Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 27

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 27
BCKBINDARINN 27 Tryggví Sveinbjörnsson. 32 þing ASÍ: Stjórn félagsins ákvað að kosn- ing til ASÍ-þings færi fram að þessu sinni á félagsfundi og voru þessir kosnir aðalfulltrú- ar: S'vanur Jóhannesson og Tryggvi Sveinbjörnsson. Vara- fulltrúar: Grétar Sigurðsson og Kolbrún Kristjánsdóttir. Fé- lagið átti nú í fyrsta sinn tvo fulltrúa á þingi ASÍ. Á þinginu var samþykkt að fela miðstjórn að boða til ráðstefnu þegar rík- isstjórnin væri búin að gera efnahagsráðstafanir þær, sem þá voru á döfinni. Formaður mætti á ráðstefnu þessari, sem haldin var í jan. sl., og var þar lögð fram skýrsla eða tiilögur um hugsanlegar aðgerðir til þess að daga úr verðbólguþróun, sem spáð er á árinu 1973. Ráð- stefnan samþykkti í ályktun að til greina gæti komið að fallast á niðurfellingu vísitölustiga í staðinn fyrir lækkun tekju- skatts og aukna tannlækninga- niðurgreiðslu, en var mótfallin því að tóbak og áfengi yrði tekið út úr vísitölugrundvellin- um, og það mál bæri að taka til endurskoðunar við gerð næstu kjarasamninga. Þing bókagerðarmanna í DDR: Félagið fékk boð frá A-Þýzka- landi í sumar um að senda einn til tvo bókbindara á þing bóka- gerðarmanna í Rostock. Stjórn- in ákvað að styrkja einn félaga til þess að fara á þingið og va’d- ist Einar Helgason til fararinn- ar. Hann sagði frá för sinni á félagsfundi 15. jan. sl. og sýndi skuggamyndir úr ferðinni. Bókagerðarmannatal: Bókbindaratalið var fullbúið til prentunar snemma á þessu ári, en beðið var eftir öðrum bóka- gerðarmönnum og varð það til þess að rétt þótti að fara yfir það allt aftur og bæta við og leiðrétta. Nú er það komið í setningu í Prentsm. Odda, en myndir eru í athugun og kliss- iur, en þær þarf að minnka að- eins og fara yfir. Nafn ritsins er ákveðið Bókagerðarmenn. Hörður Karlsson hefur mætt á 2 fundum vegna ritsins, en Svanur Jóhannesson hefur ann- ast söfnunina. Sjúkrasjóðsnefnd var kosin sl. haust skv. samn- ingum við F.í.p., og eru í nefnd- inni Svanur Jóhannesson, Hörð- ur Karlsson og Einar Egilsson, af hálfu BFÍ. Reglugerð veikindadaga var samþykkt á félagsfundi 15. jan. sl„ og var hún siðan fjöl- rituð og send á verkstæðin. Heiðursfélagi var kjörinn á trúnaðarmanna- ráðsfundi sl. haust Bjarni Ól- afsson í Gutenberg og var hon- um haMið samsæti af því til- efni í nóv. sl. og afhent skraut- ritað heiðursfélagaskírteini í skinnbandi. Bjarni átti sinn þátt í því að fundargerðarbækur félagsins varðveittust. Samband við félaga úti á landi: Formaður og gjaldkeri fóru til Keflavíkur í sumar og ræddu við forstjóra Grágásar, en bók- band þar hefur að mestu legið niðri síðan 1971. Gott samstarf hefur verið við félaga á Akureyri og var full- trúa þaðan nú boðið á aðalfund féiagsins í fyrsta sinn. Félagar þar eru nú um 10 talsins. Hafn- firðingar hafa átt sína fulltrúa í stjórn og TRMR og gott sam- starf verið við þá. Önnur mál, sem tekin hafa verið fyrir í stjórninni, varða aðallega daglegan rekstur, und- anþágur fyrir stúlkur og ýmis konar fyrirgreiðslu við félagana. Stjórn næsta tímabils: Tillögunefnd um stjórnarkjör var kosin á fé’agsfundi 15. jan. sl. og áttu sæti í henni: Hjör- leifur Hjörtþórsson, Tryggvi Sveinbjörnsson, Einar Helgason, Óskar Kjartansson og Viðar Þorsteinsson. Nefndin lauk störfum 24. jan. sl. og tilnefndi þessa menn: Formaður: S'vanur Jóhannesson. Varaform.: Hörður Karlsson. Ritari: Tryggvi Sveinbjörnsson. Gjaldkeri: Einar Egilsson. Meðstj.: Bjarni Ingólfsson. Varamenn: 1. Björn Guðnason, 2. Hjörleifur Hjörtþórsson 3. Ólafur Ottósson, 4. Ragnar Einarsson, 5. Birgir Guðmundsson. Aðeins tillaga nefndarinnar kom fram og eru þessir menn

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.