Prentneminn - 01.02.1960, Side 1

Prentneminn - 01.02.1960, Side 1
Blað Prentnetnafélagsins í Reykjavík. Prentneminn 1. töhiblað. — 7. árgangur. — Febrúar 1960. * Ritnefnd: Björn Bragi Magnússon. Jóhann Vilberg Arnason. Eyjólfur Sigurðsson: Verkleg kennsla í skólum Flutt á 17. þingi l.N.S.l. í október síðastl. Við iðnnemar erum áreiðanlega sammála þ\'í hve nauðsynlegt er að sem flestar iðngreinar hafi starfandi svokallaða fagskóla eða verknámsskóla. I’etta þarfa mál hefur nú loksins fengið nokkurn byr undir vængi. beir iðnnemar eða iðnaðarmenn sem hafa viljað fræðast um iðngrein sína meira en það sem þeim er kennt við námið, hjá því fyrirtæki eða meistara sem þeir stunda námið, verða oft- ast að fara af landi burt og stunda nám við erlenda fagskóla, og þá að kosta sig sjálfir. Nú er þetta mál nokkuð komið áleiðis, þar sem tvær iðngreinar, prentarar og rafvirkjar, hafa komið á vísi að verknámsskóla, sem nú hafa starfað í tvo vetur. Einnig munu málarar hafa starfandi einhvers konar fagskóla, en ég veit ekki hve t'íðtækt starfssvið hans er. Ég var nú svo heppinn að komast í fagskóla prentnema, Prentskólann, og hef stundað nám við hann í tvo vetur, eða þann tíma sem hann hefur starfað. Það hefur víst áður verið rætt um Prentskól- ann hér á þingi hjá Iðnnemasambandi íslands, eins og kom fram í fundargerð 16. þings sam- bandsins, og ætla ég ekki að fara að rekja það hér hvernig sá skóli er starfræktur. En ég get upplýst ykkur um það, að þá innsýn sem ég fékk í iðngrein mína, með því að stunda nám við Prentskólann hefði ég aldrei fengið á vinnu- stað. Þetta hugsa ég að fleiri iðnnemar, sem hafa stundað nám við Prentskólann og verknámsskóla rafvirka, geti verið mér sammála um. Það er mikill munur að vinna rólega og fá að hugsa um verkið og hafa kennara, sem ekk- ert gerir annað en að reyna að fræða og sýna nemanum hvernig verkið verði bezt unnið, en það er einmitt það sem getur gert iðnnemann að góðum iðnaðarmanni að loknu námi. Það vill oft vera erfitt að stunda nám þar sem iðn- neminn er aðeins látinn vinna eins hratt og og mögulegt er til að skapa atvinnurekandanum auknar tekjur. Það væri ekki óeðlilegt að hið opinbera reyndi að flýta fvrir því að sem flestir verknámsskólar vrðu starfræktir í sem flestum iðngreinum. Til þess að þjóðin geti eignast góða iðnaðar- Framh. á 3. síðu. Eyjólfur Sigurðsson, varaformaður 1. N. S. í. PRENTNEMINN 1

x

Prentneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.