Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 9. september 2010 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða að vísa til bæjarráðs tillögu sjálfstæðis­ manna um að hafin verði sókn í atvinnu málum í bænum. Átakið verði hvatningarátak og sam­ vinnu verkefni bæjar ins, fyrir­ tækja í bænum og Vinnu mála­ stofnunar. Átakið gangi út á að virkja þann kraft sem býr í bæjar búum og fyrirtækjunum í Hafnarfirði til að fjölga atvinnu­ tækifærum í bænum. Átakið er þríþætt: 1. Kynning á Hafnar firði, aðstöðu í bænum og kost um þess að reka fyrirtæki þar. 2. Sett verði upp tímabundið fyrirtækjaþjónusta á bæjar­ skrifstofunni sem heyri beint undir bæjarráð og hafi það hlut­ verk að vera tengiliður/þjónustu­ fulltrúi við fyrirtæki í Hafnarfirði og þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að setja upp starfsemi í bænum. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun starfs manna bæjarins vegna verkefnisins heldur skuli reynt að færa til starfsmenn til að sinna því. 3. Haft verði samband við fyrirtækin í bænum, þeim kynntir kostir þeirra úrræða sem Vinnumálastofnun býður uppá og þau verði hvött til þess að nýta sér úrræðin með það að markmiði að fjölga störfum hjá fyrirtækjum í bænum. Skipaður verði vinnuhópur til að útfæra átakið nánar og tryggja að það komist í framkvæmd sem allra fyrst. Bæjarráð skipi 7 manna vinnuhóp sem skal skipaður 5 fulltrúum fyrirtækja í bænum og fulltrúum meiri­ og minnihluta í bæjarstjórn. Vinnu­ hópurinn skili endan legum til­ lögum til bæjarráðs eigi síðar en 7. október. Gert er ráð fyrir að kostnaður við átakið verði greiddur úr bæjarsjóði og með því að leita samstarfs við fyrir­ tæki í bænum. Prjónakaffi í kvöld Prjónakaffi verður haldið í Vonarhöfn, Hafnarfjarðarkirkju gengið inn frá Suðurgötu kl. 20-22 í kvöld fimmtu­ dag. Fólk getur mætt með handa­ vinnuna eða bara komið og spjallað. Kaffi á könnunni. Allir eru velkomnir. Að elta fólk og drekka mjólk Sýnd eru í Hafnarborg verk eftir íslenska listamenn af ólík um kynslóðum. Verkin á sýningunni eru afar ólík en eiga það sameiginlegt að innihalda ýmis tilbrigði húmors. Ókeypis er á sýningar í Hafnarborg. Myndir Lofts Guðmundss. Kvikmynasafn Íslands sýnir á laugardaginn kl. 16 kvik myndina Endurance um magnaðan suður­ póls leiðangur Shackletons þar sem leiðangursmenn lentu í miklum hremmingum. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Ísland í lifandi myndum eftir Loft Guð munds son og valdir hlutar úr iðnað ar myndum hans Íslenskur iðnaður sem koma nú líklega fyrir almenn ingssjónir í fyrsta sinn frá frumsýningunni 1931. Prjónakaffi í Víðistaðakirkju Nú þegar haustið er að ganga í garð, byrja hin sívinsælu og skemmtilegu prjónakvöld hjá Systrafélagi Víði­ staða sóknar í safnaðarsal Víðistaða­ kirkju. Á mánudaginn kl. 20 verður þráðurinn tekinn up þar sem frá var horfið á vormánuðum. Alla mánudaga fram að aðventu, nema fyrsta mánudag í mánuði því þá er félagsfundur, verður opið hús fyrir allar hafnfirskar konur sem langar til að hitta kynsystur sínar og prjóna saman eða gera hverja þá handavinnu sem hugurinn segir til um í það og það skiptið. Jafnvel þær sem ekki hafa snert á prjónaskap í áraraðir, en langar til að vera með í skemmtilegum félags skap, eru líka hjartanlega velk omnar, því nóg er af fúsum höndum til að hjálpa og leiðbeina. Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudaginn 12. september Messa og sunnudagaskóli kl. 11 Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin velkomin, fundur með þeim og fræðsla á eftir messu. Prestar verða þau Bára og Kjartan. Helga Þórdís tónlistarstjóri stýrir söng sem kór Ástjarnarkirkju leiðir. Kaffi, djús og samvera yfir í safnaðarheimilinu á eftir. Mánudagur: 12-spor, opinn kynningarfundur kl. 19-21. Allir hjartanlega velkomnir. Sjá nánar á www.viniribata.is Þriðjudaga: Foreldramorgunn kl. 10-12. Miðvikudaga: Opin blessunarrík bænastund kl. 16.30. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína www.astjarnarkirkja.is Tillaga um sókn í atvinnumálum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.