Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 12

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 12
Nýjungar frá Compugraphic Heimilistæki kynnir MCS setningartölvurnar 8200, 8300 og 8400 THERE'S STILL TIME TO ADD UP TO $1500 TO THIS YEARS PROFIT PICTURE •«>U M. locr txrmauxr. a tolt UU ■ rjtr (teíac- **• froir. raut klnl twuoa ts • a MAOO. or Ji.no ■ TOU ca*« *our HOUSE SAVINGS Now tívat'a pooc' avníanc1 !■■■■■■ Stöðug þróun hefur átt sér stað á MCS setningakerfinu síðan Compugrapic kynnti það í maí 1981. Þróunin hefur einkum beinst inn á þrjár brautir en þær eru: Að notandi geti stækkað búnaðinn eftir þörfum án þess að hann þurfi að skipta honum algerlega út ef stækkunar er þörf. Að notandinn hafi úr sem mestum og bestum hugbúnaði (progrömmum) að velja. Hugbúnað sem auki afköst, jafnt í innskriftinni sem og í umbrotinu. Að gera búnaðinn auðveldan í notkun þannig að starfsfólk sé fljótt að tileinka sér þá möguleika sem í boði eru. Eins og allir vita er mjög dýrt og taf- samt að þurfa að skipta algjörlega um búnað þegar stækkana er þörf. Kostnað- araukinn kemur vafalaust mest fram í minni afköstum starfsfólks meðan á þjálf- unartíma stendur. Þjálfunartíma sem er enginn ef stækkað er innan MCS kerfi- sins. Það er sama hve smátt er byrjað og síðan stækkað að búnaðurinn kemur not- andanum alltaf eins fyrir sjónir og öll vinnsla er eins hvort sem unnið er á stóru eða litlu MCS kerfi. Allt áður innslegið efni sem er væntanlega til á diskettum gengur á milli hvaða MCS kerfis sem er. Hugbúnaður er orðinn einn veigamesti þáttur allra tölvukerfa. Compugraphic hefur komið með sjö útgáfur á síðastliðn- um tveim árum fyrir MCS kerfið. I síð- ustu útgáfu kom t.d. „Power Page” sem er mjög fullkomið umbrotskerfi fyrir bækur, blöð og ýmis smáverk. Hægt er með svokallaðri „Page” skipun að gefa upp breidd síðu, dýpt, staðsetningu á blaðsíðutali, kaflatali og útliti á kafla- skiptum. Pannig er hægt að brjóta um bækur í heilu lagi og skilar tölvan bókinni í endanlegu formi. XY staðsetningarkerfi auðveldar mjög staðsetningu texta innan síðu, hægt er að gefa upp x, y hnit á byrj- un á texta breidd, dýpt, lágmarks, æski- legasta, og mesta leyfilega línubil. Pannig að tölvan brjóti textann í svæðið með því að reikna út línubil sem er næst hinu æskilegasta marki. 12 PRENTNEMINN Nánari lýsing á MCS setningakerfinu 8200 setningarvélin. 8200 serían af Ijóssetningarvélum saman- stendur af tveimur gerðum, önnur með leturstærðir frá 5 til 36 punkta og hin 5 til 72 punkta. Hraðinn er sá sami eða 57.000 stafir á klukkustund. Mesta breidd setningarpappírs er 70 „pica” eða 12’ og fjöldi leturstærða 93 í hálfs punkts skref- um upp að 36 og eins punkts skrefum frá 36 til 72 punkta. Báðar vélarnar geta ver- ið með 16 lcturgerðir í einu. Hægt er að tengja átta skjái beint við 8200 setningar- vélar. 8300 setningarvélin. 8300 setningarvélin er ódýrasta crt setn- ingarvélin á markaðinum í dag. Setning- arhraðinn er 270.000 stafir á klukkustund eða 150 línur á mínútu. Vélin er með allt að 16 leturgerðir inni í einu. Fjöldi lct- urstærða er 136 í hálfspunkts skrefum. Mesta breidd setningarpappírs er 12’ eða 70 „pica”. 8300 setningarvélin gefur möguleika á því sem flestar crt setningar- vélar hafa, en það er að þjappa saman, breikka, hækka eða halla letrinu í allt að 30 á hvorn veg sem er. Leturgerðir eru á diskettum á digitalseruðu formi og eru allt að 16 leturgerðir á hverri. Hægt er að tengja allt að 16 skjái beint við 8300 setn- ingarvélina. 8400 setningarvélin. 8400 setningavélin er byggð upp af 8300 vélinni, aukinn hraði og fjöldi leturgerða skilur þær að. Setningarhraðinn er 325 línur á mínútu eða 540.000 stafir á klst. Standard hefur vélin 32 leturgerðir inni í einu en má fjölga þeim í 115.

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.