Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 35

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 35
Hafa framleitt vélar fyrir prentiðnaðinn í 40 ár Eskofot AS í Danmörku er löngu heimsþekkt fyrir framleiðslu sína á tækjum fyrir grafíska iðnaðinn. Upp- hafsmaður fyrirtækisins og aðaldrif- fjöður fram til dagsins í dag er Böre Nielsen. Það var árið 1941 sem Niels- en hófst handa við tilraunir með ljós- kópíutæki. A þeim tíma tók 3 mínút- ur að gera kópíu og þurfti til þess 3 mismunandi vökva-böð. Síðan þetta var hefur orðið bylting á þessu sviði og á Eskofot ekki hvað minnstan þátt í því með framleiðslu sinni á Ijósrit- unar og stenslagerðarvélum. Nýlega gerði 3M í Bandaríkjunum samning við Eskofot um að framleiða þúsundir stenslagerðarvéla af gerð- inni Eskofot 1332 sem 3M mun selja í Bandaríkjunum. Eskofot framleiðir einnig mjög margar gerðir grafískra myndavéla, allt frá litlum vélum sem henta ákaf- lega vel fyrir auglýsinga og teiknistof- ur og upp í stórar vélar sem hæfa öllum stærðum prentiðnaðarfyrir- tækja. Flaggskipið í myndavélaflota Eskofot er 707 OL myndavélin, sem er alsjálfvirk tölvustýrð myndavél sem hentar mjög vel til hvort sem er strika- eða rasta-myndatöku. Eskofot framleiðir einnig fram- köllunarvélar fyrir samlokukerfi hvort heldur sem er fyrir mynda- eða prentplötugerð í þrem mismunandi stærðum. 865A og 842A eru Rapid access framköllunarvélar sem hægt er að nota hvort heldur sem er fyrir ljós- setningarpappír eða filmur. Méðal annars eru þær með sjálvirkan út- reikning á endurnýjun efna og valsa- og dælukerfið er afar fullkomið. Eskofot framleiðir einnig lýsingar- kassa sem sameina í einu tæki plötu- ramma,kópíubox og ljósakassa fyrir samlokjukerfi. Einkaumboð fyrir Eskofot á íslandi hefur ACO hf. Laugavegi 168.Reykjavík. PRENTNEMINN 35

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.