Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 13
I grenja þetta í ykkur ef ég héldi að þetta væri aðeins slóðaskap mínum að kenna, þó ég viti svo sem, að margir kunna betur með fé að fara en ég. Nú, ef til vill kemur frá ykkur rullan um að ég skemmti mér mikið, borði dýrt, bruðli út og suður eða með öðrum orðum lifi of hátt. Um þetta vil ég segja: Ég hef hjá mér svart/hvítt sjón- varp að láni, ég á ekki frystikistu hvað þá vídeó, og Skódinn sem ég keypti fyrir ári á tuttugu þúsund er að öllum líkindum ónýtur. Allavega hefur hann ekki farið í gang undanfarnar vikur. **3i ,.... , ....“'o'll ’ '0i'fUSJ,. ' ■ -.,S^USEOíi.J. 2 .... -S-^qptoo ' - ' • >»«.. • • .... m«os ns04 síi sr““- '*•*• > »•' 1. .».05. 55.000,00 greiosluseoill 2 10.MCV.1985 ÍECS8»**KI ISLANOS t ;TH*NN*tVJUM. ,0íRCF r SIHI _981800_ “niVio.HiZ j JL** - »2,500.00 ! 10.OKT.l»i5 GREIDSLUSEÐILL 2 20.OKT.1985 20.OKT.198* ÍOLVI OLAFSSON *1NCB**UT 109 Það lítur því ekki þannig út að ég lifi mjög „grand“. Nei, ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að of margir eru á lægri launum en ég og hafa fyrir stærri heimilum að sjá; þar hljóta erf- iðleikarnir að vera miklu meiri. Það getur málgagn ríkisstjórnarinnar (Lög- birtingablaðið) glögglega vitnað um, en það hefur aldrei oftar en nú í ár verið líkara dagblaði. Ég nefni þetta líka vegna þess, að þeir sem ekki hafa ráðist í að kaupa sér húsnæði og eru þar af leiðandi lausir við þessa kvöð eru bara ekkert betur staddir. Þeir leigja húsnæði og borga svona eitthvað á bilinu 120-150 þúsund og þaðan af meira á ári í leigu. Því fylgir svo í ofanálag algert öryggis- leysi, þar sem uppsögnin getur komið hvenær sem er. Allir vita líka hversu erfitt það er að ná sér í húsnæði. Ég nefni þetta vegna þess, að ég tel að þetta þurfi ekki að vera svona. Megi það raunar alls ekki. Ég óttast samfé- lag framtíðarinnar ef þessu linnir ekki. (Nóg verður lagt á þá framtíð samt; það munu Reganar og Gorbachiovar heimsins sjá um). Ég tel að fyrsta skrefið í þá átt sé að allt verkafólk (lesist: öll verkalýðshreyfingin) byrji að stilla sína krafta á eina kröfu, það er að segja verðtryggingu launa. Að ekki verði skrifað undir samninga án þess að til komi verðtrygging á laun. Við bókagerðarmenn gætum þar haft fordæmi um viðræður við stéttarfélög innan og utan heildarsamtaka launa- fólks. Ég tel að allt launafólk eigi að standa að þessari kröfu og hvika hvergi, og gera þannig landsherrum öllum ljóst að þeir sem reyna að brjóta þennan áfanga niður stundi pólítískt harakíri að hætti Austurlandabúa. Ég tel þetta líka möguleika, vegna þess að nú renna flestir kjarasamning- ar stéttafélaganna út á sama tíma, þannig að nú er lag til að samstilla kraftana, en ekki að stunda þann ljóta leik að láta einn semja fyrst og láta svo aðra koma á eftir og semja um aðeins meira. Aldrei hefur verið meiri nauð- syn en nú að snúa bökum saman og sækja fram, svo íslenskt launafólk geti haldið þeirri reisn sem því ber. Jæja, nú ætla ég að fara að slá botn- inn í þetta bréf. Ég vona að fjöl- skyldan hafi það gott, og ég bið að heilsa öllum. Vonast til að heyra frá ykkur bráðlega. Sölvi Ólafsson P. S. Til að þið haldið ekki, félagar góðir, að geðheilsa mín og heimsmynd sé í niðamyrkri, vísa ég til þessa vísukorns sem tekið er úr stærri bálki: Vindarnir þótt gnauði og gusti um þig kaldir og grimmilegar hryðjurnar herji þig á, sólin mun skína, skýin öll burtu sigla og skuldir þær fyrnast og þynnkurnar þær líða hjá. Kór: Þú, sem lætur hvunndagsraunirnar ríða þér á slig, ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig. (Megas) PRENTARINN 4 5.'85 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.