Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 2

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 2
Drög að bókbindaratali Á aðalfundi B. F. í. 1956 var samþykkt að hefja undirbúning að útgáfu bókbindaratals. Eyðublöð voru prentuð og send starfandi bókbindurum, en mjög slæmar heimtur urðu á þeim útfylltum. Siðan hefur ekkert gerzt í þessu máli annað en það, að þegar birtar hafa verið myndir af nýjum bókbindurum í blaðinu, þá hafa þær verið gerðar í sömu stærð, með það fyrir augum að nota þær seinna í útgáfu bókbindaratals. Þá var það í jan. s.l., að vakið var máls á því á stjórnarfundi í félaginu, hvort ekki þætti rétt að koma út bókbindaratali fyrir 60 ára afmæli félagsins á næsta ári. Mér var falið að tala við sérfróðan mann um málið og fékk ég þær upplýsingar, að líklega myndu fáir ættfræðingar taka þetta verk að sér, nema við værum sjálfir búnir að safna því sem hægt væri hjá starfandi bókbindurum. Málið virtist ætla að daga uppi á nýjan leik, en þá datt formanni félagsins það í hug að reyna að hefja söfnunina með þvi að gefa út eina örk og hefta hana inn í blaðið. Mörgum virtist þetta hollráð og málið fékk byr undir báða vængi. Mér reiknaðist til að um 65 nöfn myndu fylla eina örk og voru stafirnir a, b, e, f og g teknir fyrir og söfnunin hófst af fullum krafti. Miðað var við það, að ná sem flestum, sem höfðu fengið réttindi í bókbandsiðn, en einnig þeim, sem hafa haft bókband sem aðalatvinnu, eða stundað að einhverju leyti, þó ekki væri vitað hvort viðkomandi hefði réttindi, enda allt slíkt laust í reipunum fyrr á tímum. Þegar þessari söfnun er nú hætt hafa bætzt 22 nöfn við áðurgreinda upphafsstafi, svo þessi fyrsti hluti verksins telur 87 bókbindara og myndir fylgja 56 þeirra. Þessi tilraun er aðeins drög að bókbindaratali og er ætlast til þess, að félagar og aðrir sem það lesa sendi ritnefnd blaðsins það sem þeir vita betur eða komast að smátt og smátt, svo þaS verði birt í viðbæti viS taliS í næstu blöSum. ÞaS er mjög mikilvægt aS allir bókbindarar leggist á eitt með að gera þetta að sem beztu heimildarriti um bók- bindara fyrr og nú. Ég vil að endingu þakka öllum, sem lagt hafa hönd á plóginn og vona að það komist í framkvæmd í heild sem allra fyrst. Svanur Jóhannesson. Skammstafanir K. = kona. Ókv. = ókvæntur. k. h. = kona hans. bl. = barnlaus. H. n. = Hóf nám. bfpr. = burtfararpróf. 1. n. = lauk námi. gfrpr. = gagnfræðapróf. s. st. = sama stað. Hsk. = héraðsskóli. For.: = foreldrar. Trmr. = trúnaðarmannaráð. b. =bóndi. B. F. I. = Bókbindarafélag fslands.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.