Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 5

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 5
VARNi Varn Products Co. Inc. Vincent Von Zwehl stofnandi Varn Products VARN PRODUCTS INC. var stofn- að árið 1947, af Vincent von Zwehl, efnaverkfræðingi, sem starfaði lengi vel í prentvalsaverksmiðju í Banda- ríkjunum. Eins og gengur og gerist fékk verksmiðjan reglulega senda valsa til endurnýjunar. Von Zwehl blöskraði stundum ásigkomulag vals- anna og dró sínar ályktanir af því, þar sem hann vissi að framleiðsla verksmiðjunnar var fyrsta flokks og ætti ending valsanna að vera mun meiri en raun bar vitni. Við eftir- grennslanir komst hann fljótt að þeirri staðreynd, að meðferð vals- anna í prentsmiðjunum var í meira lagi ábótavant. Notuð voru alls kyns efni til þess að hreinsa valsana og dúkana, eins og bensín, „white- spirit“, acetone og margt fleira. Efni sem ekki eru beinlínis gerð til þess að varðveita viðkvæmar gúmmívörur til lengdar. Hvað þá hinar ýmsu hættur sem fylgja notkun þessara efna, eins og mikil brunahætta og þar að auki voru þau heilsuspillandi. Sem sannur vísindamaður fór hann að hugsa málið og komst að þeirri niðurstöðu, að það hlyti að vera hægt að finna efnablöndur til þess að hreinsa og varðveita valsa og dúka. Efni, sem væru örugg í notkun á tvennan hátt, þ. e. hreinsuðu vel og tiltölulega fyrirhafnarlaust án þess að skemma það sem hreinsa þurfti og varðveitti það í sínu upprunalega ásigkomulagi, og ekki hvað síst voru skaðlaus fyrir þann sem notaði þau daglega og reglulega. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Varn, og rannsóknar- og tilrauna- stofu fyrirtækisins tókst með árunum að framleiða margvísleg hjálparefni fyrir prentiðnaðinn og ávallt var höfð í fyrirrúmi krafan um gæði og öryggi. Þannig að gamall draumur Vincent von Zwehl varð að raunveruleika. Varn Products Co., starfrækir nú fjórar verksmiðjur í Bandaríkjunum, eina í Kanada og ein ný verksmiðja var reist í Bretlandi sl. haust og tók til starfa að fullu um áramótin 1983- 1984. Framkvæmdastjóri þessarar verksmiðju og aðalsölustjóri fyrir t. d. Bretland, Norðurlönd, ísland og Irland, Arthur C. Riley, hefur komið hingað til lands nokkuð oft, ekki eingöngu til þess að selja framleiðslu Varn verksmiðjanna, heldur einnig til þess að greiða úr tæknilegum spurn- ingum og vandamálum og er starfslið skrifstofu og verksmiðju Varn í Manchester ávallt reiðubúið til þess að svara spurningum á hverjum tíma, ef einhver sérstök vandamál koma upp, sem e. t. v. er ekki hægt að greiða úr hér hjá umboðsmanni Varn á íslandi. Með tilkomu þessarar verksmiðju er framleiðslan á mikil- vægustu hjálparefnunum komin inn í Efnahagsbandalagið, sem þýðir lægri aðflutningsgjöld (tolla), og þar af leiðandi lægra verð til notenda, t. d. hér á Islandi. Helstu framleiðsluvörur verksmiðj- anna eru hjálparefni fyrir valsa, dúka, rakavalsa, fontar, duft (óskað- leg), 100% gum framleitt eftir sér- stakri forskrift og þar að auki mörg önnur hjálparefni. I Evrópu falla allar efnavörur undir viss ákvæði (vegna hollustuverndar) um flokkun, pökkun og merkingu á hættulegum efnum. Varn Products hefur haft og hefur enn fulla sam- vinnu við EEC nefndina, sem fjallar um þessi mál, og eru öll efni, sem notuð eru í forskriftir fyrir Varn hjálpar- og efnisvörur samþykkt af EEC nefndinni. Varn Products Co. eru dálítið stoltir af því að samkvæmt EEC öryggis- og umhverfislögum er framleiðsla Varn talin öruggust í þessari sérstöku framleiðslugrein. Eins og nefnt hefur verið, er hluti framleiðslunnar hjálparefni fyrir valsa og dúka, og fontar. Fyrir valsana er t. d. Revitol, sem er djúphreinsandi og heldur völsunum mjúkum og varð- veitir þá. Revitol er m. a. notað til þess að endurlífga valsa, sem hafa verið meira eða minna vanræktir og eru orðnir „glerjaðir" (t. d. með white-spirit, bensíni eða öðrum jafn skaðlegum efnum). Litaskiptir 1 og 2 (Step 1 og Step 2) hefur valdið byltingu síðan það kom í notkun 1977. Ef valsar eru vel hreinir í upphafi t. d. nýjir eða eldri valsar hreinsaðir rækilega með t. d. Revitol og skolaðir með vatnsbland- anlegu liltölulega sterku „blanket wash“ eins og V-120, er ekkert mál að fara frá svörtu í t. d. gult vand- ræðalaust eftir nokkurra mínútna þvott. Dúkar þurfa ekki síður mikla um- hyggju en valsar ef þeir eiga að skila bestu prentun. Dúkur, sem er orðinn harður og glerjaður, skilar ekki farv- anum rétt frekar en valsarnir. Til daglegrar notkunar er heppilegast að nota vatnsblandanlegt „blanket wash“ eins og t. d. V-120 eða VWM, sem bæði eru vatnsblandanleg 25% og allt að 40%. Fyrir djúphreinsun er notaö SRR eða Revitol. (Hið síðar- nefnda verður alltaf að þvo af fyrir notkun meö t. d. V-120 eða Step 2.) Revitol er frábært til þess að varð- veita dúka í geymslu. Það er borið á dúkinn og hann hengdur upp. Revitol varðveitir dúkinn um langan tíma. Þegar þarf að nota hann, er hann þveginn með t. d. V-120 eða Step 2. Árið 1974 var búið að fullþróa TOTAL font. í eina tíð var það þannig að það þurfti að blanda fonta með þó nokkurri fyrirhöfn (eftir að- stæðum). Total leysti vanda margra og hefur reynslan sýnt að þessi fontur er vandræðalaus og auðveldur í notkun. Fyrir smá-offset hefur Varn nú komið með það nýjasta í þeim efnum, „Pressmaster“, sem leysir „Super - Lane“ af hólmi, en hann reyndist þó mjög vel. Það væri og langt mál að telja upp öll þau hjálparefni fyrir prentiðnað- inn, sem eru framleidd af Varn, en verksmiðjan framleiðir ekkert annað en hjálparefni fyrir prentiðnaðinn, það er hennar sérgrein og vegna þessarar starfsemi og stanslausra til- rauna og markviss ásetnings Vincent von Zwehl efnaverkfræðings og hans fyrirtækis, að framleiða aðeins það besta og öruggasta fyrir prentiðnað- inn, er Varn Products leiðandi fram- leiðandi á þessu sviði. Hilmar Bcndtscn. PRENTNEMINN 5

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.