Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 15

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 15
BÓKBINDARINN 15 Bjarni ívarsson var fæddur 14. ágúst 1885 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Ivar Jónatansson útvegsbóndi og kona hans Ólöf Bj arnadóttir. Bjarni hóf nám í bókbandi í ísafold 2. janúar 1901. Eftir þriggja ára nám þar fór hann til Kaupmannahafnar og lauk þar námi árið 1906. Auk iðn- skólanáms var hann þar á nám- skeiði í verslunarfræðum. Hann vann á ýmsum bókbandsstofum eftir að hann kom heim og um skeið á skrifstofu Eimskipafé- lags íslands. í ágústmánuði 1936 réðist hann í Gutenberg og vann þar þangað til í byrjun júní 1965. Bjarni kvæntist árið 1907 Önnu Bergsdóttur söðlasmiðs og veggfóðrarameistara Þor- leifssonar. Hún lést eftir stutta sambúð. Hann kvæntist aftur árið 1910 Ragnheiði Magnúsdótt- ur Blöndals prests í Vallanesi. Þau skildu árið 1921. Bjarni dó 30. ágúst 1965. Bjarni R. Gestsson var fæddur 29. sept. 1903 að Litlu-Eyri við Bíldudal. Foreldrar hans voru Gestur Jónsson bókbindari og kona hans Jónfríður Helgadótt- ir. Bjarni nam bókband hjá föð- ur sínum, ennfremur 1 ár hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni 1926 -27. Hann vann við bókband í Dýrafirði 3 vetur en fluttist til Reykjavíkur 1930 og stundaði iðn sína þar til æviloka. Hann var einn af stofnendum bók- bandsvinnustofunnar Arnarfells 5. júlí 1945 og verkstjóri þar fyrstu árin. Frá 1950 stundaði hann handband á eigin vinnu- stofu til dánardægurs 13. maí 1966. Hann var ókvæntur og barnlaus. Brynjólfur K. Magnússon fædd- ist 25. júlí 1884 að Hrollaugs- stöðum í Hjaltastaðaþinghá, Fljótsdalsh. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Jónsson og Þóra Eyjólfsdóttir. Hann hóf nám í bókbandi 1904 hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni og lauk þar námi. Árið 1906 stofnaði hann Nýja bókbandið í Reykjavík og síarfaði þar til ársins 1961. Hann var í stjórn Hins ísl. bókbind- arafélags 1908 og 1910 og for- maður undirbúningsnefndar að stofnun Bókbandssveinafélags Reykjavíkur 1915 og í stjórn þess fyrsta árið. Kona hans var Katrín Jónsdóttir og áttu þau 6 börn, þar á meðal Magnús bók- bandsmeistara. Brynjólfur lést 6. ágúst 1969.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.