Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 28

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 28
CRTroníc Litla vélin með mikiu möguleikana Fyrir um það bil þrem árum kynnti Margenthaler Linotype GmbH fyrst CRTronic, þ.e.a.s. CRTronic 100, á þeim, tiltölulega stutta tíma sem síðan er liðinn hefur vélin þróast afar hratt og gerð- irnar sem nú eru til af vélinni eru orðnar fimm: CRTronic 100, 150, 200, 200N og nú 300 sem er nýjasti meðlimur CRTronic fjölskyldunnar. En hvað er það sem felst í númerunum 100, 150, 200, 200N og 300. CRTronic 100 var vélin sem var frumherji þegar talað er um svokallaðar CRT (Cathode Ray Tube) í vélum sem kalla má stak- ar setningarvélar (direct input) og byggðar voru fyrir þarfir smærri prentfyrirtækja. CRTronic 150 kom fram næst og með henni var aukinn setningarhraðinn um helming. A hana er hægt að setja í stærðunum frá 4-72 punkta í þrepum pt. þrepum svo raunveru- lega er hægt að fá 1820 leturstærðir úr CRTronic 300. Öll letur má „draga saman” og „þenja út” og eins er hægt að halla öllum letrum og fá þannig ská- letur. CRTronic 300 gefur mögu- leika á að vera með 32 til 48 letur til notkunar og ekki má gleyma því að LINOTYPE á stærsta letursafn í heimi og er hægt að velja úr yfir 1500 letrum og 10.000 auka- táknum. Resolution (strikafjöldi á fersentimetra) er í þrem mismunandi styrkleikum 250, 500, og 1000 allt eftir óskum setjarans. Venju- lega vinnur vélin á 500 I/ pr cm2. sem nema einum tíunda úr punkti. Þetta er töluvert þróunarskref frá CRTronic 100 sem ein- ungis komst í 36 punkta letur. Gerð ýmissa strikaforma og umbrotsmöguleikar eru ótrúlega miklir og var þetta algjör bylting fyrir prentsmiðjur. CRTronic 200 tekur við af CRTronic 150 og er með gríðarlega stórt minni. Tölvan sem stjórnar setningarforritinu er 512 KB. Með þessu minni opnuðust nýir möguleikar á geymslu forrita og letra. Á CRTronic 200 eru not- aðir diskar sem á er ritað beggja megin og getur hver diskur geymt 320.000 stafi í stað 160.000 í 150 vélinni. KERFISKJARNINN Síðastliðið haust var svo CRTronic 300 kynnt á IFRA í Amsterdam. Hún er byggð sem móðurvél fyrir allt að þrjár útstöðvar (terminals) sem allar geta haft beinan aðgang að setningarhlutanum í CRTronic 300. Þannig að með 300 vélinni er komið kerfi þar sem tengingar- möguleikar eru orðnir nær ótakmarkaðir. Á CRTronic 300, hefur minnið verið stækkað um helming frá því sem er í 200 vélinni eða í 1024 KB. LINOTYPE býður eig- endum eldri véla uppá pakka þar sem hægt er að breyta eldri vélum þannig að þær nái getu CRTronic 300 í öllum þáttum er að setningarforritum lítur. MIKLIR LETUR- MÖG ULEIKAR Leturstærðar möguleikar eru frá 4 til 186 pt. í 1/10 28 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.