Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 32

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 32
KODAK PMT II Á síðasta ári kynnti KODAK línu í samlokuframköllun frá KODAK, línu sem tekur við af kodak pmt samloku- pappír og KODAK Instafax samlokupappír og — plötum. Nýja línan heitir KODAK PMT II og sameinar gömlu PMT og Instafax línuna í eitt endurbætt kerfi, þar sem einungis er notaður einn framköllunarhvati, PMT II aktivator. Notast hann á hvort heldur sem er venjulegan samlokupappír, reversal pappír, glærur og offsetplötur (pappírsstensla og álplötur). Meginkostir hinnar nýju PMT II línu eru: • Einn framköilunarhvati fyrir alla línuna. 0 Hlutlaust svart og þétt letur á öllum gerðum recei- ver pappírs, engin bronz slikja. 0 Þrjár gerðir receiver pappírs; mattur, glansandi og mattur — þunnur í sömu þykkt og KODAK RC ljóssetningarpappír. • Stór-endurbættur re- versal pappír, sem gengur í sama vökva, en áður þurfti sérstakan vökva fyrir hann. 0 Endurbættur pappírs- stensill sem gefur mögu- leika á mun lengri prentun en áður, eða allt að 2-3000 eintökum eftir hverjum stensli. PMT II línuna er hægt að framkalla í flestum gerðum samlokuframköllunarvéla og gefur framköllunarhvat- inn, PMT II activator, bestan árangur við hitastig 16-29 C, (65-80 F). Æski- legur tími áður en samlok- unni er flett í sundur eru 35-40 sekúndur. KODAK PMT II samanstendur af eftir- farandi: 1) KODAK PMT II Negative Paper sem notast með hvoru tveggja PMT II receiver pappír (3 gerðum) og PMT II prentplötum þegar lýst er í myndavél eða repromaster. 2) KODAK PMT II Negative Paper, Contact Speed, sem notast með hvoru tveggja PMT II Rec- eiver pappír (3 gerðum) og PMT II prentplötum, en aðeins þegar lýst er í con- tact ramma. 3) KODAK PMT II Reversal Paper, en hann þarf u.þ.b. fjórum sinnum lengri lýsingu en PMT II negativ pappír (projection speed). Eins og áður sagði, gengur hann í sama vökva og PMT II negatívi pappír- inn. PMT II Reversal pappír gengur með öllum tegundum af PMT II Rec- eiver, bæði glærum og pappír. Hann gefur hlut- lausan og þéttan svartan grunn án nokkurrar bronz- slikju. Hægt er að nota rasta fyrir allt að 100 línur pr. tommu. 4) KODAK PMT II Matt Receiver Paper sem er 0.006 in skilar þéttu, svörtu letri og fær ekki á sig bronz-slikju. Auðvelt er að skrifa á pappírinn. 5) KODAK PMT II Thin Receiver Paper er 0.004 in og hefur sömu eig- inleika og PMT II matt Receiver pappír, en er þynnri, eða í sömu þykkt og KODAK RC ljóssetn- ingarpappír. Er það sérlega 32 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.