Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 38

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 38
MARKÚS JÓHANNSSON: Endurvinnsla Silfurs úr Fixer m/rafgreiningu Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt sé að nota filmur án silfurs. Og reynt að lækka þannig filmu- kostnaðinn. Filmuframleiðendur hafa einnig lagt sitt af mörk- um tii að finna ódýrari filmur með minna silfur- magni. Það eina sem hefur komið út úr þessu eru verri filmur, með minna silfri í. Hinsvegar eru til kontant filmur silfurlausar, framkallaðar upp úr am- moniak gufu, þarf við þetta sérstaka framköllunar- vél, gæði þessara filma eru hinsvegar ekki sambæri- leg við það sem við höfum vanist. Silfurvinnsla úr fixernum. Silfurvinnslutæki skilur silfrið frá fixernum og skilar 99% hreinu silfri til baka, með rafgreiningu. Það tæki sem ég þekki best til er frá HOPE og miða ég við það hér. En helstu atriði eru: Rafmagnseyðsla miðað við 1 kg af silfri: Low level 7,59 kwh (lengri hreinsunartími 9 gr silfur pr klst) high level 2,84 kwh (styttri hreinsunartími 20 gr silfur pr klst) Miðum við eitt kg af silfri kosti 12.000,- sem er nokkuð rétt. Hvað þarf ég þá mikið filmumagn til að borga niður silfurhreinsiútbúnaðinn, og hvað skilar það af sér. Silfurhreinsitæki frá HOPE kostar 11.135,-kr. Miðum við 35m2 (fermetra) af strikafilmu, en hún inniheldur 14 minna silfurmagns heldur en rastafilna. Af 35m2 af strikafilmu fáum við 1,25 gr pr 1 ltr af fixer. 50 lítr af fixer x 1,25 gr silfur= 62,5 gr silfur. Hreinsitími er 3,25 klst á high level Hreinsitími er 7 klst á low level. Til að finna út hvað við þurfum margar filmur til að fá eitt kg af silfri margföldum við 62,5 gr af silfri x 7ö0m2(fermetra) af filmu = 1 kg silfur. 160m2 af 100% ólýstri filmu þurfum við í eitt kg af silfri, í 50% Density af filmu þurfum við 240m2 af filmu, í 1 kg af silfri. í hverjum 100 blaða pakka 50 x 60 cm eru 30m2 til að fá 1 kg af silfri þarf 8 pakka af strikafilmu með 50% density. Allur þessi útreikningur er miðaður við strika- filmu, en ef við miðum við rastafilmu lækkar pakka- hlutfallið miðað við 1 kg af silfri. Þarf ca 800 lítra af blönduðum fixer í 1 kg af silfri. Þetta hlutfall er þó kannski ekki alveg rétt vegna þess að mjög misjafnt er hvað fixer endurnýjun er ör hjá viðkomandi prentsmiðju. Hið rétta er að miða silfurmagn við eyddar filrnur. í mörgum löndum er bannað að hella niður fixer, bæði vegna mengunar og einnig vegna þeirra fjár- muna, sem fara beint í niðurfallið og út í sjó. 38 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.