Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. september 2010 Það var sameiginlegur áhugi á Paul Simon sem dró þá saman snillingana Eyjólf Kristjánsson og Stefán Hilmarsson fyrir mörgum árum. Þeir spiluðu oft saman lögin hans og nú ætla þeir að rifja upp gamla takta á tónleikum í Hafnarborg föstu­ dagskvöldið 17. september. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Eyjólfur að fólk fái að sjálfsögðu að heyra Nínu og önnur lög úr safni þeirra félaga auk þess þeir muni líka flytja lög af síðustu plötum sínum. „Við ætlum að hafa þetta skemmtilegt, spjalla við fólkið og hafa gaman af, spila lög sem fólk vill heyra. Þetta eru þriðju tónleikarnir okkar í Hafnarborg, fyrstu tónleikarnir voru fyrir kreppu og hinir eftir kreppu. Báðir voru mjög eftirminnilegir, gríðarleg stemmning í troð full­ um salnum.“ Segir Eyfi eitt­ hvað sérstakt við að spila og syngja í Hafnarborg og því hlakki hann til tónleikanna. Tónleikarnir verða um tveggja tíma langir að viðbættu hléi þar sem Maður lifandi verður örugg lega í startholunum að bjóða eitthvað spennandi á neðri hæðinni. húsnæði óskast Óskum eftir 4-5 herb. íbúð/hæð til leigu í Setbergi eða næsta ná grenni. Reglusemi og skilvirkum greiðslum heitið. Uppl. í síma 866 7999. húsnæði í boði Efri hæð 94 m² í Borgarnesi. Sér inngangur, kaffiaðstaða og salerni. Gólfhti. Góð bílastæði. Nýtt ónotað hús næði á góðum kjörum. Talið við Reyni í s. 895 9780 eða 555 2721. 3ja herb. íbúð á Suðurgötu til leigu. Laus. Verð kr. 90 þ. kr. m/ hita. Uppl. í s. 898 4370. Í miðbæ Hafnarfjarðar er til leigu herbergi á jarðhæð. Eldunar að­ staða og rými fyrir matarborð. WC og sturta, þvotthús m/þvotta vél. Sér inngangur. Uppl. 898 9455. Til leigu 2ja herb. íbúð á Dreka- völlum í Hafnarfirði. Íbúðin leigist með öllum tækjum, ljósum og gardínum. Húsaleiga kr. 102.500 með hússjóð. Bankaábyrð. Lang­ tímaleiga. Uppl. í s. 895 2463. Til leigu 3ja herb. 97 m² íbúð í Kríuási. Húsaleiga kr. 134.000 m/hússjóði. Leigist með ís skáp, uppþvottavél. Bankaábyrgð. Lang­ tímaleiga. Uppl. í s. 895 2463. óskast Óska eftir velmeðfarinni notaðri 1/1 fiðlu, á sanngjörnu verði, handa ungum nemanda. Uppl. í síma 898 2608, Hans. Óska eftir að kaupa rafmagnspíanó, vinsamlegast hafa sam band við Þórunni 692 6772 eða Kalla 695 1001. til sölu Sófasett til sölu, 3ja og 2ja sæta sófi og stóll ásamt sófaborði. Uppl. í s. 565 4541. þjónusta Heimilistækjaviðgerðir. Geri við þvottavélar og fl. heimilistæki. Kem í heimahús. Sama þjónusta um helgar. Uppl. í s. 772 2049. Hrukkustraujárnið. Hefur slegið í gegn á Íslandi. Vinnur á fínum línum, hrukkum og öldrun húðar­ innar. Munur eftir aðeins eina meðferð. Uppl. Kidda 899 2708 Pétur 899 2740. Haustbón. Tek að mér að þrífa og bóna fyrir haustið. Aðeins tvo verð, 2500 fyrir fólksbíla og 3500 fyrir jeppa. Er í Norðurbænum. Trausti s. 693 1706. Kenni postulínsmálun. Valgerður Sigfúsdóttir s. 565 3349 og 821 1941. Hvað viltu vita um ástina, fjármálin