Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 21

Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 21
BÓKBINDARINN 21 þeir Helgi H. Helgason og Grétar Sigur6sson kosnir í bráðabirgða- stjórn Lífeyrissjóðs bókbindara af hálfu B.F.I., en fyrir bókbands- iðnrekendur eru í bráðabirgða- stjórninni Gunnar Þorleifsson for- maður Félags bókbandsiðnrekenda á Islandi og Hafsteinn Guðmunds- son prentsmiðjustjóri. Fimmti mað- í stjórninni er Guðjón Hansen tryggingafræðingur. Hlutverk þessarar bráðabirgða- stjórnar er, eins og segir í samn- ingnum, að semja reglugerð fyrir sjóðinn og hefur hún lokið því starfi að öðru leyti en því að ekki hefir náðst samkomulag um 6. gr. hennar, þar sem sagt er hvernig stjórn sjóðsins skuli vera skipuð. Vilja fulltrúar bókbands- iðnrekenda að hún verði skipuð á sama hátt og bráðabirgðastjórnin og fimmti maður hennar verði skipaður af hæstarétti, náist kki um hann samkomulag. Á þetta hafa fulltrúar B.F.I. hinsvegar ekki viljað fallast, og hefur stjórn félagsins verið sömu skoðunar. Telur stjórnin að líf- eyrissjóðurinn sé skilyrðislaust eign meðlima hans, þar sem þeir greiða til hans af launum sínum, og ekki sé annað hægt en líta á greiðslu vinnuveitenda í sjóðinn öðruvísi en sem hluta af vinnulaunum. Fyrir því beri meðlimum sjóðsins að hafa meirihluta í stjórn hans. Á framhaldsaðalfundi félagsins 1959 sem haldínn var 18. febrúar sl. var reglugerð sjóðsins samþykkt með smávægilegum breytingum að undantekinni umræddri 5. grein, en stjórn félagsins falið að leita samkomulags við stjórn Fé- lags bókbandsiðnrekenda og for- stjóra Ríkisprentsmiðjunnar Guten- bergs um stjórn sjóðsins. Lög og reglugerðir Eins og skýrt var frá í síðasta blaði Bókbindarans voru þeir Gret- ar Sigurðsson, Helgi H. Helgason og Tryggvi Sveinbjörnsson skipað- REKSTURS- og EFNAHAGSREIKNINGUR ALLRA SJÓÐA FÉLAGSINS Rekstursreikningur Tekjur: Iðgjöld, sveinar ...................... Kr. 46.896.00 Iðgjöld, stúlkur ...................... — 29.465.00 --------------- Kr. 76.361.00 Vextir ............................................... — 36.908.95 Kr. 113.269.9') Gjöld: Ymis reksturskostnaður . . . Kr. 10.102.60 Skattur til A.S.Í 2.776.50 Kostnaðuri við Bókbindarann . . . 4.634.86 624.70 Gjafir og styrkir . . . 5.133./0 Reksturshagnaður ... 89.997.59 Kr. 113.269.95 Efnahagsreikningur Eignir: Höfuðstóll frá fyrra ári ... Kr. 534.044.21 Reksturshagnaður ... — 89.997.59 Kr. 624.041.80 Skuldir: Félagssjóður .. . Kr. 236.487.55 Styrktarsjóður 196.269.28 Vinnudeilusjóður 83.109.97 Framasjóður 28.941.36 36 268 88 8 078 06 Kvennasjóður 34.886.70 Kr. 624.041.80 Reykjavík 5. jebrúar 1960 Helgi Hrajn Helgason (sign.) Undirritaðir hafa endurskoðað og yfirfarið reikninga B.F.Í. fyrir árið 1959, borið saman fylgiskjöl við bækur gjaldkera, talið verðbréf og peninga í sjóði og allt komið heim við bækurnar. Höfum við því ekkert við reikningana að athuga. 15. febrúar 1960 Einar Sigurjónsson Guðm. Þorkelsson (sign.) (sign.)

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.