Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 17

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 17
 greina Þegar litmynd er unnin fyrir prentun liggur oft beinast við að litgreina frummynd ljósmyndarans. Algengast er að slík frummynd sé díapósitíf. Hægt er að litgreina litnegatíf, en það er óhentugra og sjaldan gert. Með þróun og auknum gæðum á ljós- myndavörum hafa opnast nýir mögu- leikar hvað varðar litgreiningu á ljós- myndum. Þessir möguleikar felast í því að nota svokallaðan „orginal nr. 2“ (second genaration orginal), til að litgreina eftir. Helstu aðferðir við gerð orginals nr. 2 eru eftirfarandi: Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hentugra sé að litgreina eftir orginal nr. 2. Þær eru helstar eftirfarandi: 1) Varðveita má frummyndina án þess að eiga á hættu að hún skemmist í meðferð eða tapist. Þetta á sérstak- lega við þegar sama frummyndin er notuð aftur og aftur í mismunandi til- gangi. 2) Ef litgreina á margar myndir úr ýmsum áttum og á mismunandi film- um getur verið hagkvæmt að búa til orginala nr. 2 og um leið samræma liti og tóna. 3) Ef orginal nr. 2 er stækkun eftir frummyndinni getur verið auðveldara að skoða og sýna myndina. Auk þess getur öll vinna við myndina, t.d. möskun, litun (airbrush), samkóper- ing eða skeyting verið auðveldari. Ofangreindar ástæður fyrir notkun orginals nr. 2 eru um leið kostur þeirra. Hvaða aðferð er best að nota fer eftir tegund hvers verkefnis fyrir sig. Þó er reynslan sú að menn velji aðferðina af gömlum vana frekar en af tæknilegum ástæðum. T. d. hafa margir efast um árangur að stækka skyggnur á pappír. Það er þó stað- reynd að þetta er hægt með góðum árangri og fer notkun þessarar að- ferðar vaxandi við auglýsingagérð. Kostir þess að nota pappírsstækkun sem orginal nr. 2 eru t. d. eftir- farandi: 1) Hægt er að staðla myndir fyrir prentun á ákveðnu verkefni. Þetta á ekki eingöngu við hvað varðar stærð, heldur einnig liti, tóna og tegund litarefna í ljósmyndun. Slíkt getur sparað óhjákvæman tíma í uppsetn- ingu á scanner. 2) Gerð „layouts“ er auðvelduð. Hægt er að setja staðlaðar pappírs- myndir þannig upp að innbyrðis af- staða og stærð þeirra sé rétt og lit- greina þannig heilu blaðsíðurnar eða jafnvel nokkrar blaðsíður í einu. Þetta getur sparað mikinn tíma við skeytingu á litgreindum myndum. 3) Það er auðveldara að meta mynd sem hefur verið stækkuð í þá stærð sem hún á að prentast í, eða stærri. Þannig getur viðskiptavinurinn fengið betri hugmynd um hver loka útkom- an verður og gert ráðstafanir til að breyta-því sem hann kýs, áður en lit- greining fer fram. Notkun orginals nr. 2 leysir auðvitað ekki vandann við að prenta litmynd vel, heldur flytur hluta af vandanum yfir á fyrra stig í prentferlinum. En á því stigi getur verið ódýrara og auð- veldara að gera einhverjar breytingar sem þörf er á. Helsti ókostur þess að nota orginal nr. 2 er kostnaðurinn við gerð hans. Þetta er þó aðeins ókostur þegar sparnaðurinn við notkun hans vegur ekki þyngra á metunum. Tap á gæð- um á ekki að þurfa að eiga sér stað ef orginal nr. 2 er vel unninn. Eitt- hvert tap á skerpu vegna aukastigs í ferlinum er í flestum tilfellum ekki sjáanlegt í prentun. Auk þess má auka skerpuna, með nútíma scanner tækni. Reykjavík, febrúar 1984 Einar Erlendsson. PRENTNEMINN 17 FRUMMYND ORGINAL NR. 2 LITNEGATÍF STÆKKUN Á PAPPÍR STÆKKAÐ DÍAPÓSITÍF DÍAPÓSITÍF DUBLIKAT STÆKKUN (MINNKUN) Á DÍAPÓSITÍF

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.