Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Síða 12

Fréttatíminn - 15.07.2011, Síða 12
Horft er á hvorn stað óháð hinum. Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. 4 400 400 F innska fyrirtækið Kemira hefur sýnt því áhuga að reisa natrí-umklórat- eða bleikiefnaverk- smiðju hér á landi. Tveir staðir koma til greina, annars vegar Bakki við Húsa- vík og hins vegar Grundartangi í Hval- fjarðarsveit. Framleiðsla hugsanlegrar verksmiðju yrði notuð sem bleikiefni í pappírsiðnaði. Helstu hráefni sem þarf til framleiðslunnar eru salt, saltsýra, vítissódi og vatn. Sem hliðarafurð verða til 3.300 tonn af vetnisgasi sem nýst geta innanlands. Orkuþörf verk- smiðjunnar er rúmlega 40 megavött en starfsmannaþörf er um 60. Framkvæmd sem þessi fer ekki sjálfkrafa í mat á umhverfisáhrifum en er hins vegar tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Rut Kristins- dóttir, sviðsstjóri á umhverfissviði hjá Skipulagsstofnun, segir stofnunina þurfa að taka ákvörðun um það hvort til umhverfismats komi og leiti m.a. til nokkurra aðila vegna þess; Umhverf- isstofnunar, Fornleifanefndar, sveitar- félaganna sem að koma, auk fleiri. „Þetta verður að skoða þar sem þetta er ný starfsemi sem við þekkjum ekki almennilega og verðum því að treysta á umsagnaraðila okkar,“ segir Rut. Hún segir Skipulagsstofnun leggja sjálfstætt mat á Grundartanga annars vegar og Bakka hins vegar; horft sé á hvorn stað óháð hinum. Aðspurð segir hún að stjórnvöld hafi engin áhrif á staðarval í gegnum stofnunina. Málið sé í ferli og niðurstöðu um umhverfismat megi vænta í ágúst. Verkfræðistofan Efla hefur annast mál Kemira gagnvart Norðurþingi en verkfræðistofan Mannvit gagnvart Hvalfjarðarsveit. Hvalfjarðarsveit vill umhverfismat Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir að sveitar- stjórnin hafi fengið erindi Skipulags- stofnunar vegna Kemira, auk þess sem verkfræðistofa hafi kynnt sveitarstjórn- inni það. Um málið hafi verið fjallað á fundi sveitarstjórnarinnar síðastliðið þriðjudagskvöld og svar hennar sé að hugsanleg natríumklórat-verksmiðja á Grundartanga eigi að fara í umhverf- ismat. Laufey segir að öll aðstaða fyrir slíka verksmiðju sé fyrir hendi á Grundar- tanga en eins og mál standi nú sé aðeins um forkönnun að ræða. Finnska fyrirtækið sé að leita fyrir sér um hvar það vilji bera niður. Norðurþing bíður sérfræðiálits „Við höfum fengið kynningu á þessu verkefni og það virkar áhugavert,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. Hann segir Skipulagsstofnun hafa beðið sveitar- félagið um umsögn. „Þar sem þetta er algerlega nýtt fyrir okkur, nýr iðn- aður sem við höfum ekki þekkingu á, tókum við þá afstöðu að sérfræðingar hjá þeim stofnunum sem málið varðar væru hæfari til að meta hvort þörf væri á umhverfismati,“ segir Bergur Elías. Hann segir starfsemina sem slíka ekki mengandi en öryggisþættir snúi að þeim efnum sem notuð séu til fram- leiðslunnar og geymslu þeirra. Bergur Elías segir næga orku til staðar, 50 megavött á Þeistareykjum og verið sé að bora meira. Annar aðili, PCC, hafi sótt um lóð á svæðinu fyrir kísilverksmiðju. Eigandi PCC hafi kom- ið síðastliðinn föstudag. Bæjarstjórn- in sé einnig jákvæð gagnvart