Prentarinn - 05.10.1985, Blaðsíða 1

Prentarinn - 05.10.1985, Blaðsíða 1
prentarinn I MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA f^ félag bókageróar- manna FELAGSBBEF-1 fí OKTÖBER 1985 ABM. MAGNÚS EINAR SIGURÐSSON LAUNAHÆKKUN - EN ALLTOF litil Albert Guömundsson, vinur litla mannsins, sá eini i.rikisstjórn- inni, hækkaöi launih hjá opinberum starfsmönnum um 3% frá og meó 1. október 1985. Steingrimur og Þorsteinn létu plata sig aö eigin sögn. VSl ákvað meö hliösjón af almannaálitinu aö herma aó hluta eftir Albert, þ.e. þeir ákváöu aó hækka launin lika um 3% en ekki frá 1. október heldur frá 16. október. Otaf fyrir-sig er ekki mikiö um þetta aó segja, kauphækkunin er svo litil og ekki i neinu samræmi við þaö sem búið er að taka af fólki, hins veg- ar er hún i fullu samræmi við innrætingu atvinnurekenda. .Til aó fólk fari nú ekki aö fá alltof mikla samúð með atvinnurekendum skal þess getið aó þeir eru ný búnir aö hækka veröskránna sina um tugi prósenta svo þessi litlu 3% ættu ekki aó ganga alltof nærri þeim blessuðum. SAMEINING IÐNGREINA I samræmi viö þá þróun sem átt hefur sér staö í bókageróargrein- unum hefur umræóan snúist mikið um sameiningu iöngreina. I G F Alþjóöasamtök bókageröarmanna hafa aö stefnumiöi að iðngreinar i bókageröa verði þrjár, þ.e. prentformagerö, prentun og frá- gangur prentgripa. Hjá okkur er þetta þannig í dag að frágangur prentgripa er ein iðngrein, bókband, prentunin hefur verið sam- einuö i eina iöngrein, grafiska prentun. Eftir stendur prent- formagerðin, sem skiptist i nokkrar iðngreinar, sem eru stööugt aö færast nær hvor annarri. Að undanförnu hefur átt sér stað um- ræöa um sameiningu þessara ióngreina og má vænta þess að niöur- staða fáist i þá umræðu á næstu vikum. Auðvitaó er margs aó gæta þegar sameina á iöngreinar og mörg vandamál sem upp koma, hitt vegur þó þyngra að tækniþróunin er sú að greinarnar færast nær og nær hvor annarri og þvi eðlilegt og nauðsynlegt að fólk fái sina menntun i samræmi viö það og sé þannig fullkomlega gjald- gengt á vinnumarkaðnum þar sem tæknin er á góöri leió að veröa búin að sameina þessar iðngreinar. PRENTARINN Félagsmenn eru eindregiö hvattir til að tilkynna skrifstofunni um breytt heimilisfang. Alltof mikió er um aö svo sé ekki gert og skapar þaö bæöi meiri kostnað og fyrirhöfn. Tilkynniö breytt heimilisfang í sima 28755.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.