Bókbindarinn - 01.07.1961, Page 2

Bókbindarinn - 01.07.1961, Page 2
2 BOKBINDARINN BÓKBINDARINN Útgefandi: BÓKBINDARAFÉLAG ÍSLANDS Ritnefnd: HELGI HRAFN HELGASON VIÐAR ÞORSTEINSSON SVANDR JÓHANNESSON ábyi-gðarmaður Prentun: PRENTSMIÐJAN EDDA H/F Myndamót: MYNDAMÓT H/F Nýr kjarasamningur SíSastliðinn mánuð hafa staðið yfir vinnudeilur um land allt og hafa nú flest verkalýðsfélög samið um 10—18% kaup- hækkun auk ýmissa fríðinda. B.F.Í. sendi kröfur sínar í lok maímánaðar s.l., en þær voru mjög svipaðar kröfum H.Í.P. B.F.Í. hafði samvinnu við prentara og var hún mjög góð. Viðræðufundir voru af og til allan júnímánuð og samkomulag náð- ist 5. júlí um eftirfarandi breytingar á samningi félagsins við vinnuveitendur. 1. Við 2. gr. Kauptaxtinn hækkar um 13%. Kaupliðirnir: Aðstoðarstúlkur, yngri en 16 ára falla niður, svo og 1. liður, stúlkur eldri en 16 ára. í stað 1 y2 ár komi 1 ár, i stað 5 ár kem- ur 3 ár og í stað 7 ár kemur 5 ár. Nem endur á 1. ári fái 35%, á 2. ári 40%, á 3. ári 50%, á 4. ári 60% af samningsbundnu kaupi sveina. — Kaup þeirra, sem vinna vaktavinnu, skal vera 5% hærra en að ofan grein- ir. — Ákvæði um verðlagsuppbót fellur niður. 2. Við 3. gr. Aukavinna greiðist með 100% miðað við 8 stunda vinnudag. % frádráttur skv. 10. gr. reiknast á sama hátt 100%. 3. Við 6. gr. í stað 25 ár kemur 21 ár. 4. Við 8. gr. Ákvæði um Lífeyrissjóð bókbindara verði orðuð um í sam- ræmi við breyttar aðstæður. 5. Við 10. gr. Við bætist: „ef um hálfa stund eða meira er að ræða á viku.“ Samkomulag er um það, að á samn- ingstímanum fari fram viðræður milli samningsaðila um fyrirkomulag á greiðslu veikindadaga skv. 7. gr., enn- fremur athugun á því. hvort hagkvæmt mundi vera að taka upp ákvæðisvinnu í bókbandsvinnustofunum. Samningurinn gildir frá 1. júlí 1961— 1. júní 1962 og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara af beggja hálfu. Verði honum ekki sagt upp framlengist hann um sex mánuði í senn með sama uppsagnarfresti, en jafnframt hækkar kaupgjald samkvæmt ákvæðum samn- ingsins um 4% frá og með 1. júní 1962. Hækki visitala framfærslukostnaðar um 5% á tímabilinu til 1. júní 1962 eða um 7% frá gildistöku samningsins til 1. júní 1963, er heimilt að segja kaupgjalds- ákvæðum samningsins upp með eins mánaðar fyrirvara miðað við mánaðar- mót. Verði breyting gerð á lögskráðu gengi krónunnar, er samningurinn uppsegjan- legur með eins mánaðar fyrirvara miðað við mánaðamót. m ATHUGASEMD Bókbindarinn hefur fengið nánari upplýsingar varðandi forsíðumynd síðasta blaðs. Myndina tók Júlíus Bjömsson, bókbindari, sið- ar ra'fvirkjameistari og raftækjakaupmaður í Reykjavík. Myndin er tekin árið 1911. m BÓKASTÆRÐIR Stærð bókar: Cm: Fcp. 8vo 16,5 X 10,2 Cr. 8vo 18,4X12,1 Post 8vo 203X12,7 Demy 8vo 21,6X13,7 Med. 8vo 223X14 Cr. 4to 24.1X18,4 Royal 8vo 24,8X153 Demy 4to 27,9X21,6 Royal 4to 303X24,8

x

Bókbindarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.