Prentneminn - 01.02.1960, Blaðsíða 3

Prentneminn - 01.02.1960, Blaðsíða 3
voru samþykkt lög fyrir sambandið. Félögin sem að stofnþinginu stóðu voru: Prentnemafélagið í Reykjavík, Félag járniðnaðarnema, Félag pípu- lagninganema, Félag bifvélavirkjanema og Félag rafvirkjanema. Fvrsta stjórn sambandsins \rar kjörin, og var bún sem hér segir: Formaður Oskar I Iallgríms- son, varaformaður Sigurður Guðgeirsson, ritari Egill Hjörvar, gjaldkeri Kristján B. Guðjónsson, meðstjórnandi Sigurgeir Guðjónsson. Sambandsstjóm hóf þegar í stað handa um stofnun nýrra iðnnemafélaga, og áður en fimm mánuðir voru liðnir, voru tíu ný félög gengin í sambandið. Atta af þeim voru ný en tvö höfðu verið stofnuð áður en sambandið var stofnað, þau voru Iðnnemafélag Vestmannaeyja og Félag iðnnema á ísafirði, en hin voru Félag hárgreiðslu- og kvenhattaranema, Félag húsasmíðanema, Fé- lag húsgagna- og bólstraranema, Félag málara- nema, Félag múraranema, Iðnnemafélag Akra- ness, Iðnnemafélag Keflavíkur og Iðnnemafélag Akureyrar. Hér hefur verið rakið lauslega tildrögin að stofnun Iðnnemasambandsins og þeir einstakl- ingar og þau félög, er mestan þátt áttu að stofn- un þess. Að lokum vil ég óska Iðnnemasam- bandi íslands allra heilla á þessum tímamótum. Áðalfundur Aðalfundur Prentnemafélagsins í Reykjavík var haldinn fimmtudaginn 28. jan. 1960. Kosið var í stjórn og nefndir og fór kosning sem hér segir: Form.: Jóhann Vilberg Arnason, Alþýðuprentsm. Varaform.: Flreinn Pálsson, Gutenberg. Gjaldkeri: Sigurður Karl Magnússon, Hólum. Ritari: Birgir Vilhemsson, Ingólfsprent. Meðstj.: Ásgeir Gunnarsson, Hólum. V arastjórn: Bragi Garðarsson, Eddu. Víðir Þorgrímsson, ísafold. Endurskoðendur: Baldur Garðarsson, Eddu. Sveinbjörn Björnsson, ísafold. Varaendurskoðandi: Jóhannes Jónsson, Odda. Skemmtinefnd: Forstcinn Björnsson, Steindórsprent. Baldur Garðarsson, Eddu. Félagsheimilisnefnd: Hreinn Pálsson, Gutenberg. Jóhann Vilberg Árnason, Alþýðuprentsm. Ferðanefnd: Bragi Garðarsson, Eddu. Ritnefnd: Björn Bragi Magnússon, Gutenberg. Jóhann Vilberg Arnason, Alþýðuprentsm. Verkleg kennsla í skólum Framh. af 1. síðu. menn og íslenzkur iðnaður geti orðið samkeppnis- fær við iðnaðarframleiðslu annarra þjóða, þurfa íslenzkir iðnaðarmenn að fá fullkomna kennslu, og þá fyrst og fremst verklega kennslu. Við höf- um hér á íslandi aðal undirstöðu iðnaðarins, raf- orkuna. Þó svo að hún sé ekki orðin nægileg ennþá, þá er hún alltaf að aukast. Þó svo að við séum ekki ríkir af hráefnum, þá getum við flutt þau inn og unnið þau að fullu, eins og svo margar aðrar þjóðir gera. En til þess að geta orðið iðnaðarþjóð á við aðrar þjóðir, þurfum við að mennta okkar iðn- aðarmenn það mikið, að við getum framleitt iðnaðarvörur, sem við getum verið hreyknir af og boðið fram á heimsmarkaðinum við hliðina á framleiðslu annarra þjóða. íslenzkur iðnaður er ekki og hcfur ekki verið eins framarlega og hann gæti verið, en hann mun verða það ef okkar iðnaðarmenn fá tækifæri til að nema af þeim þjóðum sem eru okkur fremri. Væri ekki hægt að kosta menn til náms erlendis í sem flestum iðngreinum á sumrin, og á veturna gætu þessir sömu menn kennt iðnnemum við íslenzka fagskóla? Þetta tel ég að mundi verða til bóta fyrir íslenzka iðnaðarmenn. En til þess að svo geti orðið verðum við að stuðla að því fyrst, að sem flestir fagskólar verði látnir taka til starfa. Því fleiri fagskólar því fleiri betri iðnaðar- menn til bóta fyrir okkur og þjóðina í heild. PRENTNEMINN 3

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.