Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.04.1985, Blaðsíða 21
I stuttu . . . Kvennasmiðja í kvennasmiðju dagana 24.-30. október s. I. í Seðlabankahúsinu voru bókagerðarkonur með bás. Þar kynntu þær starfsgreinar í bókagerð og Félag bókagerðar- manna. Bás bókagerðarkvenna vakti verðskuldaða athygli og eiga þær þakkir skyldar fyrir framlag sitt til kynningar starfsgreina okkar og FBM, en fjöldi manns sá þessa sýningu. i kvennasmiðunni kom fram svo ekki verður um villst að konur hafa haslað sér völl í nær öllum starfs- greinum þjóðfélagsins, en það sem verra er að þær sitja þar ekki við sama borð og karlarnir og er lang- ur vegur þar frá. Þrátt fyrir lög um launajafnrétti er launamisréttið gíf- urlegt. Þá eru möguleikar kvenna til þess að fá yfirmannsstörf mun minni en karla og virðist þá jafnvel ekki skipta máli þó konan sé betur menntuð til starfsins en karl um- sækjandi. Flvað okkar félag snertir er ástandið ekki ósvipað og annars staðar, konur eru á lægstu kaup- töxtunum og fá minni yfirborganir. Skýringar á þessu eru ugglaust margar og verður ekki hér leitað svara við því, hitt er þó Ijóst að ein- hvern þátt í þessu á sú staðreynd að karlmenn stjórna bæði sam- tökum verkafólks og atvinnurek- enda. Það kom svo sannarlega í Ijós við uppsetningu og skipulag á kvennasmiðjunni að konur eru til alls færar. Bókagerðarkonur stóðu vel að sínu verki í þessu sam- bandi og er ánægjulegt til þess að vita og það vekur jafnframt vonir. Vonir um að konur í félaginu komi nú til starfa á öllum sviðum félags- mála. málin yfir kaffibolla. Áberandi var á máli kvenna að þrátt fyrir góða samstöðu á undanförnum tíu árum miðaði grátlega seint í átt til jafn- réttis. Launamisréttið væri gífurlegt og töluvert skorti á að konur hefðu sömu möguleika og karlar varð- andi stöðuveitingar og þannig mætti lengi telja. Vissulega hefði margt áunnist ekki síst hefði hugs- unarhátturinn breyst og eftilvill gæfi það stærstu vonina um að þetta væri á réttri leið. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í félags- heimilinu. Konur mættu ekki til vinnu 24. október 1985 Mikil þátttaka var meðal kvenna um að leggja niður vinnu þann 24. október 1985 og var þátttakan síst minni en á þeim sama mánaðar- degi fyrir 10 árum og frægt er orðið um víða veröld. Á þessum degi var félagsheimilið opið og kom fjöldi félagskvenna þangað og ræddu PRENTARINN 4.5.'85 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.