Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 7
BÓKBINDARINN 7 RÁÐSTEFNA BÓKAGERÐARMANNA í AUSTUR-ÞÝSKALANDI Dagana 13.—18. nóv. 1972 var haldin ráðstefna bókagerðar- manna í Nienhagen í A-Þýska- landi á vegum a-þýska bóka- gerðarsambandsins, Druck und Papier. Til ráðstefnunnar var einnig boðið fulltrúum frá bóka- gerðarfélögum á Norðurlöndum. S'vanur Jóhannesson form. B. F.í. fór þess á leit við mig, að ég sækti þessa ráðstefnu fyrir hönd félagsins, en aðrir fulltrú- ar héðan voru Kári B. Jónsson og Gísli S. Guðjónsson frá H.í. P. Við flugum héðan til Kaup- mannahafnar en tókum þar lest til Gedser og ferju yfir til Warnermunde. Þegar við stigum á þýska grund var orðið áliðið kvölds og það lét vel í eyrum, er við vor- um boðnir velkomnir á íslensku. Þarna var kominn, ásamt fleir- um, til þess að taka á móti okk- ur, prófessor Bruno Kress, sem um tíma var búsettur hér heima og talar ágæta íslensku. Við ókum síðan til Nienhagen, þar sem ráðstefnan skyldi haldin í félagsheimili að nafni Sæstjarn- an, niður við sjóinn. Morgunin eftir kom til okkar Sveinn Ágústsson, en hann er búsettur í Rostock, sem er stór borg þarna skammt frá. Sveinn er tæknifræðingur og vinnur hjá skipasmíðastöð þar í borg. Hann er giftur þýskri konu og eiga þau 2 börn. Okkur urðu það nokkur von- brigði, þegar við kynntum okk- ur betur tilhögun ráðstefnunn- ar, að ekki var gert ráð fyrir að sýna þátttakendum bók- bandsverkstæði og prentsmiðj- ur. Við höfðum orð á þessu við okkar ágætu túlka, Bruno Kress og Svein. Skotið var á fundi um málið og niðurstaðan varð sú, að Sveinn ók okkur til Rostock, þar sem okkur var sýnd prent- smiðja geysi-öflug, en þegar kom að bókbandinu varð ég fyrir vonbrigðum því þarna var aldrei bundin bók, aðeins vír- hefting og skurður. Skurðurinn var að vísu margvíslegur, m. a. voru þarna stansaðir út bjór- flöskumiðar og miðar á vín- flöskur í stórum upplögum. Ég ætlaði að taka mynd af þessu verkfæri, sem ég hafði aldrei séð áður. En því miður, það var ekki leyfilegt að taka mynd í fyrirtækinu. Við fengum þær upplýsingar að bækur væru nær eingöngu prentaðar og bundnar í Leipzig fyrir þýska alþýðulýðveldið, eða D. D. R„ eins og það er skammstafað. Til nýlundu má það telja af því, sem við sáum þarna, fyrir utan vélakost, að vinnusalir voru prýddir með blaðmiklum plöntum, og að meiri hluti starfsfólks í setjarasal var kven- fólk, og var okkur sagt að um 80% setjara í A-Þýskalandi væru konur. Já, það er líflegra að líta inn í setjarasalina þarna úti en hér heima, — þó að þær séu jafn skítugar og strákarnir. Um kvöldið var ráðstefnan sett af forseta hennar Fritz Schulze. Hann talaði um gagn- semi slikra fundarhalda, sem m. a. fælist í að skiptast á skoð- unum og kynnast kjörum og starfi hvers annars. Ræða skyldi um nám, námstilhögun og bætt kjör á vinnustöðum, aðallega

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.