Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 9
Kaj Pedersen var einróma . .. þétt. Þessi mikli gróði hafði að mati formannsins hafnað í vasa auðvaldsins í stað þess að fara í það að skapa fleiri störf og að bæta lífskjör fólksins í landinu. M taldi formaðurinn að verkalýðshreyfingin yrði að bregðast hart við hugmyndum stjórnvalda um frekari árásir á lífskjörin og lækkun atvinnuleysisbóta. Þingheimur tók undir ræðu formannsins með dynjandi lófaklappi. Líflegar umræður Það sem vakti sérstaka athygli á þessu þingi var hversu líflegar og mál- efnalegar umræðurnar voru og hversu almenn þátttaka í þeim var, jafnt hjá konum og körlum. Þau málefni sem voru hvað fyrirferðarmest í umræð- unni voru um kjaramálin og stefnu ríkisstjórnarinnar, atvinnuleysið og hvernig mætti bregðast við því. Friðar- umræðan var einnig lífleg og var gerð samþykkt um eflingu friðar þar sem krafist er þess að afvopnun hefjist hjá þjóðum heims. Bókagerðarnemar áttu þrjá fulltrúa á þinginu og höfðu þeir málfrelsi og tillögurétt. Ánægjulegt var að fylgjast með því hversu vel þau nýttu þennan rétt sinn til hagsbóta fyrir bókagerðarnema. Samstarf við önnur verka- lýðsfélög Fram kom að DTF hefur átt góð samskipti við önnur verkalýðsfélög, þannig hefur samstarf við Blaða- mannafélagið og Verslunarmannafé- lagið verið snurðulaust og er unnið eft- ir samningum við þessi félög um mörk milli starfsgreina. (Slíka samninga þyrfti að gera hér til að fyrirbyggja árekstra). Eins og menn vita eru bókagerðar- félögin ennþá þrjú í Danmörku, en hefur ekki tekist að sameina þau þótt gerðar hafi verið tilraunir til þess i lengi. Fram kom á þinginu að samstarf . . . endurkjörinn formaöur DTF. hefði verið nokkuð gott, en þó væri of snemmt að spá í hvenær óumflýjanleg sameining ætti sér stað, það var þó greinilegt að menn vonuðu að það gæti orðið sem fyrst. Höfðinglegar móttökur Dansk Typograf-Forbund bauð fjöl- mörgum gestum til þingsins bæði er- lendum og innlendum og var undirrit- aður einn af þeim. Þingið var eins og áður sagði haldið í Esbjerg í lýðhá- skóla og gist var á hóteli í nágrenni skólans. Daginn áður en þingið hófst var gestum ásamt heildarstjórn DTF boðið til móttökuhátíðar sem stóð all- an daginn og voru þar bornir fram þeir fjölbreyttustu og lúffengustu sjávar- réttir sem undirritaður hefur komist í tæri við og þóttist hann þó hafa kynnst ýmsu góðu heima hjá sér í fiskimanna- þjóðfélagi. Þetta kom því dálítið á óvart verandi staddur í landi svína- ræktar. Daginn eftir var svo þingið sett og var það gert með vandaðri dagskrá hljómlistar og leiklistar auk ræðuhalda formanns, fulltrúa Alþýðusambands- ins, borgarstjórans í Esbjerg, fulltrúa IGF og NGU og fl. Meðan á þinginu stóð var gestum boðið að skoða það markverðasta í nágrenni Esbjerg, en það sem vakti hvað mesta athygli var heimsókn í prentminjasafn, Bogtryk- museet í Esbjerg. Það hafði að geyma fjölbreytt úrval af tækjum og tólum sem notuð hafa verið við bókagerð í gegnum tíðina. Þar fengum við að gjöf í danskri þýðingu þakkarávarp Stefan Zweig til bókarinnar, en þar má lesa mikinn sannleik um gildi bókarinnar. Semsagt móttökur DTF voru hinar höfðinglegustu auk þess sem þeir buðu uppá afar áhugavert og lærdómsríkt þing. Takk fyrir mig. — mes PRENTARINN 4.5.'85 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.