Prentneminn - 01.02.1960, Blaðsíða 4

Prentneminn - 01.02.1960, Blaðsíða 4
Vinsœll dœgurlagasöngvari Sigurdór Sigtirdórssun. Björn Brctgi: Jón S. Bergmann Ég býst ekki við að margir vkkar kannist við Jón Sigfússon Bergmann, cn hann er einn af betri hagyrðingum þessarar aldar. I lann var lengi sjómaður, cins og mörg ljóð hans sýna, og drykkjumaður var hann mikill, eins og skáldum er títt. Lengst af ævi sinnar hjó hann í Hafnarfirði. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Prentneminn birtir hér tvær af kunnari stök- um lians: Ef mér falli flónin spá fyrir svall og liroka, Bákkus varla þrýtur þá, þegar allir loka. Hinn vinsæli dægurlagasöngvari, Sigurdór Sigurdórsson, er pentnemi eins og ykkur mörg- um er kunnugt. Jafnframt söngnum hefur hann samið íslenzka texta við dægurlög og hafa þeir orðið mjög vinsælir, meðal annars gerði hann íslenzka textann við lagið Marína, sem allir þekkja. Hann mun syngja með hljómsveit Svavars Gests á árshátíðinni föstudaginn 19. febrúar, og ef að venju lætur, mun honum verða vel fagnað. r--------------------------------------- Árshátíð verður haldin í Sjálfstæðishúsinu föstu- daginn 19. febrúar 1960 kl. 9 e. h. Hljómsveit SVAVARS GESTS leikur. SIGURDÓR SIGURDÓRSSON syngur. Iðnnemar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Prentnemafélagið í Reykjavík. I'álag járniðnaðarnema, Reykjavík. V_______________________________________y ,,Hjá mér skaltu biðja um byr“, Bakkus snjallt að kveður: ,,Þér eru alltaf opnar dyr, ef að kalt er veður". FRÁ RITNEFND: Nú hefst að nýju með þessu blaði útgáfa „Prentnemans". En útgáfa hans hefur legið niðri um tíu ára skeið. Við sem erum í ritnefnd vilj- um engu lofa um framhald, en að sjálfsögðu vonum við að okkur reynist kleyft að halda áfram útgáfu hans, og að hún megi verða til þess að efla félagssamtök prentnema. Lögregluþjónninn: Þér segið að hjólinu vðar hafi verið stolið í gærkveldi — var ljósker á því? Maðurinn: Nei. Lögregluþjónninn: Var bjalla á því? Maðurinn: Nei. Lögregluþjónninn: Þá eigið þér að borga 25 krónur í sekt. Setning: Alþýðuprentsmiðjan. — Prentun: Hólar. 4 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.