Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 26

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 26
mjög hröð negativa sem þarf að vinna með í rauðu ljósi. HVERS VEGNA RAFGREJNING, (ANODISERING) Upprunalega voru allar offsetplöt- ur alveg sléttar og glansandi og var Fyrstn álplötunar Burstaðar álplötur (crao) Burstaðar og rafgrcindar álplötur (craa) þá mjög erfitt að halda jafnvægi milli prentlitar og vatns, bæði þurfti að stilla prentvél mjög nákvæmlega og stöðugt þurfti að fylgjast með henni, einnig hélst vatn mjög illa á plötun- um og oxideruðust þær mjög fljótt. Til þess að leysa þetta vandamál voru plöturnar gerðar hrufóttar með því að bursta þær með stálburstum og jókst þá yfirborð plötunnar um 50%. Þessar burstuðu plötur urðu til þessa að létta vinnu prentarans mikið, því við að auka yfirborðið jókst festan bæði fyrir prentliti og vatn; varð miklu auðveldara að halda jafnvægi milli prentlita og vatns. Gömlu CRAO voru með þeim fyrstu með þeim eiginleikum, en CRAA platan í nýja Copyrapid kerfinu er þar aó auki rafgreind. En með rafgreiningu er hægt að auka yfirborð plötunnar ennþá meira. Yfirborð plötunnar verður þá sem kallað er stundum kornað. Vatnið helst þá alltaf í yfir- borði plölunnar og minnkar þá vatnsgjöf. Einnig myndar rafgreining varnarlag á móti oxideringu, þannig að prentarinn getur stoppað í margar mínútur án þess að það sé nauðsyn- legt að „gumma“ plötuna. Þar að auki herðir rafgreiningin plötuna og hefur hún þá meira viðnám gegn sliti frá völsum og gúmmídúk. Prent- myndin situr miklu fastar í afgreindu yfirborði plötunnar sem þýðir að hægt er að prenta stærri upplög. Reynslan hefur sýnt það að hægt er að prenta 10-20.000 eintaka upplag án lökkunar en með lökkun er hægt að prenta yfir 50.000 eintaka upplag. SAMANTEKT Tíminn við vinnslu nýju Copyrapid CRAA plötunnar tekur aðeins þrjár mínútur frá fyrirmynd til prentplötu. Styrkleiki er 10.-20.000 eintaka upp- lag án lakks og yfir 50.000 með lökkun. Hægt er að fá prentplötur í stærðinni allt að 740x1100 mm. Þykktin er 0.13 mm í stærðinni allt að A3 og 0.20 mm þar yfir. Verkefni sem CRAA hentar fyrir eru svart/hvít vinna með texta og myndum (40 I/cm net) þessi vinna er ca 60-70% af þeirri vinnu sem fram- kvæmd er. Af þessu má sjá að Copy- rapid Offset hentar í allar prentsmiðj- ur. Þ. B. co/Ásgeir Einarsson h. f. PRENTLITIR VÉLAR OG TÆKI Um 50 mismunandi litir yfirleitt fyrirliggjandi svertur fyrir flest öll verkefni margs konar hjálparefni lakk og hvítur og seinast, en ekki síst Gæði ÞAÐ Efí ÞVÍENGIN TILVILJUN, AÐ VANDLÁ Tlfí PfíENTAfíAfí VELJA PfíENTLITI FRÁ HOSTMANN STEINBERG Fyrir prent og bókbandsiðnaðinn, frá þekktum framleiðendum eins og til dæmis: MILLER JOHANNISBERG - PRENTVÉLAR ATF DAVIDSON -PRENTVÉLAR TIMSON - RÚLLUVÉLAR MÚLLER- MARTINI -BÓKBANDSVÉLAR STAHL - BROTVÉLAR OG ÞRÍSKERAR SCHNEIDER SENATOR - SKURÐARHNÍFAR BECK - PÖKKUNARVÉLAR og margt fleira. Getum einnig útvegað notaðar vélar frá áreiðanlegum aðilum. Leitið nánari upplýsinga. A. P. Bendtsen h/f Boihoiti 6. Sími 32030 26 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.