Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 22
Danmök Fasismi í skjóli þingræðis Afturhaldsöflin svífast einskis þegar svo ber undir. Við kynntumst því í upphafi valdaferils núverandi ríkisstjórnar hvernig hægt er að fót- um troða lýðræðið, en hún hafði það fyrir sitt fyrsta verk að banna samninga og afnema samnings- ákvæði um verðbætur á laun. Nú hafa frændur okkar Danir orðið fyrir ámóta árásum af hendi þeirrar aft- de frie forhandlinger Veröur lýöræöiö endurvakið í Danmörku? urhaldsstjórnar sem þar situr við völd undir forsæti íhaldsmannsins Schluter. Eftir að verkfall danska alþýðusambandsins (LO) og verk- bönn danskra atvinnurekenda höfðu staðið í nokkra daga bönn- uðu stjórnvöld þau með laga- setningu. Lögin gilda í tvö ár og fela í sér tæplega 3% launahækk- - Schluter, líkt og Steingrímur, réðist gegn verkafólki [ skjóli þingræöis, í andstöðu viö lýðræðisleg viðhorf í þjóðfélaginu. un á samningstímanum og stytt- ingu vinnuvikunnar um eina klukku- stund eftir tvö ár, úr 40 stundum í 39 stundir. Aðalkrafan Höfuð krafa verkalýðshreyfing- arinnar var 35 stunda vinnuvika og verulegar launahækkanir til sam- ræmis við rýrnandi kaupmátt. Ófyrirleitni stjórnvalda gegn lýð- ræðinu felst ekki einungis í lög- unum sem slíkum, hún kemur jafn- framt fram í því að þær kjarabætur sem lögin fela í sér ná mun skemra en þær kjarabætur sem fólust í til- lögum sáttasemjarans til lausnar þessari vinnudeilu. Það sýnir og sannar að ríkisstjórn Schluter, líkt og ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar og ríkisstjórn Thatc- her o.s.frv., er verkfæri í höndum atvinnurekenda gegn verkafólki. Þó danskt verkafólk neyðist nú til þess að fara að þessum ólögum er Ijóst að slíkar stjórnunaraðferðir skerpa enn frekar stéttarandstæð- urnar. Þannig mun danskt verka- fólk þjappa sér betur saman og sækja þann rétt sem því ber, þó síðar verði. Áhugaverðu verkefni Utopia verkefninu er nú lokið. Um þetta verkefni hefur verið fjallað nokkuð hér í blaðinu, en það snér- ist um úttekt á setningargreininni. Ætlunin er að gera niðurstöðum þessa rannsóknarverkefnis nokkur skil síðar. Við viljum þó benda þeim sem hafa áhuga á, að kynna sér verkefnið náið að hjá félaginu er til í prentuðu formi megnið af því sem verkefnishópurinn hefur sent frá sér. Fólk getur hvort heldur er kynnt sér þessi skrif á bókasafninu eða fengið þau lánuð þar. Demokrati i arbetet UTOPIA PROJEKTET Kvalitet i arbete och produkt - í síðasta tölublaði Graffiti er greinargóð lýsing á niðurstöðum og starfi „Utopia- hópsins". 22 PRENTARINN 2.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.