Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 11
Áað afnema iðn- réttindi? Meðfylgjandi ályktun var gerð af iðnsveinaráði ASÍ, en það var kallað saman eftir þing Landssambands iðn- aðarmanna (samtök atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum). Á þessu þingi komu fram sjónarmið sem hnigu í þá átt að afnema ætti lögverndun iðn- greina. Af þessu tilefni var fundur iðnráðsins haldinn og var fulltrúa FBM boðin þátttaka, enda þótt félag- ið sé ekki í ASÍ. Fundur boðaður af Iðnsveinaráöi A. S. í., haldinn með fulltrúum og forystumönnum iðnsveinafélaga og sambanda 14. nóv. 1985, fjall- aði um ályktanir 41. Iðnþings, varð- andi iðnréttindi og verkmenntun. Fundurinn ályktar eftirfarandi: „Á þingi Landssambands iðnaðar- manna er haldið var nýverið, gerði þingið það að stefnumiði sínu að fella úr gildi lögvernduð iðnréttindi í iðnaðarlögum. Jafnframt kom fram einhliða og þröngt viðhorf í ályktun þingsins varðandi breyting- ar á iðnfræðslulöggjöf, svo sem að þrengja stórlega starfssvið Iðn- fræðsluráðs og að verkefni þess verði flutt til verk- og tækni- menntunardeildar Menntamála- ráðuneytisins og að iðnfyrirtæki og atvinnurekendasamtök skuli ákveða einhliða þekkingar- og menntunarþörf iðnaðarmanna. Iðnfræðsluráð hefir verið og er samstarfsvettvangur atvinnurek- enda og verkafólks í iðnaði, iðn- lærðs og óiðnlærðs og stjórnvalda. Nái slíkt stefnumið fram, munu áhrif iðnsveina og samtaka þeirra á innihald og þróun verkmenntunar verða lítil sem engin. Rökin fyrir því að breyta iðnaðar- lögum á þann hátt er þarna er lagt til eru harla léttvæg og ekki vitnað til neinnar ástæðu er réttlæti slíkt. Hinsvegar er vitnað til umræðu er stendur yfir í Noregi um breytingar á norsku iðnaðarlögunum, en það mál er þar enn á umræðustigi og alls ekki fengin þar nein nið- urstaða. Það er óútskýrt mál á hvern hátt breyting á norskum iðn- aðarlögum kemur heim og saman við íslenskar aðstæður, því margt er ólíkt með iðnþróun þessara þjóða. Það er einna helst að sjá í rökum með þessum tillögum að vegna þess að illa hefir gengið að ná lögum yfir þá er fremja iðnlaga- brot vegna slælegrar frammistöðu dómskerfisins þá sé jafnvel auð- veldasta leiðin að breyta lögunum og mun einhverjum finnast það haldlítil rök. Landssamband Iðnað- armanna, Samtök atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum, eru samtök atvinnurekenda og þarna koma því aðeins fram viðhorf þeirra. Lands- sambandið er ekki það leiðandi afl í íslenskum iðnaði sem það áður var og skipulagsform þess mikið breytt frá fyrri tíð. Fundurinn frábið- ur sér því þá forsjá er það vill veita íslenskum iðnaðarmönnum og mótmælir harðlega þeim viðhorfum er koma fram í samþykktum 41. iðnþings og varar stjórnvöld við að gera þessi einhliða stefnumið að sínum. Sjái einhverjir þörf til breytinga á iðnaðarlögum No. 42/1978, ber að ræða það sameiginlega af fulltrú- um allra iðnaðarmanna og þeir, er breytinganna óska, færi fram fullkomin rök fyrir þeirri breytingu. Samtök iðnsveina eru fjölmennustu félagasamtök verkmenntaðs verka- fólks og krefjast þess að hafa áhrif á iðnlöggjöf og verkmenntun og það í ríkara mæli en verið hefur. Fulltrúafundur iðnsveinafélaga og sambanda gerir kröfu til aukinn- ar verkmenntunar iðnlærðs verka- fólks svo og aukinnar framhalds- og eftirmenntunarog betri tenging- ar við menntakerfi þjóðfélagsins og minnir á að bókleg og verkleg þekking á að haldast í hendur með þjóðinni ef vel á að farnast." PRENTARINN 4.5.'85 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.