Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. september 2010 Undanfarin ár hefur mjög græðandi og uppbyggjandi starf verið unnið í 12 spora starfi kirkjunnar. Stuðst er við bókina Tólf-sporin - andlegt ferðalag. Þar eru tuttugu spurn- ingar við hvert spor, og margt fróðlegt til að opna betur sýn á sporin og okkur sjálf. Þetta er einstaklingsvinna með eigin tilfinningar og hugsanir. Á vikulegum fundum hittast lokaðir hópar sem bindast trún- aði og deila þar mann- eskjur hver með annarri vinnu sinni og skilningi á spor- unum og áhrifum þeirra á sig. Markmiðið er að græða innri sár, leiðrétta meðvirkni og nálgast sinn æðri mátt. Árangur þessa hópastarfs hefur aukið vellíðan fólks og lífsgæði bæði með sjálfu sér og öðrum. Það hefur leitt lækningu og bata inn í líf þátttakenda og verið þeim andleg vakning. Þetta starf er ekki eyrnamerkt fyrir alkó hólista eða aðstandendur þeirra þó að 12 spora leiðin sé farveg urinn. Hér eru allir velkomnir sem finna að þeir /þær vilja taka út þroska og auka vellíðan sína. 12-spora starfið í Ástjarnar kirkju er á mánudögum kl. 19-21. Opnir kynningar- fund ir verða næstu þrjár vikurnar, eftir það lokast hóparnir. Starf ið er eins og tvær skóla- annir. Yfir ferð inni lýk- u r í maí en gott frí verður tekið yfir jól, áramót og páska. Að gangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um starfið á www. viniribata.is. Undir flipanum lestrarnir eru algeng hegðunar- mynst ur. Ef fólk kannast við eitthvað af því í sínu fari reynist ferðalag í gegn um 12-sporin andlegt ferða lag gagnlegt. Ég hvet alla til að kynna sér þetta mann bætandi starf sem kirkjan býður upp á. Í Guðs friði, Bára Friðriks­ dóttir, sóknarprestur og vinur í bata. 12-spora námskeið kirkjunnar andlegt ferðalag Bára Friðriksdóttir Karate 101 Haustnámskeiðin eru að hefjast aftur eftir sumarið. • Karateskólinn hefst sunnudaginn 5. september • Byrjenda- og framhaldsnámskeiðin hefjast mánudaginn 6. september Tekið verður við byrjendum út septembermánuð. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu deildarinnar www.kdh.is SKIPTU UM SKOÐUN Komdu í skoðunarstöð Tékklands við Reykjavíkurveg og njóttu þess að láta skoða bílinn þinn. Það er ódýrara. Sími 414 9900 www.tekkland.istekkland@tekkland.isHoltagörðumReykjavíkurvegi Samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins 22. júlí 2010 Ný hársnyrtistofa hefur verið opnuð að Hólshrauni 2 hér í bæ, beint á móti Skútunni. „Margir þekkja þetta hús sem gamla Kays-húsið,“ segir Elínborg Birna Benediktsdóttir, betur þekkt sem Hár-Ellý, í samtali við Fjarðarpóstinn, ánægð á nýju stofunni sem skartar skær- um appelsínugulum litum. Ellý rak hárstofu að Bröttu- kinn 1 á árunum 1998-2002 eða þar til fjölskyldan fluttist norður á Laugar í Þingeyjarsveit. Nú er Ellý kominn aftur í Fjörðinn og segist afar ánægð með við- tökurnar. „Ég opnaði stofuna í byrjun ágúst og hef þegar feng- ið þónokkuð marga af við- skiptavinum mínum úr Bröttu- kinninni í stólinn. Hér hafa líka komið margir að norðan sem nota suðurferðina til að koma við hjá mér og svo hafa sést hér mörg ný andlit. Ég er afar ánægð með viðtökurnar og þakka fyrir þær.“ Á hárstofunni er boðið upp á alla almenna hársnyrtingu, s.s. klippingu, litun, permanent og svo mætti lengi telja, bæðí fyrir dömur og herra, auk þess sem dágott úrval af hár snyrti vörum er til sölu. Og ekki má gleyma nuddstólnum góða sem er í miklu uppáhaldi hjá við- skiptavinum Elínborgar. Stóll- inn sér um að nudda bak þeirra með an hún þvær þeim af kost- gæfni um hárið. Hún getur ekki neitað því að sumir hafi aðeins gleymt sér í stólnum. „Stóllinn hefur ótrúlega góð áhrif á fólk og það virðist ná að slaka algjörlega á, bæði á sál og líkama,“ segir Ellý og bætir við að annað atriði hafi einnig mælst vel fyrir, en það er kvöld- opnun á þriðjudögum. Þá er opið kl. 16-21 en aðra virka daga er opið kl. 9-16. Ellý tekur við tímapöntunum í síma 898 4878 en svo má líka bara renna við og sjá hvort tími er laus þá stund ina. Enda stofan í alfara- leið. Hársnyrtistofa með nuddvaskastól Elínborg Birna Benediktsdóttir á stofu sinni Hár­Ellý.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.