Prentarinn - 15.11.1985, Qupperneq 1

Prentarinn - 15.11.1985, Qupperneq 1
prentarinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÖKAGERÐARMANNA FELAGSBREF-3 Bfélag bókageröar- manna NÓVEMBER 1985 Abm. MAQNIÚS EINAR SIGURÐSSON SAMNINGAMAL - ATVINNUÖRYGGI I síöasta félagsbréfi er fjallað um breytingar varðandi vinnslu þinggagna og bent á mikilvægi þess að taka á þessum málum.Frá- farandi Trúnaðarmannaráð félagsins ákvaó að reyna yrði til þrautar aö gera samkomulag við Alþingi um að það væru félagsmenn i FBM sem önnuðust setningu þinggagna, eins og þeir hafa alltafgert. Alþingi, eða hið opinbera, hefur hingað til ekki talið sér fært aö gera um þetta samkomulag við FBM, þó svo að fram hafi komið i hugmyndum félagsins aó hvorki væri ætlunin að krefjast þess að það fólk sem fyrir er i störfum skipti um stéttarfélag né heldur að breyta þeim undanþágureglum sem Alþinginýtur i vinnu- deilum. Fyrst og fremst var gerð krafa um að við nýráðningar yrði viðkomandi félagi i FBM, væri hann þaö ekki fyrir, og að unnið væri í samráói og samstarfi vió starfsfólk Rikisprentsm. Gutenberg. Þaö hefur þegar komið í ljós að Alþingi sækist eftir þjálfuðu fólki úr FBM, þó það vilji ekki viðurkenna félagsaöild þess, en nú hefur einn félagsmanna FBM verið ráðinn til þessara starfa á Alþingi. I ljósi þess aö Alþingi virðist ekki vilja gera um þetta sam- komulag og í samræmi við ákvörðun Trúnaðarmannaráðs FBM var á- kveðið að láta til skarar skriöa og beita samningsákvæðum og banna framhaldsvinnslu á þeim texta sem settur er á vegum Al- þingis frá og með n.k. fimmtudegi, 14. nóvember 1985, hafi þá ekki tekist að gera um þessi mál samkomulag. Áöur en þetta bann kemur til framkvæmda telur stjórn félagsins nau&ynlegt að halda félagsfund. Þannig verður afstaða félagsmanna ljós i þessu máli sem og afstaða þeirra til hugmynda sem fram hafa komið um að eölilegra sé aö taka samtimis fyrir alla þá aðila semvinna meó texta á þann hátt sem hér um ræðir. Eins og fram hefur komið er hugmynd stjórnar og Trúnaóarmanna- ráðs hins vegar súáð taka fyrir hvert einstakt tilvik i senn. Hvað sem verður ofaná í þessum málum er naiúsynlegt aó sem flest- ir félagsmenn taki afstöðu og móti stefnu félagsins Rétt er að það komi fram að þó svo kunni' að virða að þetta snerti aðeins hluta félagsmanna, þá sem sjá um prentformagerðina, er það alls ekki svo. Hér er á ferðinni mál, sem snertir atvinnuöryggi hvers og eins einasta félagsmanns, þess vegna verða sem allra flestir aó mæta á fundinn.

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.