Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 4

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 4
Strandhögg prentnema í Borgarfjörð Dagana 28. og 29. júní s.l. efndi Prent- nemafélagið til allmikJllar reisu í Borg- arfjörð og nágrenni hans. Að mínum dómi var þátttaka félagsmanna ónóg og ber að harma það. Með þessum línum skal ekki kasta steinum til Jreirra, sem lieima sátu, lield- ur skýrt frá flakkinu í lielztu dráttum og sýna með því heimsetumönnum þá virð- ingu að lifa með ökkur í huga sínum ferðalagið á pappírnum. Einnig hafa nokkrir ferðálanganna innt eftir, hvernig þetta ferðalag hafi verið, hvort við liefð- um farið á einn stað eða annan. Laugardagurinn 28. rann upp og í morgunljómanum var lagt af stað. Um átta-leytið var samankominn við Félags- heimili H.Í.P. liópur af svartlistarsonum og gestum þeirra. Misjafnlega mikill far- angur fylgdi hverjum og einum eins og gengur og gerist og sumir komu bara með s'kólatöskuna með sér. Alls urðum við 20, sem lögðum af stað kl. hálfníu, sprellfjörugur hópur án kvenfól'ks. Mik- ill ferðahugur rí'kti og almennur áhugi kom þegar fram um að kannaðir skyldu allir merkir staðir þar sem farið væri um. Þegar ekið var út ofanverðan Laugar- dal gjörðust menn ólmir að kanna pen- ingagjá þá liina miklu, sem eimað brunn- vatn (sumir nefna mjólk) hefur að geyma og víðfræg er. Er þar skemmst frá að segja ,þegar haldið var frá peningagjá þessari, þá höfðu velflestir laugað sig brunnvatni lífs og blóma með meiru. Enda þótt margir liefðu viljað dvelja þar 'um aldur og ævi, þá urðu menn á eitt sáttir og héldu áfram út úr henni Reykja- vík. Eftir miklar bollaleggingar leiðsögu- manna og ökuþórsins þá var haldið í vest- urátt og ekið þangað til við 'komum að Laxá í Kjós. Eengu allir rólfærir menn sér þar frískt loft og yrjuðu grasrótina með veigum samkvæmisblöðrunnar. Haldið var aftur af stað og komið við í Hvalfjarðarskála og fengu lýðir sér pulsu og kók per. kjaft. Að loknum snæðingi var haldið beinustu leið á Dragháls. Veðr- ið umhleyptist úr góðu úrhellisrigningu sem lagðist svo þungt á suma að þeir lireinlega lögðust til svefns. í upphafi ferðarinnar var ákveðið að hádegisverð ætti að snæða í Hreðavatns- skála á sunnudeginum, en af óviðráðan- legum ástæðum var fallið frá því m. a. vegna tímaskorts. Næsti viðkomustaður var Reykholt og enn einu sinni voru málin rædd gaumgæfilega um breytta ferðaáætlun. Voru allir sammála um að fara um Húsafell til Borgamess og um kvöldið á dansleik á Hlöðum. Veðrið var nú orðið dágott og allir í bezta skapi, þótt engin kvenmannsvera væri með í ferðinni. Einn var svo bjartsýnn að liafa með sér gítar, en þegar til 'kom reyndist enginn kunna á hann, en þrátt fyrir það að engin hljóðfærasláttur væri, sungu menn við raust og auðvitað hver með sínu nefi. Var nú 'komið ofsafjör í mann- skapinn sem dalaði dálítið er að Hraun- og Barnafossum kom. Hjá Húsafelli var staldrað og kraft- 4 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.