök sem ég ætla að láta liggja á milli hluta en urðu aðal hitamálið. Menn hrópa fordómar! og ólíklegasta fólk er látið tjá sig í fjölmiðlum sem taka svona uppá­ komum fegins hendi svo lesendur fái eitthvað til að smjatta á. Allt veltur á því hvernig skoðanir eru settar fram og til hvaða aðgerða menn taka. Skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi eru hluti af mannréttindum okkar en það má elska náungann en hata gjörðir hans. Það er ekkert sjálfgefið, þó einhverjir upplýsi skoðanir sínar sem ganga gegn almennum skoðunum og reglum, að þeir séu fordómafullir. Það er mikill munur á að hafa skoðun og að virða ekki rétt annars fólks. Viðkomandi lögþingsmaður vitnaði í Biblíuna og sagði samkynhneigð ranga. En þar stendur líka að menn skuli elska náunga sinn eins og sjálfan sig, ef ég man rétt. Það er svo algengt að við veljum okkur reglur til að fara eftir en látum svo liggja á milli hluta þó við förum ekki eftir öðrum. Þetta sjáum við jafnvel þegar lögreglan sinnir ekki sumum brotum á umferðalögum en leggur mikla áherslu á önnur. Þetta sjáum við í túlkun á byggingarreglugerð svo einhver dæmi úr daglegu lífi séu tekin. Ef lög banna að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar bannar það ekki fólki að hafa skoðun á kynhneigðinni Á fésbókarsíðum er viðkomandi löþingsmaður kallaður öllum illum nöfum og eru þá andstæðingarnir ekki fallnir í sömu gröf og hann? Skv. rannsóknum Félagsvísindastofnunar finnast fordómar á Íslandi og árið 1999 vildu t.d. 31% svarenda ekki hafa geðveikt fólk sem nágranna sína! Guðni Gíslason Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Loftnets og símaþjónusta Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! sjálfstæður dreifingaraðili Stífluþjónusta Geirs Stíflulosun, myndun lagna, endurnýjun frárennslis- og drenalagna, gröfuþjónusta, efnisflutningar, múrbrot, malbikssögun, kjarnaborun. Geir s. 697 3933 www.vidistadakirkja.is Víðistaðakirkja sunnudagurinn 12. september Sunnudagaskólinn kl. 11 Nú hefst barnastarf vetrarins með nýju efni. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í norðursal kirkjunnar. Verið með frá upphafi! Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Þriðjudagurinn 14. september Foreldramorgnar kl. 10-12 Notalegar og uppbyggilegar samverur fyrir foreldra ungra barna. 6-9 ára starf hefst kl. 15.30 10-12 ára starf hefst kl. 17.00 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Sunnudagur 12. september Fjölskylduhátíð kl. 11 Sr. Þórhallur Heimisson leiðir og segir glærusögu. Tvö börn verða borin til skírnar. Allir leiðtogar sunnudagaskólans taka þátt. Barna- og unlingakórar kirkjunnar syngja. Eftir hátíðina í kirkjunni er boðið upp á nammi og hressingu í safnaðarheimilinu. Morgunmessur alla miðvikudaga kl. 08.15 Morgunverður í safnaðarheimili. Við morgunmessuna er safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar Allt fyllingarefni, mold, holtagrjót og grjót í veggi. Vörubílar af öllum stærðum. Kranabílar með krabba. Allar stærðir af gröfum og með fleyg. F A T A B R E Y T I N G A R & V I Ð G E R Ð I R OPIÐ 12.30-17.00 Lokað miðvikudaga Flókagata 3 • 220 Hafnarfjörður Sími 84 746 84 Síðan 2001 Dúna - bólstrun Lyngbergi 39b (áður Hjallahrauni 8) Tek að mér að bólstra og klæða eldri minni húsgögn. Uppl. í síma 897 6666 www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudagur 12. september: Sunnudagaskóli kl. 11 Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta fellur niður vegna ferðalags fermingarbarna og presta. Fimmtudagur 16. september: Sporin 12 - andlegt ferðalag kl. 20 Fyrsti kynningarfundur fyrir þetta vinsæla sjálfstyrkingarnámskeið verður í safnaðar­ heimilinu fimmtudaginn 16. september kl. 20. Sjá nánar á frikirkja.is Allir velkomnir í Fríkirkjuna!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.