Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Side 4

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. september 2010 Actavis Group hf. hefur tilkynnt að það stefni á að færa sig inn á svið líftækni. Dr. Claudio Albrecht forstjóri Actavis Group sagði í tilefni þess að fyrirtækið hyggst hefja áreiðan leika könnun á sivss­ neska lyfja fyrirtækinu Bio­ partners: „Með því að færa sig inn á svið líftækni fá sam heita­ lyfjafyrirtæki aðgang að vöru­ fram boði sem krefst nýrrar nálg unar í þróun og markaðs­ setn ingu. Við munum í fram­ tíðinni sjá samheitalyfjafyrir­ tæki fjár festa mun meira í þró­ un og frumlyfjafyrirtæki þróa samheitalyf. Það eru aðeins stóru sam heita lyfja fyrirtækin eins og Teva , Sandoz, Mylan og Actavis sem hafa bolmagn til að fara inn á þetta svið, ann að hvort sjálf eða í samstarfi við frumlyfjafyrirtæki. Við viljum velja vandlega hvaða líftæknilyf við tökum inn í vöruframboð okkar. Þróun lyfja við innkyrtla sjúk dómum er ein áhugaverðasta og mest vaxandi grein lyfja iðn aðar ins. Actavis býð ur nú breitt vöruúrval sykur sýkis lyfja í töfluformi, þannig að framboð insúlín lyfja og síðar insúlín hliðstæðu er rökrétt fyrir Actavis og eitt af þeim sviðum sem við lítum til. Actavis er í hópi leiðandi fyrirtækja í samheita­krabba­ meinslyfjum og með breitt vöru úrval. Líftæknilyf væru því tilvalin viðbót við vöru framboð okkar af krabba meinslyfjum,“ segir Claudio, forstjóri Actavis Group. Peking-önd Okkar vinsæla stökka Peking-önd með appelsínusósu ásamt pönnusteiktum hrísgrjónum, grænmeti og eggi - eða - með pönnusteiktum núðlum, grænmeti og eggi. Fyrir tvo: aðeins kr. 4.490,- Kvöldverðarhlaðborð Kjúklingur, lambakjöt, djúpsteiktar rækjur, steiktar eggnúðlur, súrsætt svínakjöt. Aðeins kr. 1.450,- Kvöldverðartilboð! síðan 2001 Reykjavíkurvegi 69 • sími 555 6999 www.kinaferdir.is Opið kl. 11-22 virka daga og kl. 16-22 um helgar. Nýtt Fræðsla um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur stað ið yfir allt árið 2010 á fræðslu sviði Hafnar fjarðar­ bæjar. Síðasta vetur voru stjórn­ endur í leik­ og grunnskólum fræddir um málefnið, starfsfólk grunnskólanna í bænum (aðrir en kennarar) fengu fræðslu nú í ágúst og á haustönn 2010 verð­ ur allt starfsfólk leikskól anna frætt um málefnið. Þetta skólaár heldur fræðslan einnig áfram fyrir kennara í grunnskólum. Það er námskeið sem nefnist „Verndarar barna“ og er sniðið að erlendri fyrir­ mynd. Fræðsla gegn kynferðislegu ofbeldi Hafnfirska söngkonan Mar­ grét Eir hefur stofnað söng­ skólann „Meiri skóli“ sem hef­ ur fengið aðstöðu hjá Tón­ listarskóla Hafnarfjarðar í Tón­ kvísl í gamla leikfimi­ og handa vinnuhúsinu við Gamla Lækjarskóla. Margrét er lærður raddkennari og hefur 15 ára reynslu við söngkennslu m.a. hjá Eddu Borg, Möggu Pálma og Tón­ vinnsluskólanum auk þess að taka fólk í einkatíma. Margrét segir skólann vera fyrir 13 ára og eldri. Hún bjóði upp á góða söngkennslu en tekur fram að þetta sé ekki karókí­ námskeið. Nemendur fái undir­ stöðuatriði í söng, byggt verði upp sjálfstraust og hverjum og einum hjálpað að finna sjálfan sig í söng. Þetta sé í raun bæði söng­ og fram komunámskeið. Nem endum er skipt í 3­4 manna hópa eftir aldri en einnig er hægt að fá einkatíma. Skólastarf hefst 20. september en kennt verður á miðviku­ dögum og föstudögum. Með Mar gréti verður Pétur Örn Guðmundsson (Pétur Jésús) en Margrét segir að hún hlakki mikið til að koma að kenna í Hafnar firði. Hægt er að fá nánari upp­ lýsing ar á Facebook síðunni Meiri skóli og hægt er að senda óskir um skráningu á meiri­ skoli@gmail.com Margrét Eir stofnar söng- og raddskóla Margrét Eir. Actavis vill kaupa í líf tækni fyrirtæki Er kominn tími til að gera eitthvað? Námskeið sem opna þér nýjar leiðir Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður mikið úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi. Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Námskeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Um er að ræða eftirfarandi námskeið: • Bókhaldsnámskeið – hagnýtt námskeið fyrir þá sem stefna á frekara nám eða skrifstofustörf • Excel fyrir byrjendur Þátttakendur læra að setja upp tölur á vinnublaði og læra að beita einföldum reiknireglum. Kenndar eru helstu vinnuaðferðir og að útbúa myndrit. • Enska fyrir byrjendur Námskeiðið er fyrir þá sem hafa átt mjög erfitt með að læra ensku/ önnur tungumál. Notast er við myndrænar og óhefðbundnar aðferðir sem nýst hafa vel á öðrum sviðum. Áhersla er lögð á að bæta orðaforða og að auka sjálfstraust nemenda. • Fjármál einstaklinga Fjármál á mannamáli! Námskeiðinu er ætlað að veita þátttakendum yfirsýn yfir eigin fjármál og auka fjármálalæsi. • Minnistækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Námskeiðið hentar þeim sem eiga við hversdagsgleymsku að stríða, hafa skert minni eftir veikindi eða áföll eða vilja bæta minni sitt af öðrum ástæðum. • Stærðfræði fyrir byrjendur Námskeiðinu er ætlað að skapa áhuga á stærðfræði og jákvætt viðhorf. Kennsluaðferðir eru nýstárlegar þar sem nemendur læra að meðhöndla tölur með áþreifanlegum hætti í skemmtilegum æfingum. Beitt er óhefðbundnum aðferðum í kennslunni. • Sjálfstyrking Námskeiðinu er ætlað að efla getu nemenda til að tjá sig og vera til. Þetta verður gert á skemmtilegan og líflegan hátt og nemendur öðlast þjálfun í öruggri framkomu. • Tölvugrunnur Kennd er tölvunotkun fyrir byrjendur og lengra komna. Farið er í Windows umhverfið, ritun og útlitsmótun texta, Internetið, tölvupóst, teikningu, skjalaumsjón og fleira. Næstu námskeið eru að hefjast! Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510 9380 eða á www.hringsja.is Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.