Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Page 8

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. september 2010 Atvinnuleitendur! Mánudagur: Myndlistarhópur kl. 10:00 –12:00, leiðbeinandi á staðnum. Saumar, viðgerðir, kennsla kl. 13:00 til 16:00, Miðvikudagur: Enska: lesum og tölum ensku kl. 12-13 Jóga: Dans-jóga fyrir gyðjur kl. 13-14 Spænska: Grunnur í spænsku Kl. 14-15 Föstudagur: Þjóðmálahópur. kl 10:00– 12:00, Fyrirlestur: Magnús H. Ásgeirsson verður með erindið Sölutækni í atvinnuleit. Föstudaginn 10. september. Matarlist, kynning, borðað saman kl 12:00– 14:00. Hvar: Strandgata 24 Hafnarfirði gengið inn Fjarðargötumegin. Skráning óþörf, bara mæta og njóta. Heilsuleikskólinn Hamravellir Hafnarfirði Heilsuleikskólinn Hamravellir óskar eftir að ráða: • deildastjóra • fagstjóra í hreyfingu • matráð Í leikskólanum er unnið eftir heilsustefnunni með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun. Unnið er með jákvæð og gefandi samskipti og er góður andi ríkjandi í skólanum. Hafir þú áhuga á að vinna í lifandi og metnaðarfullu starfsumhverfi með skemmtilegu fólki þá hafðu samband. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Nánari upplýsingar veita: Ragnheiður Gunnarsdóttir leikskólastjóri í síma 424 4640 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á www.skolar.is Heilsuleikskólar Skóla: • Hamravellir • Háaleiti • Kór • Krókur • Ungbarnaleikskólinn Ársól Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga. Mikilvægt er að við gerum okkur ljóst að börn mega ekki vera lengur úti nema í fylgd fullorðinna. Börn 12 ára og yngri mega hrein lega ekki vera úti eftir klukkan 20 eftir 1. sept­ em ber. Börn 12­16 ára mega lengst vera úti til 22 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æsku­ lýðs starfsemi eða íþrótta æfingu. Slíkar und an þágur verða æ fátíðari, íþróttaæfingar barna eiga sér stað innan þessara marka og skólar og félagsmiðstöðvar hafa reynt að færa félagsstarfið inn í eðlilegan útivistartíma. Foreldrar og börn þeirra þurfa að gera sér það ljóst að foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma. Æskilegt er að allir standi saman um að framfylgja reglunum því að börnin þurfa sannarlega sína hvíld, gott er að auka þann tíma sem fjölskyldan eyðir sam­ an og svo þarf að stunda heima lærdóm. Þátttaka foreldra í Foreldrarölti hefur stutt við að útivistartíma sé framfylgt auk þess sem það að foreldrar hittast gefur þeim tækifæri á að standa enn betur saman að því að huga að velferð barna. Höfundur er forvarnafulltrúi Vetrarútivistartíminn Geir Bjarnason Fyrir stuttu barst gjafabréf frá Stoðkennaranum inn á heimili allra foreldra 10. bekkinga í Hafnarfirði. Okkur lék áhugi á að forvitnast meira um þennan Stoðkennara og settum okkur í samband við Starkað Barkar­ son, stofnanda vefjarins. „Stoðkennarinn er gagnvirkur námsvefur sem býður ungling­ um upp á kennslu í stærðfræði, stafsetningu, málfræði, bók­ mennt um, ensku, dönsku og tölvu notkun. Stoðkennarinn hef ur verið að störfum í átta ár en nýverið hönnuðum við hann frá grunni, enda nauðsynlegt að fylgja þróun í tölvu­ og vef mál­ um. Tölvan kemur að sjálfsögðu aldrei í stað góðs kennara, en við höfum þó búið svo um hnút ana að Stoðkennarinn bregst alltaf við villum nemenda á uppbyggilegan hátt, útskýrir regl una sem var brotin og leiðir nem enda í gegnum lausnina, skref fyrir skref. Að auki skráir hann allar einkunnir til bókar. Það er því stundum eins og að hafa kennarann sér við hlið að nota Stoðkennarann.“ Kennari og foreldrar fá líka aðgang Bæði skólar og heimili geta keypt aðgang að námsefni Stoð kenn arans. Um leið og nem andi fær aðgang fá kennarar hans og foreldrar frían aðgang sem er tengdur námsefni og eink unnabókum nemandans. Kennarar geta því notað vefinn á markvissan hátt við kennslu og foreldrar tekið virkan þátt í námi barna sinna, og jafnvel lært eitthvað um leið. Öldutúnsskóli hefur nýtt sér vefnn síðastliðin ár og eru nú allir nemendur 10. bekkjar með aðgang að námsefni hans. Aðrir geta hins vegar nýtt sér gjafa bréfið sem var sent út en það veitir nemendum aðgang að fjórum námskeiðum til 16. septem ber. Hann ætti því að koma að góðum notum við undir búning fyrir samræmdu prófin seinna í mánuðinum. Stoðkennari á netinu Gjafabréf til 10. bekkinga Starkaður Barkarson, framkvæmdastjóri Stoðkennarans og Guðmundur Ingi Jónsson verkefnisstjóri.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.