þeirri verksmiðju en ekki verði samið um lóð fyrr en orkusölusamningar liggi fyrir. Í fyrsta áfanga þeirrar verksmiðju þurfi 30 megavött. Næg orka sé til, aðeins þurfi að reisa virkjanirnar. Ekki verið að etja landshlutum saman „Það hefur verið markmið okkar síð- ustu tíu árin, í þessu langa og stranga ferli sem við höfum farið í gegnum, að skapa 500-800 störf í Þingeyjarsýslum, að snúa við þeirri byggðaþróun sem hér hefur verið. Ef það gerist með einu álveri er það hið besta mál – og ef það er gert gegnum önnur fyrirtæki er það líka hið besta mál. Þetta snýst bara um að styrkja svæðið og atvinnuuppbygg- ingu hér.“ Iðnaðarráðuneytið tilkynnti í síðasta mánuði að jarðvarma í Þingeyjar- sýslum skyldi nota til umfangsmikillar atvinnuuppbyggingar á svæðinu til að efla þar byggð. Bergur Elías segir að sveitarstjórnir á svæðinu hafi sam- eiginlega og í samvinnu við ríkisvaldið verið að markaðssetja svæðið. Bæjarstjórinn í Norðurþingi segir svæðið í Þingeyjarsýslum búið að fara í gegnum umhverfis- og skipulagsferli og þar séu virkjanleg 525 megavött. Tafir hafi orðið en nú þurfi að fá fjár- festingu og vinnu í landið. Hvað finnska fyrirtækið Kemira varðar sé það almennt svo að fyrir- tæki skoði fleiri en einn stað, ekki sé verið að etja landshlutum saman. „Við vinnum okkar vinnu og reynum að gera það vel. Sama gildir um aðra. Við erum ekki í neinni samkeppni hvað þetta varðar, þetta er þjóðhagslegt mál en hvað orkuna varðar er náttúrlega ódýrast að nýta hana sem næst orku- uppsprettunni.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  orkuiðnaður Finnska eFnaverksmiðjan kemira Skipulagsstofnun metur hvort hugsanleg verksmiðja fer í umhverfismat. Slíkt er vilji sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bæjarstjóri Norðurþings segir verkefnið áhugavert en bíður sérfræðiálits á umhverfismati. Eðlilegt sé að finnska fyrirtækið skoði fleiri en einn stað. Ekki sé verið að etja landshlutum saman. Skoðar bleikiefnaverksmiðju á Bakka eða Grundartanga Höfuðstöðvar Kemira í Helsinki í Finnlandi. Ljósmynd/Kemira Oyj/Jarmo Lappalainen Sérfræðingar Kemira að störfum. Ljósmynd/Kemira Oyj/ Jarmo Lappalainen Finnskur efnaiðnaðaarrisi Kemira er finnsk samsteypa sem einkum starfar á sviði efnaiðnaðar, t.d. framleiðslu á efnum til pappírsvinnslu, vatnshreinsunar og líftækniiðnaðar, auk áburðarframleiðslu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Helsinki en það er með starfsemi í um 40 löndum. Starfs- menn eru um fimm þúsund. Fyrirtækið var stofnað árið 1920 og var í ríkiseigu. Finnska ríkið seldi bróðurpart þess árið 2007 en hélt eftir 16.5% hlut. Stærsti hluthafinn er Oras Invest, félag Paasikivi fjölskyldunnar. Stjórnarformaður er Pekka Paasikivi og forstjóri er Harri Kerminen. Velta Kemira á liðnu ári nam 2.544 milljónum evra, eða rúmlega 420 milljörðum króna og hagnaður var 110,9 milljónir evra, eða sem svarar rúmlega 18 milljörðum króna. Kemira hefur áður komið að íslensku atvinnulífi en árið 2002 gengu Áburðarverk- smiðjan í Gufunesi og Kemira Agro, hluti samsteypunnar, frá samstarfssamningi um áburðarframleiðslu fyrir íslenskan markað. - jh 12 fréttaskýring Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.