Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 19
Samtals vissu þessir menn um 14 slys. Bæta má hér viö 5 slysum sem ég hef kannað og skeðu 1984 og ég get séð að ekki er um sömu slys að ræða, bæði aðrar vélar og skeðu á öðrum vinnustöðum. Sam- tals vitum við því um 19 slys og af þeim hafa aðeins verið tilkynnt 2 til Vinnueftirlitsins árið 1982. Þetta er athyglisvert þar sem hér er aðeins um hluta prentiðnaðarins að ræða eða á 20 vinnustöðum af 35 sem hafa öryggistrúnaðarmenn (10 eða fl. starfsmenn). En þar fyrir utan eru ca. 60 smáfyrirtæki í prentun og annarri bókagerð sem ekkert er vitað um slys í. Ef við flokkum slysin eftir vélum þá er útkoman þessi: Prentvélar 3 slys Rúnningarvél 3 slys Vírheftivélar 2 slys Brotvél 1 slys Bókbandspressa 1 slys Kjöllímingarvél 1 slys Skurðarhnífar 2 slys Lyftari 1 slys Af öðrum orsökum 4 slys Ekki vitað 1 slys Ef við flokkum slysin eftir lík- amshlutum: Hendur og fingurslys 16 slys Fætur 2 slys Höfuð 1 slys Slys sem hafa orðið af öðrum orsökum en í vélum hafa orðið vegna falls hlutar eða menn hafa dottið um hluti. Þá varð 1 slys á hendi vegna efnabruna. Við flokkun eftir starfsgreinum kemur þetta í Ijós: Bókband 10 slys Prentun 4 slys Prentmyndagerð 1 slys Ekki vitað 4 slys Eftir þessa smáathugun sem fram fór í vetur er full ástæða til þess að setja í gang marktæka könnun sem næði yfir alla félaga í FBM. Þá væri hægt að taka miklu fleiri þætti fyrir t. d. aldur, kyn, starfsgrein o. fl. Ástæða fyrir að gera slíka könnun er í fyrsta lagi sú, að marktæk könnun hefur aldrei farið fram í bókagerð fyrr. Við þurfum að vita hvernig ástandið er svo við getum brugðist rétt við í vinnuverndar- og öryggis- málum okkar. í öðru lagi er nauðsynlegt að gera slíka könnun til þess að hægt sé að hafa viðmiðun í framtíðinni. Sjá hvort einhver árangur hafi orðið í vinnu- verndarmálum o. s. frv. Sv. Jóh. Vinnuvernd PRENTARINN 4.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.