Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 12
Opið bréf Kæru félagar: Af mér er allt gott að frétta; sumar- ið hér sunnanlands var gott og haustið lofar góðu. Annars hefur verið mikið að gera í vinnunni, þannig að tími til bréfaskrifta hefur verið naumur, en nú verður bætt úr því. Alveg er það djöfullegt hvernig þessi ríkisstjórn er búin að leika okkur launamenn í þessu landi. Ég er nefni- lega þessa dagana að velta fyrir mér hvað framtíðin beri í skauti sér. Eins og þið kannski munið, ákvað ég fyrir um það bil þremur árum að kaupa mér húsnæði (Vinur okkar Steingrímur kallar það að reisa sér hurðarás um öxl). Þetta var 55m2 íbúð vestur í bæ. Ég settist niður með konu minni (þá- verandi) og við reiknuðum út að dæm- ið gengi ekki upp. Útborgunarhlutfall var 75% á árinu og við sáum ekki fram á að þetta væri möguleiki. En af sam- tölum okkar við aðra sem höfðu staðið í þessu kom í ljós að best væri að skella sér út í þetta; maður gæti oftast reddað sér, velt á undan sér skuldunum, hlaupið á milli banka o. s. frv. Svo fór að við keyptum litlu íbúðina og flutt- um inn. Við vorum búin að búa hér í sex mánuði þegar Steingrímur vinur vor settist í forsæti þjóðarinnar og hans fyrsta verk (ásamt sínum góðu vinum) var að afnema verðbætur á laun, auk þess að banna verkföll. Nú, látum vera þó hann hafi bannað verk- föll, en þetta með verðbæturnar var þungur baggi að draga. Ég má til með að láta fljóta með samtal sem ég átti við Itala nokkurn árið 1980 í Englandi. Við vorum að ræða kaup og kjör í þessum ólíku löndum. Þá sagði hann mér að á Ítalíu væru ekki borgaðar verðbætur á laun og hefði aldrei verið gert. Nú, ég þekkti ekki annað frá íslandi, svo ég gaf honum langt nef og sagði að þeir væru nú meiri bjánarnir, þetta myndi okkur aldrei detta í hug að gera á íslandi. Ég taldi á þessum tíma svo sjálfsagt að hlutirnir væru svona. Nú hef ég hins vegar lært að ekkert er gefið; það verður að hafa fyrir öllu, ekki bara að sækja fram, heldur líka að verja það sem áunnist hefur. Nú, en áfram með smérið. Það er alveg ljóst að eigendurnir að íbúðinni voru annars vegar ÉG og hins vegar BANKARNIR. Ég hafði það á tilfinn- ingunni þegar ég byrjaði, að eftir því sem ég ynni meira yrði hlutur minn í eigninni stærri og þar af leiðandi hlut- ur bankanna minni. Ég fór að vinna eins og hestur; var í minni föstu vinnu, vann alla auka- vinnu sem hugsast gat, og þegar það dugði ekki til var ég í Blaðaprenti langt fram á nætur. Svona gekk þetta í um það bil tvö ár. Þá fór ég að vinna „bara“ á einum stað með mjög mikilli aukavinnu. All- ur þessi tími kostar fórnir. Maður hitt- ir fjölskylduna sjaldan, jafnt sem kunningja og vini. Ég hafði (og hef raunar enn) áhuga á að breyta samfé- laginu; það varð líka að bíða. Nú þeg- ar ég held upp á þriggja ára hússkrán- ingarafmælið er ég orðinn ansi þreytt- ur, því enn er ansi langt í land. Það sýna bréfin frá bönkum og stofnunum. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að á undanförnum tveimur árum hafi átt sér stað ótrúleg eignaupptaka í þjóð- félaginu. Það sem ég nefndi, að hlutur bankans minnkaði eftir því sem ég ynni meira, reyndist nefnilega ekki rétt. Ég hef að vísu haldið mínum hlut í krónutölu, og ef til vill aðeins aukið hann, en sem hlutfall af raunverði eignarinnar hafa bankarnir stóraukið sinn hlut án þess (að því er mér finnst) að hafa lagt á sig ámóta mikla vinnu. Með öðrum orðum: Síðustu ár hefur vinna mín farið í að greiða vexti af vísitölutryggðum lánum með kaupi, sem í raun hefur farið sílækkandi sam- fara því sem vörur og þjónusta hafa hækkað úr hófi fram. Nú, elsku vinir, ég væri ekki að ■JUUUSAUEÐi 12 PRENTARINN 4.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.