og heimilið? Fjarspá er málið og hún virkar. Ég hef margra ára reynslu af fjarspá og tarotlestri almennt. Er spámiðill og heilari. Þú pantar spá á tarot@simnet.is með nafni og fæðingardegi. Hver spá kostar 3.000 krónur. tapað - fundið Týndi vínrauðum Nokia samlokusíma í nágrenni við Lækjarberg/Lindarberg í sumar. Finnandi vinsamlegast hafið samband í 565 4278. Nýju Mongoose Rockadile 20“ barnareiðhjóli (hvítu og bleiku) var stolið úr Erluásnum 27. júlí sl. Skr.nr. SNMNG10A90698. Uppl. í síma 820 5958 ef þið sjáið eða verðið vör við hjólið. Hulda. Hann Lilli okkar slapp út þann 4. sept. í Áslandinu. Ef þið sjáið hann viljið þið vera svo væn að hringja í s. 899 2036 eða 587 4383. Þú getur sent smáauglýsingar á a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ða h r i n g t í s íma 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Fallegir legsteinar á góðu verði Legsteinar ehf Gjótuhrauni 8, Hafnarfirði sími 822 4774 Trúlofunarhringar sérsmíði • viðgerðir Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c Hafnarfirði Leikskólinn Stekkjarás var opnaður þann 8. september 2004 og er því orðinn sex ára. Stekkjar ás er einn stærsti leik­ skóli landsins með 8 deild um og 172 nemendum. Leik skóla­ stjóri er Alda Agnes Sveins­ dóttir og aðstoð arleik skóla stjóri er Guðný Anna Þór eyjardóttir. Leikskólinn starfar eftir starfs­ að ferðum Reggio Emilia þar sem áhersla er lögð á skapandi og gagnrýna hugsun og lýðræði. Einkunnar orð Stekkjaráss eru „Hugmyndir barnsins ­ verkefni dagsins“ Við leikskólann starfa rúm­ lega fimmtíu starfsmenn og eftir því sem leikskólinn eldist eykst stöðugleiki í starfs manna­ hópnum. Á fyrsta starfs manna­ fundi á haustin ár hvert eru veittar viðurkenningar til þeirra sem starfað hafa við leikskólann í þrjú og fimm ár. Á þriðjudaginn var fyrsti starfsmannafundur haustsins og fengu 17 starfsmenn viður­ kenn ingu. Auk þeirra starfs­ manna sem fengu viðurkennigu núna þá eru margir sem unnið hafa við leikskólann í fjögur ár og aðrir sem hafa starfað í Stekkjarási frá opnun hans. Hlutfall reynslubolta í starfs­ liðinu fer því stöðugt hækkandi sem óneitanlega eflir leik­ skólann sem menntastofnun að sögn Öldu Agnesar leikskóla­ stjóra. Starfsaldri hampað í Stekkjarási Í anda Simon & Garfunkel Stebbi og Eyfi verða með tónleika í Hafnarborg Eyjólfur Kristjánsson Stefán Hilmarsson Við byrjum laugardaginn 11. september Íþróttaskóli FH Nánari uppl. á: www.fh.is Jón Adolf sýnir Jón Adolf opnaði sl. laugar­ dag sýningu á útskurðarverkum sýnum í Steinsmiðju Hafnar­ fjarðar að Kaplahrauni 5. Sýningin nefnist „Andstæður en Jón Adolf er meðal þekktustu tréútskurðamanna landsins. Hann hóf útskurðarnám hjá Hannesi Flosasyni en hefur svo stundað nám og starfað í Eng­ landi og á Ítalíu. Á sýningunni má sjá verk bæði úr tré og steini. Sýningin stendur til 8. októ ber nk. en opið er alla virka daga kl. 10­17. www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.