Alþýðublaðið - 10.03.1924, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1924, Blaðsíða 1
1924 Mánudaginn 10. marz. 59. tölublað. Grlend símskejtL Khöfn, 6. marz. Frá í*yzttalandt. Frá Berlín er símað: Tillaga hefir komið (ram frá miðflokk- inum í þýzka þinginu um, að þingið verði leyst upp. Enn fremur leggur ríkiskanzlarinn það sama til, með því að allar tilraunir til málamiðíunar og samvianu við ja;naðarmanna- flokkinn hafi misheppnast. Olíu-hneykslið. Frá Washington er símað: Við lestur bréfa til olíufélagsins, sem máliu miklu hafa spunnist út af, hefir það komist upp, að öld- ungadeildarþingmaðurinn Walsh, sem falið var að hafa með hönd- um rannsóknir í hneykslismáli þessu, hsfir sjáifur gert tilraun til að verða meðstjórnandi í íé- laginu, jafnvel eftir að málsóknin gegn því var hafin. Fjárviðskiftl itússu og Breta. Blaðið >Daiiy Express< í Lon- don segir, að ráðstjórnin í Moskva ætli sér að fara fram á það við Breta á ráðstefnu þeirri, sem efnt verður til milli tulltrúa frá þessum þjóðum á næstunni, að Rússum verði veltt 150 milljón steriingspundí. láo til viðreisnar rikisins. En til þess að fá þetta lán verða Rússar að viðurkenna réttmæti skulda þeirra, sem hafa staðið óhreyfðar síðan fyrir strfðið, og ráðstjórnin hefir ekki viljað vlðurkenna. Khöín, 8. marz. Lnndskjálltsr. Frá San José er símað: Síðustu to daga hata jarðskjálftar mikiir verið i Costa Rica, og skaðinn, sem þeir hafa valdið, nemur 15 milljónum dollara á opinberum ■ byggingum ©inutn, (Costa Rica j Leikfélag Reykjavfkar. Æf intýriö verður leikið á þriðjudag 11. þ. m. kl. 8 siðd. í Iðnó. Aðgöngumiðár seldir i dag frá kl. 4—7 og á morgun frá ki. 10—1 og eftir kl. 2. Ad eins I þetta eina sinn. er eitt af lýðveldum Mið-Ame- ríku). tJtanríbisráðherra Beigja. Frá Bfiissel ©r símað: Paul Hyraans hefir verið skipaður ut- anrikisráðherra i stjórn Belgja i stað Jaspars. Fiusk heíuíssýning. Frá Helsing ors er símað: Nefnd manna hefir verið sklpuð til þess að ihuga möguleikana á því að halca heimssýningu árið 1928, ef ekkeit verður úr þvi, að Danir h Udi helmsýningu í Kaupmannahö n það ár. Landráðamálin þýzka. Frá Muochen er simað: í gær gengu opinberu ákærendurnir í máli Hitlers og þeirra télaga út úr dómsalnum til að mótmæla framkomu hinna ákærðu og verjanda þeirra. Ettir að verj- endurnir hötðu beðið ákærend- urna fyrirgefningar, lofuðu þelr að taka til staría aftur. Biöðin í Berlín krefjast þess, að málinu verði skotið til ríkisdómstólsins í Leipzig. Leyndaivígbúnaðnr t’jéðverja. Send(hetr?ráóið samþykti t gær ályktun þess eínis, að banda- mannaþjóðanum væri nauðsyn- synlegt að hafa f ramvegls auknar gætur á hinum I synilega vígbún- aðl Þjóðverja, H®fir ráðlð sent Níels P. Ðungal læknlr, Áustnrstræti 5 (uppi). Viðtalstími 1-4. Sími 1518. Hitafiöskur, maLrtöskur og strápoka seiur Hannes Jónsson, Laugavegi 27. Guirófurnar góðu komnar aftur í verzlun Þórðar frá Hjalia. Simi 332. Pottar, pönnur, katlar og könnur ódýrt, Hannes Jónsson, Laugavegi 28. stjórninni < Berlín orðsending um þetta mál. Frá Bretum. Bretska stjórnln hefir hætt við að ráðást í byggineu hinn r miklu flotastöðvar í Singapore, sem fyrrverandi stjórn hatðl á- kvðið. Hefir þetta vakið óánægju hjá nýlendunum. Lagt er til, að því, sem verja átti tii bygglng- arinnar, verði varið tii þess að efla loftvarnir Lundúnaborgar. Upphæðin er 10 milljónir ster- lingspunda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.