Bókbindarinn - 01.07.1961, Blaðsíða 8
BOKBINDARINN
LÁTINNA FÉLAGA MINNZT
ÁRSÆLL ÁRNASON
bókbandsmeistari
Ársæll var fæddur í Narfakoti í NjarS-
víkum 20. des. 1 886. Foreldrar hans voru
Árni Pálson bóndi og barnakennari og
kona hans SigríSur Magnúsdóttir.
Hann hóf bókbandsnám hjá GuSmundi
Gamalíelssyni bókbandsmeistara áriS
1905 og lauk því 1908. Námstíminn var
þá aS vísu 4 ár, eins og hann er ennþá,
en eftir því, sem mér var sagt þegar ég
var viíS bókbandsnám, þá var Arsæll svo
námfús og lagvirkur, aS honum var gefiS
eftir af námstímanum.
HaustiS 1908 fór Ársæll til Berlínar
og jók þar viS þekkingu sína og leikni,
síSar vann hann í Stokkhólmi og þar hlaut
hann gullpening aS verSlaunum fyrir bók-
band.
Heim kom hann aftur snemma árs 1911
og á iSnsýningunni, sem þaS ár var hald-
in hér, hlaut hann 1. verSlaun.
Eftir heimkomuna vann Arsæll í Fé-
lagsbókbandinu um skeiS og síSan vann
hann í bókbandsstofu Landsbókasafnsins.
ÁriS 1915 stofnsetti hann eigin bók-
bandsstofu og bókaverzlun. SíSan hóf
hann einnig bókaútgáfu. ÁriS 1918 keypti
hann tímaritiS EimreiSina, af dr. Valtý
GuSmundsyni, og flutti hana heim og gaf
hana út hér um nokkurra ára skeiS, en
EimreiSin var áSur prentuS og útgefin í
Kaupmannahöfn.
Ársæll var lengi í stjórn Félags bók-
bandsiSnrekenda og heiSursfélagi var
hann í ISnaSarmannafélagi Reykjavíkur.
Arsæll fékkst allmikiS viS ritstörf,
bæSi frumsamiS og þýSingar. Hann
samdi bók um Grænlandsför og aSra um
Andrée pólfara og félaga hans. Hann
þýddi rit eftir Strindberg, Engström, Kip-
ling og Hagenbeck; þá þýddi hann einnig
og gaf út allar ferSabækur Vilhjálms Stef-
ánssonar, hins heimskunna norSurfara.
Þá má hér geta þess, aS meira mun
liggja eftir Ársæl í bundnu máli, en þeir,
sem þó voru kunningjar hans, höfSu hug-
mynd um, því hann var aS eSlisfari mjög
hlédrægur og þó hann væri skemmtileg-
ur og gamansamur í viSræSum, þá flíkaSi
hann ekki eigin afrekum.
Einn af æskuvinum Arsæls, Magnús
Kjaran stórkaupmaSur, segir svo m. a. í
kveSjuorSum í Mbl. 1 7. jan.:
„Arsæll var iSnaSarmaSur (bókbind-
ari) og kaupsýslumaSur (bóksali og bóka-
útgefandi) aS ævistarfi, en hvorugt aS
eSlisfari. Hann var ævintýramaSur, rit-
höfundur, listamaSur og skáld. En þó
framar öllu: PrúSmenni, ljúfmenni og
drengur góSur. Okkar vinátta hefur veriS
óslitin í meira en hálfa öld, svo ég veit
hvaS ég er aS segja."