Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 9

Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 9
Ritnefndin fór þess á leit við Ólaf að hann léti mynd af sveins- stykki sínu fylgja greininni og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Hann tók sveins- próf sitt í Danmörku. Olafur Tryggvason afturför í iðninni? Hér í Reykjavík munu hafa veriS, í byrjun þessa árs, 6 eða 7 bókbandsnem- ar, og er vonandi aS þeir verSi gerSir betur úr garSi en flestir þeir, sem send- ir hafa veriS í próf síSustu ár. ÞaS er ekki skemmtilegt starf aS vera í prófnefnd og fá í hendur til aS dæma um, svo léleg sveinsstykki aS jafnvel orki tvímælis aS hægt sé aS gefa fyrir þau lélega þriSju einkunn sem er 5 stig, eins og oft hefur komiS fyrir síSustu ár. ÞaS er orSin tilviljun ef kemur nemi, sem nær fyrstu einkunn, sem er 7,25. Hvernig færi fyrir þessum nemum ef þeir ættu aS taka próf erlendis, t. d. í Danmörku og glíma þar viS vandasöm- ustu sveinsprufu No. I A, sem er 2 bæk- ur, önnur venjulegt skinnband, djúpfals, þó glöttuS og ýrS sniS, hin alskinn, gyllt í sniSum, rúnnuS horn, skinnfals, mikiS gullskreytt utan og innan á báSum spjöld- um og á köntum, gyllt meS plötugulli, ekki púlver en í þess staS sérstök olía og stífelsisklístur. Og þarna er ekki um aS ræSa fyrstu, aSra eSa þriSju einkunn, annaShvort aS ná 2i stigi eSa falla. Tveir íslenzkir bókbindarar hafa tekiS þetta próf. ViS sem störfum í prófnefnd treystum því aS nám bókbandsnema fari batnandi eftirleiSis, en ekki versnandi eins og ver- iS hefur mörg síSustu ár. Varla mundu meistarar fella sig viS þaS aS nemar þeirra gengju tvisvar undir próf, en þaS er allt útlit fyrir þaS ef svo fer sem horf- ir. Piltarnir eru auSvitaS misjafnlega góS bókbindaraefni, og reynslutíminn aSeins 3 mánuSir og ef til vill ekki hægt aS sjá þá út á þeim tíma, því flestir sýna áhuga lengi framan af þó aS hann dofni kannski síSar. En hart er, eftir fjögra ára nám, aS ná aSeins 5 stigum, og þaS meS naum- indum og hlýtur þar aS vera um aS kenna lélegri kennslu, því ekki eru þessi sveins- stykki, svo vandasöm aS ekki sé hægt aS binda þau þolanlega á 12 dögum eftir svona langt nám. ÞaS væri einnig óskandi aS meistarar kenndu þeim aS nota plötugull. Þó aS þaS eigi kannski enga framtíS, þá fær handgyllari oft í hendur bækur bundnar í grjóthart skinn, grófhrufótt, sem ekki er hægt aS gylla meS fílettum og rúllu- gulli, en auSvelt meS plötugulli eftir aS þaS hefur veriS bleytt upp í eggjahvítu.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.