Prentarinn - 05.11.1985, Page 1

Prentarinn - 05.11.1985, Page 1
prenturinn H MÁLGAGN félags bókagerðarmanna felagsbref-2 félag bókageröar- manna OKTÓBER/NÓVEMBER 1985 ABM. MAOSIÚS EIN7SR SIGURÐSSON 5 1980 - 2. NÓVEMBER ÁEA 1985 A laugardaginn eru liöin 5 ár frá stofnun Félags bókagerðarmanna en þaö var stofnað 2. nóvember 1980. Hér veröur ekki rakinn aö- dragandi stofnunar félagsins, þaö hefur veriö gert áöur. Ekki er heldur ætlunin að segja sögu þess, það bíður betri tima, auk þess er aldurinn ekki hár og sagan því enn fersk í hugum félagsmanna. Engu aö siöur verður þessara timamóta minnst. A laugardaginn 2. nóvember 1985, sjálfan afmælisdaginn verður opið hús i félags- heimilinu á milli kl. 14,00 og 17,00. Félagsmenn eru hvattir til aö lita inn og fá sér kaffisopa. LEIÐRÉTTING I siöasta kaupseðil frá 16. október slæddist inn prentvilla i kaflann: Vaktavinna viö dagblöð, tviskiptar vaktir. Villan er i Ljósmyndun, plötugerö og skeyting: Eftir 1 ár............ 5.382,00 170,00 215,30 269,10 27,35 Svona er þessi lina rétt og eru félagsmenn beðnir að færa inn þessa leiðréttingu. SAMNINGAMAL - ATVINNUÖRYGGI Um þessar mundir er félagið að leita eftir samningum vió Alþingi og fleiri aðila. Eins og menn sjálfsagt vita er ætlunin að flytja setningu þinggagna úr Rikisprentsmiójunni Gutenberg i húsnæði Al- þingis. Meó nýjum og breyttum tæknibúnaói er þetta hægt. Félag bókagerðarmanna gerir þá kröfu i svona tilvikum að þeir sem vinna þessi störf séu eftir sem áður félagsmenn FBM, enda er þessi þáttur prentverksins hluti hinnar lögvernduðu setningariðngreinar. 1 þessu tilviki og öðrum svipuðum veróa félagsmenn að vera reiðu- búnir til þess að taka á þessu vandamáli á grundvelli þess rétt- ar sem tryggður er i samningum. Fljótlega mun draga til tiðinda i þessum réttinda- og atvinnuör- yggismálum og mun veröa haldinn félagsfundur um þessi mál.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.